19. júní - 19.06.1985, Page 27
Konur og getnaðarvamir
Renni aðeins úr öðru brjóstinu eða
hætti mjólkurrennslið ekki á fyrsta til
öðrum mánuði er ráðlegt að tala við
lækni.“
Sykursjúkum konum er ráðlagt að
nota ekki pilluna og svar við spurningu
um hvort sykursjúk kona megi taka pill-
una hljóðar svo:
„Henni ber að hafa samráð við þann
lækni sem hefur eftirlit með sjúk-
dómnum áður en hún fær getnaðar-
varnarpillu. Pillan hefur oft áhrif á
efnabreytingar líkamans. Ekki er gott
uð segja fyrir um hvaða áhrif hún getur
haft á sjúkdóminn né heldur hverjum
hreytingum sykursýkin getur tekið með
timanum. Þess vegna er talið fremur
óráðlegt að nota pilluna í þessu tilfelli.
Konur, sem hafa tilhneigingu til þess að
fá sykursýki, eru í aukinni hættu að fá
sjúkdóminn ef þær taka pilluna til
lengdar. Læknar eru því fremur tregir
tú að gefa þeim pilluna en hún skal ætíð
tekin undir ströngu eftirliti Iæknis.“
Og konum sem fengið hafa blóð-
taPpa, hjartasjúkdóma, háan blóð-
þrýsting, nýrna- eða lifrarsjúkdóma,
Þjást af offitu eða æðahnútum er ráð-
'agt að taka ekki pilluna. Einnig kemur
fram að í ýmsum tilvikum mæla læknis-
fræðileg rök gegn pillunotkun.
»Læknirinn getur t.d. fundið við
skoðun hækkaðan blóðþrýsting eða
hyrjunareinkenni blóðtappa. Honum
er þá að ráðleggja annars konar getn-
aðarvarnir. Sumar konur hætta við pill-
una af eigin frumkvæði vegna vanlíðun-
ar, þær verða t.d. órólegri eða þung-
lyndari en ella... Aðrar vægar auka-
verkanir eru ógleði, þrýstingstilfinning
| Triquilar
i ?!
Neogynon
Mlcrogyn
3x21 tabfetler
tevonorgestrelu m 0,15 mg
Ethinyfostradlolum 30 mikrog
SCHCWiNO*a 8tHU*i»t«G*AMS*í
Nokkrar tegundir getnaðarvarnarpilla. (Ljósmynd Anna Fjóla Gísladóttir).
í brjóstum, þyngdarbreytingar og
höfuðverkur. Lokaorð fræðsluritsins
hljóða svo: „Notkun pillunnar er ekki
með öllu áhættulaus og getur m.a.
valdið blóðtappa og hækkun á blóð-
þrýstingi. Áhættuna verður að vega og
meta í hverju tilviki. Pað verður þó að
hafa í huga að meðganga og fæðing
hefur tiltölulega meiri hættu í för með
sér en taka pillunnar."
Meiri blœðingar
Spurningar og svör um lykkjuna
heitir annað fræðslurit sem gefið hefur
verið út á vegum Landlæknisembættis-
ins. í svari við spurningu um aukaverk-
anir lykkjunnar stendur m.a.: „Aleng-
asta aukaverkunin er meiri og lengri
tíðablæðingar en áður og jafnvel auka-
blæðingar. Tíðir geta einnig verið sárs-
aukafyllri en áður. Fyrstu dagana áður
en lykkja hefur verið sett í leg fá konur
oft blæðingu og þær geta fundið til sárs-
auka, sérstaklega þær sem hafa aldrei
verið barnshafandi. Alvarlegasta auka-
verkunin er bólga í eggjaleiðurunum en
konur fá þá kviðverki og hita og verða
að leita læknis. Talið er að 20 af
hverjum 100 konum, sem fá slíka
bólgu, verði ófrjóar. Slíkar sýkingar
eru fátíðar og koma aðallega fyrir hjá
konum sem hafa haft eggjaleiðara-
bólgur áður. Þessar bólgur koma
stundum strax eftir ísetningu lykkj-
unnar en oftast seinna.
Áföll fylgjandi ófrjósemis-
aðgerðum
Þá eru ónefndar ófrjósemisaðgerðir
en þeim hefur fjölgað mjög hér á landi
á sl. áratug. í Læknablaðinu er sagt
frá könnun sem gerð var á árangri þess-
ara aðgerða, hve oft þær hafa brugðist,
algengi áfalla og fylgikvilla. Könnun
þessi fór fram í lok árs 1982 og náði yfir
fjögur og hálft ár, frá 1. júní 1975 til árs-
loka 1979. Tvær meginaðferðir voru
notaðar við ófrjósemisaðgerðir á þessu
27