19. júní


19. júní - 19.06.1985, Page 11

19. júní - 19.06.1985, Page 11
Sigríftur Snævarr á ráöherrafundi Evrópuráösins sem fulltrúi Ólafs Jóhannessonar þáv. utanríkisráðherra árið 1982. Grískur ráöherra situr henni til hægri handar og írski fastafulltrúinn til vinstri. A ráðstefnu í indverskum sarí Við bandaríska háskólann ríktu að því leyti önnur viðhorf að þar var nárnið einnig hagnýtt. Til dæmis vorum við stúdentarnir látin þjálfa okkur í að sitja ráðstefnur með því að haldnar voru „al- þjóða ráðstefnur“. Mér er það minnis- stætt, vegna þess að ég var „sendinefnd Indlands“ og mætti auðvitað með langa stefnuræðu, íklædd „sari“ sent indversk skólasystkin mín lánuðu mér og vöfðu mig eftir kúnstarinnar reglum.“ Ekki hœgt að fá sveinspróf fyrir diplómata____________________ - En þá komum við að starfinu. Varstu alltaf ákveðin í að reyna fyrir þér í utan- ríkisþjónustunni að námi loknu? „Hvað varðar utanríkisþjónustuna er það auðvitað ekki einhliða val, menn fara ekki í nám og fá svo sveinspróf sem diplómatar! Þrfð gildir auðvitað að sækja um og umsækjandinn er metinn á grundvelli nárris og fyrri starfa og fleiri þátta. Það gildir alls staðar í heiminum og hefur áhrif á kennslu í alþjóða sam- skiptum. Þetta er ólíkt því sem þekkist til dæmis í læknadeild, þar vita kenn- arar að þeir eru að mennta menn til að verða læknar, nái þeir prófi. í stjórnvís- indanámi er fagleg umfjöllun aðalat- riðið, en jafnframt er nemendum með þjálfun beint inn í stjórnunarstörf. í utanríkisþjónustu íslands eru rúm- lega fjörutíu inismunandi embætti sem menn gegna í tólf þjóðlöndum, og hver og einn er í tilteknu starfi um afrnark- aðan tíma. Þanniger það, að menn með áratuga reynslu í utanríkisþjónustunni geta þurft að afsaka sig fyrir að vera nýliðar í tilteknu starfi. Enn fremur gerir þessi fjölbreytni að verkum að ekki er hægt að benda á neitt eitt nám sent öðrunt fremur þjálfar menn til að verða diplómatar. Lögfræðin var lengst af allsráðandi og það nám hefur góða kosti og sömuleiðis viðskipta- eða hag- fræðinám. Frá Moskvu til Strasbourg Miðað við minn fyrsta starfsvettvang í utanríkisþjónustunni sem var í sendi- ráðinu í Moskvu, hefði besta þjálfunin verið háskólapróf í rússnesku og rúss- neskum bókmenntum. í starfi rnínu við Evrópuráðið í Strasbourg reyndi mikið á mitt nám til skilnings á ýmsum málum er upp komu. í því starfi sem ég hef nú með höndum sem forstöðumaður blaða-, upplýsinga- og menntadeildar utanríkisráðuneytisins reynir á þekk- ingu á íslenskri ntenningu og tengsl við fjölmiðla, og þannig mætti lengi telja og mest læra menn auðvitað í starfi. í mínu starfi hef ég sjálf til dæmis haft mesta gleði af mörgunt þeim verkefnum sem hafa verið fjærst tninni eigin sérgrein." Að verða heilsteypt mann- eskja og setja markið hátt - Þetta hljómar allt eins og þú hafir verið búin að leggja línurnar fyrir nám 11

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.