19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 23

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 23
Konur og ofneysla lyfja töluverðan mun á neyslu umræddra lyfja hjá ólíkum aldurshópum. Gerð hefur verið könnun á Norðurlöndunum meðal 1000 einstaklinga þar sem könnuð var dagleg neysla þeirra á róandi lyfjum í einn mánuð eða lengur. J þessari könnun kom fram að konur neyta mun meira af taugalyfjum en karlar og neysla slíkra lyfja er hæst hjá konum um fertugt en hjá körlum er lyfjaneyslan hæst um fimmtugt." Aldur karlar konur 15-24 ára 1.9% 6.2% 25-34 ára 3.1% 5.7% 35-44 ára 4.3% 20.0% 45-54 ára 15.5% 11.1% - Þekkirðu einhverjar slíkar kannanir sem gerðar hafa verið hér á landi? „Ekki nógu vel en þó hefur verið gerð könnun sem ég veit um meðal fyrstu 400 sjúklinganna sem komu inn á meðferðarstofnanir SÁÁ árið 1984. Þar kom fram að um 7.9% karlanna neyttu lyfja auk áfengis en um 20.9% kvennanna. í þeirri könnun kom líka fram að aldursskiptingin er svipuð og sjá má í töflunni hér að framan. Það hefur líka komið fram í könnun hér á landi að karlmenn neyta frekar áfengis en konur en þær virðast þá frekar snúa sér að lyfjunum. Það kont líka fram á ráðstefnunni að töluverður munur er á lyfjaneyslu almennt á Norðurlönd- unum og virðast Danir neyta lyfja í rík- ustum mæli. Notuð er mælieining sem kallast DDD (definerade dygndoser) seni táknar lyfjaneyslu einstaklings á sólarhring. Neysla Dananna var sam- kvæmt því sem þarna kom fram 133 !4DD en Finnar voru lægstir með 67 DDD. Norðmenn eru með 83 DDD, Svíar með 85 DDD og við erum með 75 DDD á hvern íbúa. Þessar tölur eru frá urinu 1983 og þarna er verið að tala um lyfjaneyslu almennt en ekki neyslu einstakra lyfja.“ ~ Hvað heldur þú að valdi því aðallega konur neyta lyfja í svo miklu meira 'uagni en karlar? „Samkvæmt því sem fram kom á ráð- stefnunni virðist mega nefna nokkrar megin ástæður. í fyrsta lagi er oft gert of lítið úr ýmsum sér vandamálum kvenna °g svo hins vegar oft of mikið. Oft er eðlilegt líkamsástand kvenna nteð- * 30 Tabletter/Tabletlia Halcion" FHKofom. þarf enginn höndlað sem sjúklegt og róandi lyf gefin við því sem getur talist eðlilegar kringumstæður. í þessu sambandi má benda á að konur fá oft mikið af lyfjum þegar þær eru á breytingaaldri. Það kom fram á ráðstefnunni að í þróunar- löndunum þar sem blæðingar eru taldar óhreinar og tíðalok því visst frelsi ber minna á ýmsum sjúkdómseinkennum hjá konum á breytingaaldri en hjá konum á Vesturlöndum þar sem elli og ófrjósemi er ekki æskileg. Þannig að félagsmótun kvenna hefur greinilega sitt að segja. Það má líka benda á að konur eru því vanar að vera meðhöndlaðar með lyfjum við ýmsum kringumstæðum og þær leita oftar til læknis en karlar. Millj- ónir kvenna urn allan heim taka til dæmis einhver hormónalyf og svo getn- aðarvarnarpilluna. Á ráðstefnunni var mikil áhersla lögð á það að konur virð- ast yfirleitt leita lausna á vandamálum sínum og leita sér aðstoðar ef eitthvað bjátar á. Kannski er þar kontin ein skýr- ing á því að þær leita frekar til lækna en karlar. Konur virðast eiga auðveldara með að ræða málin og gangast við því að eitthvað sé að. Karlmenn aftur á móti streitast lengur gegn því að gera eitthvað í málunum og virðast hafa meiri tilhneigingu til þess að bæla niður og afneita vandamálunum. Annað atriði hefur líka vafalaust áhrif en það er að lífið úti á við er meira við hæfi karla en kvenna. Konur eru meira einar heima við - oft einmana, óöruggar og jafnvel hræddar. Ef til vill hallast þær að lyfjum í slíkum kringum- stæöuni en karlarnir aftur á móti að áfenginu. Það er heldurekki ólíklegt að peningahliðin hafi þarna sitt að segja en það er mun ódýrara að neyta lyfja en áfengis því að yfirleitt eru lyfin niður- greidd af hinu opinbera og þeirra er yfirleitt neytt samkvæmt læknisráði. Án efa hefur áhrif í þessu sambandi tímaskortur og aðstöðuleysi lækna. Svo má líka benda á að viðhorf þjóð- félagsins eru allt önnur gagnvart drukk- inni konu en þegar karlmaður á í hlut og drukkin kona er dæmd harðar en kona sem neytir lyfja samkvæmt læknisráði.“ 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.