19. júní - 19.06.1985, Page 46
klára sitt nám. En aö vera að þvælast
þetta ein erlendis, kona með barn, nei,
þá væri nú nær fyrir mig að fara að
kenna hér heima! Fólk virtist ekki hafa
gert sér grein fyrir því að ég var búin að
velja að helga mig listinni og það hvort
ég væri gift eða ekki, breytti þar engu
um. Þessi afstaða til utanlandsflakksins
breyttist eiginlega ekki fyrr en ég fékk
styrk frá hollenska ríkinu,sem það
veitir einum íslenskum listamanni á
ári...
Opinber viðurkenning á
ólíkri stöðu
Nú, ég var í skólanum í Holiandi í
fjögur ár, lauk prófi í monumental
textíl með leikmynda- og búningagerð
sem hliðargrein. Hluti af náminu var
eins konar starfskynning, - sumir völdu
sér þá að vera aðstoðarfólk hjá ein-
hverjum frægum listamanni t.d. En ég
var á þessum tíma komin með mikinn
áhuga á myndlist sem er háð tíma og
rúmi. Ég fékk því vinnu í galleríi sem
heitir de Appel og kynnti þessa tegund
myndlistar, umhverfisverk, gjörninga
og videolist. Þetta gallerí var rekið af
mjögsérstæðri konu, Wies Smalls. Hún
var ekki einungis að kynna þessa
myndlist, sem ekki á upp á pallborði
hjá venjulegum gallerí-eigendum með
gróðasjónarmiðið, heldur hafði hún
mikinn áhuga á að koma list eftir konur
á framfæri. Eitt af því sem ég vann með
henni, var sýning, sem hét „Óvenjuleg
notkun efnis og tækni“ sem var hluti af
átaki, sem var gert í Hollandi á þessum
tíma til að örva konur til dáða.
Þannig var, að gerð var könnun á
fjölda kvenna annars vegar sem útskrif-
ast úr myndlistarskólum og svo á fjöld-
anum, sem sýna á söfnum og galleríum
hins vegar. Þarna kom fram hróplegt
ósamræmi: konur voru fjölmennar í
listaskólum en miklu færri en þeir
karlar, sem sýndir voru. Til að örva
konur til dáða, var auglýst eftir þeim og
þær síðan beðnar að senda inn verk á
sýningar.“
-Er svona lagað dæmigert fyrir vinnu-
brögð Hollendinga í þessum efnum?
“í Hollandi er það viðurkennt opin-
berlega að staða karla og kvenna er ólík
og þar hefur verið reynt að taka mark-
visst á því.“
-Listahátíð kvenna, sem þú vinnur
að hér heima um þessar mundir, er hún
ekki af sama toga spunnin?
„Þessi hugmynd um að kynna list
íslenskra kvenna er lengi búin að vera
draumur og þegar kvennahúsinu barst
Gerla setti á svið leikritið Klassapíur,
sem sýnt var í Nýlistasafninu. Hér situr
hún með leikmyndina í baksýn.
Leikritið var frumsýnt í febrúar og sýn-
ingar stóðu fram í maí í vor.
bréf frá undirbúningsnefnd vegna loka-
árs kvennaáratugar Sameinuðu þjóð-
anna, fannst mér sjálfsagt að setja hana
fram. Þessi hátíð er staðfesting á ólíkri
stöðu kynjanna eins og auðvitað
kvennaáratugurinn er allur. Hátíðin
mun vonandi skipta máli bæði konurn-
ar, sem nú þegar eru að vinna að listum
og svo aðrar, sem ekki eru listakonur
sjálfar, sem munu sjá að allt þetta
höfum við gert og að það er óhætt að
taka mark á okkur...
A ð vera ekki alein í heiminum
í okkar stuttu myndlistarhefð - frá
aldamótum - voru konur með frá upp-
hafi og voru viðurkenndar og metnar ti!
jafns við kollega sína. Við verðum að
gæta þess, að þær gleymist ekki, að um
þær verði skrifaðar bækur og þær
hafðar með á sýningum. Það skiptir
máli fyrir listamenn að vera ekki í tóma-
rúmi, að finna til samkenndar með
fortíðinni, ekki aðeins í sköpuninni
heldur líka í vali á ævistarfi. Þetta
kemur líka því við hvernig litið er á
okkur konur, hvers er ætlast til af
manni. Og konum í listum hefur ein-
faldlega ekki verið haldið á lofti. Ég
stend mig að því sjálf að segja „þeir“
þegar ég tala um listasögu, ætti að segja
„þau“. Við megum ekki sitja uppi með
þá tilfinningu að karlarnir hafi gert
þetta allt.
Menntun er innprentun, það er
kennt að horfa á, meta hvað er gott.
Smekkur er áunninn, hann breytist eftir
menningarheildum. Það hvernig við
horfum á listir hefur verið mótað af
karlmönnum...kona, sem gerir sér
grein fyrir þessu, verður miklu óhrædd-
ari við sjálfa sig. Mér finnst að svona
listahátíð kvenna geti verið okkur
stuðningur í því.“
- Segðu mér hvernig hátíðin verður.
„Myndlist verður akkerið. Það verða
sýningar á Kjarvalsstöðum þar verða
verk núlifandi kvenna - og í flestum
galleríum borgarinnar. Á Gerðubergi
verður sýning á bókum og bókaskreyt-
ingum. í Norræna húsinu verða myndir
úr safni sænskrar konu, myndir sem
hún hefur safnað af í fyrsta lagi konum
séðum af körlum og í öðru lagi af
körlum séðum af körlum. Þessi kona
mun reyndar líka flytja fyrirlestur um
mismuninn. Nú, svo er í gangi músik-
46