19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 64

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 64
BÆKUR Góð byrjun á miklu verki Gísli Jónsson: Konur og kosningar. Þættir úr sögu ís- lenskrar kvenréttindabaráttu. Bókaút- gáfa Menningarsjóðs, Reykjavik 1977. 133 bls. Þessi bók er stutt yfirlit yfir baráttuna fyrir kosningarétti og kjörgengi íslenskra kvenna til al- þingis og sveitarstjórna. Sagan hefst um 1863, þegar madame Wilhelmine Lever kýs fyrst til bæjarstjórnar á Akureyri, sjálf- sagt í trássi við fyrirætlanir lög- gjafans. Henni lýkur árið 1926, þegar konum var gert skylt að taka kosningu til sveitarstjórna eins og körlum og þar með rutt burt síðustu lagagreininni sem gerði upp á milli karla og kvenna á þessu sviði. Jafnframt þessu fjallar höfundur nokkuð um rétt kvenna til skólagöngu og em- bætta, og kvenréttindafélags- skapur tímabilsins kemur að sjálfsögðu nokkuð við sögu. Efnið hefur aðallega verið sótt til Al- þingistíðinda en einnig til kvennablaða og annarra blaða og tímarita sögutímans. Ekki þarf að fjölyrða um hvert gagn er að því að fá yfirlitsrit um þessi mál. Ég er sannfærður um að bók Gisla verður mikið notuð; hún er til dæmis upplögð hand- bók við kennslu og fyrir leshringi um kvennasögu. Til slíks er bókin vel fallin af því að hún er skýr og aðgengileg, kaflar eru stuttir og aðalatriði rifjuð upp í lok hvers hluta bókarinnar. Þar nýtur höf- undur sýnilega kennarareynslu sinnar. Á hinn bóginn hefði mátt nostra meira við fráganginn, 62 BÆKUR BÆKUR! þannig er hvorki heimildaskrá né nafnaskrá í bókinni. Á því stigi sem rannsóknirnar standa er rit af þessu tagi óhjá- kvæmilega að miklu leyti stað- reyndasafn. Þegar þess er gætt er bókin furðu lipur aflestrar, og víða gefur hún fróðlega innsýn í hugsunarhátt þeirra manna sem deildu um kosningarétt og kjör- gengi kvenna meðan það mál var á dagskrá þjóðarinnar. Óborgan- legt er til dæmis að lesa um áhyggjur Lárusar E. Svein- björnssonar af því að landshöfð- ingi og biskup gætu orðið hjón ef konur fengju rétt til embætta (bls. 31). Eða rök Jón Ólafssonar fyrir kosningarétti kvenna til al- þingis 1911: „. . . þótt gáfnafari og lundarfari sé ólíkt farið og konur skorti oftast dómgreind á við karlmenn, þá bæta konur það upp með öðrum kostum. Siðgæð- istilfinning kvenna er meiri en karla, og þær láta síður leiðast af eigingjörnum hvötum.“ (Bls. 75). Líka má nefna mótbárur Sigurð- ar Sigurðssonar gegn sama rétti: „Karlmenn hafa tekið að sér störfin út á við. Pólitísku störfin eru ekkert leikfang. Þau eru hálf- gert skitverk, og við þess konar störfum eigum við að hlífa kven- þjóðinni“ (bls. 82 — 83). Þó að höfundur sé að jafnaði ekkert feiminn við að láta skína í afstöðu sína hefur hann stillt sig um að benda á að konum var ekki al- deilis hlíft við skítverkum þegar þurfti að moka fjósflóra eða vinna á túnum. Svona fordómar eru ekki dýr- mætir af því að við getum hneykslast á þeim og hreykt okk- ur af þvi að vera komin yfir þá, heldur af því að þeir geta leitt hugann að öllum þeim fordóm- um sem nýjungar ævinlega mæta og hver tekur eftir öðrum í hugs- unarleysi. Sagan af baráttunni fyrir mannréttindum kvenna er einmitt fróðleg dæmisaga og hverjum manni ætti að vera auð- velt að fylla hana af nýju inni- haldi úr samtíð sinni. Kannski er þó besti kosturinn við yfirlitsbók sem þessa að hún bendir okkur grimmilega á það sem er óunnið á því sviði sem hún fjallar um. Lestur bókarinnar vekur að minnsta kosti jafnmarg- ar spurningar og hún svarar. Flest er enn óútskýrt varðandi það sem gerðist í sjálfri kosningaréttar- baráttunni: Hvers vegna urðu konungkjörnir háembættismenn fyrstir til þess á þingi að gera til- lögu um kosningarétt kvenna til alþingis? Gerðu þeir það bara til að stríða forvígismönnum stjórn- arskrárbaráttunnar? Hvers vegna lögðu menn eins og Skúli Thoroddsen slíkt kapp á kjör- gengi kvenna til sveitarstjórna en létu kosningarétt þeirra til al- þingis liggja í láginni framan af? Hvað var það sem þingmenn ótt- uðust þegar þeir ákváðu að taka konur inn á kjörskrá smátt og smátt, í fyrstu aðeins þær sem höfðu náð fertugsaldri? Var það aðeins óljós ótti við hið nýja og óþekkta? Hvernig breyttust hugðarefni þingmanna eftir að þeir vissu konur í kjósendahópi sínum? og Hvers vegna varð hlutdeild kvenna í stjórnmála- lífinu svona hræðilega lítill? Meira máli skiptir þó ef til vill að kosningaréttur, kjörgengi og embættisréttur er ekki nema brot þeirrar sögu kvenna sem við þyrftum að hafa á bókum. Is- landssagan er enn að mestu leyti saga hins opinbera lífs, pólitíkur og embættisstarfa, og því er hún óhjákvæmilega næstum ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.