19. júní


19. júní - 19.06.1985, Page 22

19. júní - 19.06.1985, Page 22
Konur og ofneysla lyfja Hvers vegna neyta konur meira af róandi lyfjum en karlar??? Konur leita frekar til lækna en karlar, konur liggja oftar á sjúkra- húsum en karlar, konur neyta um þad bil tvisvar til þrisvar sinnum meira af róandi deyfilyfjum en karlar S msum kann að þykja þessar staðhæfingar ótrúlegar en samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið bæði hér á landi og erlendis eru þetta óvéfengjanlegar staðreyndir. Hitt er ef til vill öllu undar- legra hversu lítill gaumur málum þessum hefur verið gefinn hér á landi að minnsta kosti ef marka má opinbera umræðu um þessi atriði. Síðastliðið haust var haldin í Kaup- mannahöfn ráðstefna á vegum Dansk Kvindesamfund með styrk frá UNESCO/UNFDAC og Undervisn- ingsministeriets tipsmidler sem bar heitið „Norræn ráðstefna um konur og misnotkun". Kvenréttindafélagi íslands var boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna en sá sér ekki fært að þiggja boðið eitt sér en hafði samband við SÁÁ sem fór þess á leit við Kristínu Waage fjölskylduráðgjafa hjá Reykja- víkurborg að hún sækti ráðstefnuna fyrir íslands hönd. Fór Kristín því á ráðstefnuna sem fulltrúi og með styrki frá KRFÍ og SÁÁ. Kristín starfar nú hjá SÁÁ og hitti blaðamaður 19. júní hana að máli og ræddi um nokkur atriði sem fram komu á ráðstefnunni - eink- um hvað snertir lyfjaneyslu kvenna. Konur virðast oft fá lyfjameð- ferð við aðstæðum og vanda- málum sem unnt væri að leysa á annan hátt - Hvert var markrnið með ráðstefn- unni? „Markmiðið var fyrst og fremst að gera sér grein fyrir þeim kynjamun sem er á neyslu lyfja, áfengis og fíkniefna og þeim mikla afstöðumun sem virðist vera hjá kynjunum varðandi þessi mál. Hvað lyfin snertir kom fram sú athygl- isverða staðreynd að konur neyta um það bil tvisvar til þrisvar sinnum meira magns af róandi deyfilyfjum en karlar og virðast oft fá lyfjameðferð vegna aðstæðna og vandamála sem ef til vill væri unnt að leysa á annan hátt.“ - Hafa farið fram rannsóknir sem sýna fram á þennan mikla mun? „Já, menn hafa lengi vitað að konur neyta mun meira af róandi deyfilyfjum en karlar og rannsóknir hafa farið fram sem sýna fram á þennan mun á neyslu kynjanna." - Er einkum átt við róandi lyf í þessu sambandi? „Hér er einkum verið að tala um róandi deyfilyf og svefnlyf. Það kom líka fram á ráðstefnunni að greina má 22

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.