19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 4

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 4
Frá ritstjóra Árið 1985 er að mörgu leyti merkilegt ári íkvenna- sögunni. Petta er síðasta árið í kvennaáratugnum, og þykir því mörgum við hæfi að líta til baka og hugleiða hvort eitthvað hefur áunnist áþessum ára- tug. í ár eru auk þess liðin 70 ár frá því íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgegni til Alþingis til jafns við karla, þótt með vissum aldurstak- mörkunum vœri í byrjun, og í ár eru 35 ár liðin frá því 19. júní, ársrit KRFÍ, hóf göngusína. Reyndar hafði áður komið út mánaðarrit með sama nafni á árunum 1917 til 1929. í hringborðsumræðum fjögurra kvenna úr jafn- mörgum láglaunafélögum hér í blaðinu kemur fram að lítið hefur áunnist í kjarabaráttu kvenna innan þessara félaga á kvennaáratugnum. Nokkur vitundarvakning hefur þó orðið að mati kvenn- anna en sumumfinnst sem konur séu aftur að sofna á verðinum. „Mér finnst skrítið hvað ungar konur eru lítið meðvitaðar. Einnig kemur fram hjá kon- unum, að svo virðist sem laun kvenna lækki eftir þvísem þeim fjölgar á vinnumarkaðinum, ogerillt til þess að vita, nú þegar um 80% allra íslenskra kvenna vinna utan heimilis. En framför er sýnileg á öðrum vettvangi á þeim 70 árum sem liðin eru frá því konur fengu kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis. Aldrei hafa jafn- margar konur setið á þingi og í vetur. Par sitja níu konur sem kjörnir fulltrúar og í vetur hafa um tutt- ugu konur alls verið á launaskrá þingmanna sem varamenn eða kjörnar. Mikils hlýtur að mega vænta afsetu kvenna á þingi efþeim heldur áfram að fjölga þar næstu ár eins og verið hefur síðustu ár. í þessu 35. tölublaði 19. júní höfum við viljað vekja athygli fólks á ískyggilegum staðreyndum sem snerta konur sérstaklega. Er þar átt við of- neyslu lyfja, vaxandi áfengisneyslu kvenna, skað- semi reykinga fyrir konur og að lokum alvarleg áhrif getnaðarvarna á heilsu kvenna. Ljóst er að konur leita frekar til læknis en karlar, þœr liggja oftar á sjúkrahúsi en karlar og neyta tvisvar til þrisvar sinnum meira magns af róandi deyfilyfjum en karlar. Lítið hefur verið um þessi mál rætt hér á landi. Vonandi á það eftir að breytast, og þá um leið fundnar orsakir þessarar miklu lyfjaneyslu, og reynt að koma í veg fyrir alla ofneyslu. I grein um konur og áfengi kemur fram að svo- nefnd félagsleg drykkja er nú engu minni hjá konum en körlum og neysla kannabisefna er hlut- fallslega jafnmikil meðal kvenna og karla á aldr- inum milli tvítugs og þrítugs í þeim hópum sem komið hafa til meðferðar vegna áfengisneyslu. Einnig bendir margt til þess að ungar stúlkur séu jafnvel harðari afsér en piltar við að nálgast marg- vísleg vímuefni til neyslu. Ef enn er haldið áfram að horfa á dökku hlið- arnar er rétt að benda á að lungnakrabbamein meðal kvenna eykst óhugnanlega eins og fram kemur í grein um konur og reykingar. 85% lungnakrabbameins er talið stafa af sígarettureyk- ingum sem hafa aukist meðal kvenna og halda áfram að aukast þótt þær séu í rénun meðal karla. Loks er rétt að benda á að það er hvergi nœrri hættulaust að nota algengustu getnaðarvarnirnar í dag. í grein um getnaðarvarnir er spurt: Eru getn- aðarvarnir einkamál kvenna? Eru karlmenn ef til vill reiðubúnir að leggja á sig allar þær heilsufars- legu aukavarkanir sem takmörkun barneigna hefur í för með sér? Afþessum má sjá, að konur þurfa að taka heilsu- farsleg málefni sín til alvarlegrar athugunar, áður en lengra er haldið. Konur, verið þess minnugar að það er ykkar eigin líkami sem um er að tefla. Hans gætir enginn nemaþið sjálfar. „Ég vildistjórna mínum eigin lík- ama. Petta var spurning um stolt. Mér fannst niðurlægjandi og fáránlegt að vera stjórnað af sígarettunni, “ sagði kona sem tekist hafði að hætta að reykja. Pessi orð geta eins átt við um áfengi eða ofneyslu lyfja. Fríða Björnsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.