19. júní


19. júní - 19.06.1985, Page 31

19. júní - 19.06.1985, Page 31
Konur og reykingar Glæsikvendi á auglýsingu í kvennabladinu MS, sem einmitt er nefnt í greininni. í blaðinu þar sem þessi auglýsing birtist var ekki önnur sígarettuauglýsing með konu, en hins vegar einar tólf heilsíðuauglýsingar sem augiýstu áfengi, flestar sýndu konur og áfengi. Greinilega töldu auglýsendur blaðið góðan vettvang fyrir auglýsingar sínar. taka af alvöru upp óholla lífshætti og aðrar hættur í nútíma samfélagi. Petta a ekki síst við um kvennahreyfinguna, sem hefur beint athygli sinni að öllum hugsanlegum heilsufarsáhættum, sem steðja að konum, en hafa sýnt reyk- *ngum fullkomið kæruleysi. Pau svör, sem Bobbie Jacobsson fékk frá ólíkum kvennahreyfingum um þetta efrni, töluðu sínu máli. Eitt dæmi er svar frá hópi, sem sérhæfði sig í heilbrigðismál- um: „Þrátt fyrir það, að flestar í hópnum reyktu, þá urðum við varar við unkla tregðu að eyða heilum fundi í að ræða reykingar. Felstar í hópnum töldu önnur málefni brýnni.“ Miðaldra meðaljónar_______________ Bobbie er einnig þungorð um þær nðferðir, sem hingað til hefur verið hoðið uppá, til þess að fá fólk til þess að hætta að reykja. Hún vitnar í erindreka frá WHO (Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin), sem segir, að baráttan gegn reykingum hafi hingað til verið rekin af miðaldra mönnum úr millistéttum og mikið rétt, það eru einmitt þessir með- nljónar, sem helst hafa hætt að reykja. Vi'ji maður ná til annarra hópa - hvenna, verkamanna, þjóðernislegra minnihlutahópa o.s.frv., þá verður sennilega að breyta um aðferðir. Algengustu viðbrögðin við reyk- lngum kvenna eru að láta sem ekkert Se- Á því herrans ári 1979 svaraði for- mælandi bresku stjórnarinnar fyrir- sPurn í þinginu um áróðursherferðir 8egn reykingum kvenna, að samkvæmt sinu mati gætu herferðirnar gert illt verra. Konur gætu nefnilega, þegar þær hefðu ekki lengur reykingarnar til að hugga sig við, tekið upp aðra og verri jesti (hverjir þessir lestir væru nefndi hann þó ekki). Aróður gegn reykingum kvenna hefur fyrst og fremst beinst að konum, sem bera barn undir belti. Reynt er að hafa áhrif á konurnar með því að skapa sektarkennd hjá þeim. Konan á ekki að njetta að reykja sín vegna heldur vegna fostursins (eða vegna manns og barna). lonninn, sem að baki liggur, er sá, að konan gerir aldrei neitt fyrir sjálfa sig heldur fyrir aðra. Auðlesin og lærdómsrík Bókin „The Ladykillers" er auðlesin og lærdómsrík. í henni er mikið af við- tölum, sem gefa textanum líf og lit, en skapa jafnframt dýpri skilning á því, hvers vegna konur reykja. Fræðin í bókinni eru þó ekki öll rétt og sönn. T.d. virðist Bobbie Jacobsson trúa því, að sígarettur ineð filter séu hættuminni en hinar og hún veltir sér upp úr mis- mun á tjörumagni í mismunandi sfgar- ettum. Nýlegar rannsóknir benda til þess, að það séu allt önnur efni en tjaran, sem eru mestu skaðvaldarnir og að reykurinn sé dreginn lengra niður í lungun úr svökölluðum „léttum“ sígar- ettum. Ég álít það rangt að ala á þeirri þjóðtrú, að til séu „hollar" sígarettur. Sem þjáður ekki-reykingamaður saknaði ég þess, að hún ýjaði ekki einu sinni að því hvílík plága reykingamenn eru fyrir umhverfi sitt. En ef til vill er þetta í samræmi við sannfæringu hennar að sá sem hættir að reykja gerir það fyrir sjálfan sig en ekki aðra. I lokin skulum við vitna til orða konu nokkurrar úr bókinni, sem í raun hafði tekist að hætta að reykja og komst vel að orði: „Fyrir mig var það þýðingar- mesta ástæðan til þess að hætta að reykja, að ég vildi stjórna mínum eigin líkama. Þetta var spurning um stolt. Mér fannst það niðurlægjandi og fárán- legt að vera stjórnað af sígarettum.“ Bókarumsgön eftir Inga-Lisa Sangregorio úr Nytt frán N.T.S. Nr. 1-2 1983 Stefán Þórarinsson læknir á Egilstöðum þýddi. 31

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.