19. júní - 19.06.1985, Síða 44
Guðrún Erla Geirs
„Allir i
draumar
miðast við
það að
vera fri
s
er fjögurra ára.
Fólkiö, sem bjó á
efri hæðinni er
flutt út og ég er á
vappi í tómri íbúðinni. Á veggjunum
blasa við mér förin eftir stóru málverkin
þeirra, sem nú eru farin. Ég þekkti
þessar myndir ekki, en tilvera þeirra
verður mér allt í einu svo raunveruleg
af því að þær eru farnar. Þetta er fyrsta
minningin mín um myndlist. - Löngu
seinna geri ég svo leikmynd við Ger-
trude Stein, Gertrude Stein, Gertrude
Stein og þá nota ég þessa minningu til
að vekja sömu hughrif hjá áhorfendum
og ég fann fyrir þá.“
-Varstu þá ákveðin í því frá barn-
æsku að leggja fyrir þig myndlist?
„Nei, alls ekki. Ég byrjaði meira að
segja í Versló en hætti þar fljótlega, fór
að vinna í búð, eignaðist barn...ég var
þó alltaf ákveðin í einu: því að verða
ekki húsmóðir. Ástæðan til þess að ég
hætti í skólanum var að ég vildi eignast
mína eigin íbúð og flytjast að heiman.“
-Vesen hcima?
„Nei, nei, alls ekki, foreldrar mínir
eru yndislegt fólk og sambandið var
gott. En ég held ég hafi alla tíð verið
haldin óskaplegri sjálfstæðisþörf, ég
vildi bara vera sjálfs míns herra.“
-Tókst það?
„Tja, 19 ára átti égson ogeigin íbúð.
Það var þá sem ég fór í Myndlista- og
handíðaskólann, tók fyrst teiknikenn-
arapróf og fór svo eitt ár í textíl.“
-Hvað varstu að hugsa? Um að verða
teiknikennari eða leistu á þetta sem
undirbúning undir eigin sköpun?
„Kennaraprófið var af hagsýnisástæð-
um. Ég gerði ntér grein fyrir því, að
skapandi listamenn geta átt erfitt fjár-
hagslega, ég vildi tryggja mér starfs-
Sú listakona, sem 19. júní kynnir hér fyrir lesendum sínum er Guðrún Erla
Geirsdóttir- Gerla. Hún hefur ekki hvað síst vakið athygli fyrir leikmyndir sínar,
en hún vann leikmynd þessara verka: Skjaldbakan kemst aldrei þangað
(Egg-leikhúsið), Hin bitru tár Petru von Kant (Alþýðuleikhúsið), Gertrude Stein,
Gertrude Stein, Gertrude Stein (Þjóðleikhúsið) og Klassapíur (Alþýðuleikhúsið).
Hlutur Gerlu í þessum sýningum hlaut mikið lof. Um það leyti, sem þetta er
skrifað, vann Gerla að undirbúningi Listahátíðar kvenna, sem fram fer í haust og
er eitt af því, sem gert verður í tilefni lokaárs kvennaáratugs Sameinuðu
þjóðanna.
44