19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 33

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 33
Konur og ofneysla áfengis Arangur meðferðar betri hjá konum en körlum - Rætt við Þórarin Tyrfingsson yfirlækni á Vogi Alkóhólismi er orðið viður- kennt hugtak yfir þann sjúkdóm sem lengi hefur verið kallaður drykkjusýki en nær þó yfir fleiri vímugjafa en áfengi eitt. Alkóhólismi fer ekki í manngreinarálit frekar en aðrir sjúkdómar. Hann getur náð að þróast með ungum og öldnum, konum og körlum úr öllum stéttum Þjóðfélagsins. En sú spruning hefur vaknað hvort munur sé á alkóhólisma hjá hinum ýrnsu neytendum. Er til dæntis ntunur a drykkjusýki karla og kvenna? Eru etnhverjar sérorsakir sem leiða konur hl ofdrykkju? Leita konur síður til meðferðar vegna þessa sjúkdóms? Er munur á meðferð karla og kvenna á meðferðarstofnunum? Og er mismunur a árangri í baráttu við þennan sjúkdóm að einhverju leyti kynbundinn? Með þessar spurningar og fleiri í Pokahorninu leituðum við á fund Þór- anns Tryfingssonar, yfirlæknis á Sjúkrastöð SÁÁ á Vogi fyrir skömrnu. Líkamlegar forsendur aðrar „Það er að vissu marki hægt að tala um ákveðinn mun á alkóhólisma karla °g kvenna. Fyrst verður þó að ítreka að alkóhólismi er margþátta sjúkdómur. í grofum dráttum er liann greindum í brennt: líkamlega, andlega og félags- *ega þætti. Þessir þættir geta síðan hver um sig verið margþættir og flóknir og er Það einstaklingsbundið hvernig þró- unin verður á hverjum þeirra. Ef við lítum fyrst á líkamlega þáttinn sem getur ráðið miklu í þróun sjúk- dómsins, þá er ljóst að konur hafa minna líkamlegt þol til drykkju. Þær drekka örðu vísi vegna þessa, þ.e. oftar og skentur, en taka síður drykkjutúra eins og margir karlmenn gera. Konur blanda einnig meira lyfjum inn í neysl- una en karlar, sem leiðir af sér að lík- amlegu ástandi þeirra hrakar hraðar fyrir vikið. Því er það að konur þurfa oft lengri meðhöndlun á afvötnunar- stöð því fráhvarf vegna lyfja varir yfir- leitt lengur en þegar eingöngu er unt áfengisneyslu að ræða. Lítið félagslegt umburðar- lyndi Hvað andlega þáttinn snertir er hann algjörlega einstaklingsbundinn en engin skil þar á milli kynja. Konur eiga ekkert frekar við geðræn vandamál að stríða en karlar. Það er hins vegar ljóst að félagslegt umburðarlyndi er minna gangvart ofdrykkju kvenna, sérstaklega ef þær eru ntjög ungar. Við sjáunt þetta oft greinilega á þeim stúlkum sem koma hingað inn. Það er tiltölulega stór hópur sem kemur í kringum 15-16 ára aldurinn, en mjög sjaldgæft að stúlkur komi inn til meðferðar á aldrinum 16 ára til 20. Eftir það fjölgar jafnt og þétt. Ég held að á þessu sjáist að þegar stúlkur ná ögn meiri fótfestu t.d. í námi, starfi eða sambúð sem oft gerist á árunum fyrir tvítugt, hverfa oft ýmis vandamál eins og t.d. ofdrykkja. Oft fær maður þá tilfinningu að sumar þær stúlkur sem koma hingað inn mjög ungar, þyrftu aðeins örlítið meiri félagslegan stuðning í sínu nánasta umhverfi til að ná sér á strik að nýju. Það getur orkað tvímælis að úrskurða 15 ára ungling sem alkóhólista, jafnvel þó hann beri mjörg einkenni um að hafa tilhneigingu í þá átt.“ Innbyrðis feluleikur kvenna - Reyna konur meira að fela drykkju- vandamál en karlar? „Að einhverju marki er það sjálfsagt rétt en þó er vafasamt að bendla slíkt við kynferði. Mér finnst meira áberandi þessi innbyrðis feluleikur kvenna. Þær virðast skammast sín meira sín á milli en gagnvart karlmönnum. Kannski hafa þær minna umburðarlyndi gagn- vart kynsysturm sínum?“ - En er sektarkennd kvenna meiri eða annars eðlis og réttlœta þœr drykkju sína með öðrum hætti? „Réttlætingar eru einkenni hjá öllum alkóhólistum og mótast fyrst og fremst af umhverfi einstaklingsins hverju sinni. Alkóhólistinn hefur alltaf tilefni 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.