19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 15

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 15
þessum málum veröur aldrei nógsam- lega brýnt fyrir foreldrum að reyna aö leggja til hliðar persónulegar deilur og hugsa aðeins um það, hvað börnunum sé fyrir bestu. Því miður vill það oft bera við, að foreldrar séu að ná sér niðri hvort á öðru, en þeir gæta þess ekki, að það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir börnin. Sp . Nú heyrir maður oft, að umgengnis- réttur valdi deilum milli foreldra. Er ntikið um það? Sv. í barnalögunum er kveðið á um það, að það sé réttur barnsins að fá að umgangast báða foreldra sína. Fyrir gildistöku barnaiaga þá var það aðeins foreldri skilgetins barns, sem ekki hafði forsjá barns síns, sem hafði umgengnis- rétt við barnið. Nú geta allir foreldrar, sem ekki hafa forsjá barna sinna, farið fram á umgengnisrétt við börn sín, en dómsmálaráðuneytið úrskurðar um réttinn, ef ekki næst samkomulag. Það hefur ekki orðið eins mikið um það, að feður óskilgetinna barna óskuðu eftir umgengnisrétti, eins og búist hafði verið við. Árlega hafa verið kveðnir upp 20-30 úrskurðir um umgengnisrétt eftir að lögin tóku gildi. Ráðuneytið getur neitað um umgengnisrétt, ef það telur að hann sé ekki heppilegur fyrir barnið. Hagsmunir barnsins Sp. Eru hagsmunir barnsins nægilega tryggðir, þegar verið er að deila um forsjána? Sv. Þegar foreldrar deila um forsjá, hafa þeir yfirleitt lögfræðinga, sem í flestum tilfellum tala máli síns skjól- stæðings, án þess að hafa hagsmuni barnsins sérstaklega í huga. Það er því umhugsunarefni, hvort barnið ætti ekki sjálft að hafa sérstakan talsmann í þessum málum. Jafnframt er það álitamál, hvort ekki ætti að taka þessi úrskurðarmál úr höndum dómsmála- ráðuneytis og láta þau í hendur dóm- stóla. Það sama á við um úrskurði barnaverndarnefnda í meiriháttar barnaverndarmálum. Það er ljóst, að ckki er eins tryggilega búið að réttar- öryggi einstaklingsins hjá stjórnvöldum og hjá dómstólum. Það yrði þó auð- vitað að búa þannig um, að þessi mál fái skjóta meðferð. ^p. Er alveg búið að afnema allan mun á skilgetnum börnum og óskilgetnum? Guðrún Erlendsdóttir lögfræðingur. (Ljósmynd Jens Alexandersson). Sv. Það er nánast enginn munur á réttarstöðu skilgetinna og óskilgetinna barna nema hvað varðar ákvörðun á faðerni þeirra. Faðerni skilgetinna barna er ákveðið frá upphafi, en lögum samkvæmt er það eiginmaður móður við getnað eða fæðingu barnsins. Það þarf því ekki að gera neitt sérstakt til að feðra börn þeirra mæðra sem eru í hjónabandi við getnað eða fæðingu barnsins, en eiginmaðurinn getur farið í véfengingarmál til að hnekkja faðern- inu. Ef móðirin er í sambúð með manni, sem hún lýsir föður barns, við fæðingu barnsins eða tekur upp sambúð við síðar, þá er þessi sambúð talin fela í sér faðernisviðurkenningu. Santbúðin vcrður að vera sönnuð, annaðhvort með tilkynningu til þjóðskrár eða öðrum ótvíræðum gögnum. Það er því ekki lengur mikill munur á feðrun skil- getinna barna og barna sambúðarfólks. Þegar móðirin er hvorki gift né í sambúð, þá þarf hún að gera reka að því að feðra barnið, og það gerir hún annaðhvort með því að fá faðernisvið- urkenningu frá föðurnum (sem gefin er annaðhvort fyrir presti eða valdsmanni eða skriflega og vottfest) eða höfða barnsfaðernismál, þar sem viðkontandi maður er annaðhvort dæmdur faðir eða sýknaður, en barnalögin afnámu þann kost að dæma mann eingöngu meðlags- skyldan með barni og aðildareiður er nú afnuminn. Þegar búið er að feðra óskilgetin börn, þá er réttarstaða þeirra nánast sú sama og skilgetinna barna, m.a. hafa þau sama erfðarétt og skilgetin börn eftir feður sína. Texti: Asta Benedikts- dóttir 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.