19. júní


19. júní - 19.06.1985, Side 29

19. júní - 19.06.1985, Side 29
Konur og reykingar tímabili. Annars vegar miðhlutun á eggjaleiðurum um lítinn holskurð, hins vegar hefur verið brennt fyrir og í sumum tilfellum einnig klippt á túburnar gegnum kviðarholssjá. Á umræddu tímabili voru gerðar 1.048 ófrjósemisaðgerðir á deildinni. „Reynt var að meta fjölda og umfang áfalla fyrir og eftir aðgerð. Ljóst er að væg áföll eru oft vantalin í sjúkraskrám, enda ekki vel skilgreind. Pað eru og hin stærri áföll sem máli skipta. Alls voru 44 konur taldar verða fyrir einhverjum úföllum eða 4.2%. Fáeinar urðu fyrir fleiri en einu vægu áfalli. Fjögur voru alvarleg, 2 innvortis blæðingar eftir kviðarholsspeglun þörfnuðust upp- skurðar. Önnur uppgötvaðist strax, en hin nokkrum klukkustundum eftir Lykkju komið fyrir í legi aðgerð. Ein kona fékk lungnarek eftir holskurð og önnur rifu á görn við sPeglun.“ Kviðspeglun tókst ekki hjá 16 konum og því gerður holskurður, 12 konur fengu blæðingu í kviðvegg og 11 sýkingu í skurðsár. Af þessari upptalningu má sjá að það er hvergi nærri hættulaust að nota þær getnaðarvarnir sem eru hvað algeng- astar f dag. En eru getnaðarvarnir einkamál kvenna? Eru karlmenn ef til V>11 reiðubúnir að leggja á sig allar þær heilsufarslegu aukaverkanir sem tak- mörkun barneigna hefur í för með sér? Reykingar kvennamálefni? S júkdómsfaraldrar vekja oftast athygli. Nýlegt dæmi er AIDS, áunnin ónæmisbæklun. Sumir faraldrar þótt stærri séu vekja % % minni athygli. Má þar nefna lungnakrabbamein meðal kvenna, sem eykst óhugnanlega. Að minnsta kosti 85% af lungnakrabbameini er talið stafa af sígarettureykingum. Reykingar kvenna hafa aukist stöðugt síðustu áratugina og halda áfram að aukast þó að reykingar meðal karla séu í rénun. Er nú svo komið að dauði úr lungnakrabbameini fer að verða algengasti krabbadauði kvenna í Bandaríkjunum, algengari en dauði af völdum brjóstakrabbameins, og hefur tvöfaldast á síðustu tólf árum. Reykingar valda einnig ýmsum öðrum sjúkdómum en krabba, svo sem Iungnaþembu, astma, hjarta- og æðasjúkdómum, veiklun í börnum reyk- ingafólks og fleiru. Þessar köldu staðreyndir þurfa að ná eyrum kvenna,“ segir Stefán Þórarinsson læknir á Egilsstöðum, sem þýddi eftirfarandi rit- dóm fyrir 19. júní. The Ladykillers (kvennamorð- inginn): Hvers vegna eru reyk- ingar kvennamálefni: Bobbie Jacobsson heitir kona, sem er framarlega í hinni al- þjóðlegu kvennahreyfingu. Hún er ein af fáum í þeim hópi, sem hefur vakið athygli á hætt- unni, sem konum sérstaklega stafar af reykingum. Bobbie Jacobsson hefur skrifað bók, sem hún kallar: THE LADY- KILLERS WHY SMOK- ING IS FEMINISTISSUE. þær hjálpuðu mér að bæla niður þessar tilfinningar. Þær voru einu ytri merkin um tilfinningar mínar, sem ég gat látið í ljós,“ segir 37 ára ritari, sem tókst að hætta að reykja. Kvennamálefni? - Eru reykingar í rauninni „kvenna- málefni“? Þær eru augljóslega kvennamálefni í því ljósi, að konurnar eru hinir nýju reykingamenn og sjúkdómar, sem stafa af reykingum, höggva stærri skörð í raðir kvenna en hinir hefðbundnu kvennasjúkdómar, t.d. krabbi í brjóstum og kynfærum. „Reykingar slæva tilfinningarnar þannig, að ég velti því ekki eins fyrir mér hversu erfitt ég á,“ segir 64 ára kona, sem reykir 20 sígarettur á dag. „Ég vil ekki öskra og rífast við fjöl- skylduna, svo ég reyki heldur,“ segir húsmóðir. „Ég hef alltaf átt erfitt með að tjá reiði mína og óróa. Sígaretturnar voru þýðingarmiklar fyrir mig vegna þess, að 29

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.