19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 47

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 47
hópur og kvikmyndahópur og Þjóð- leikhúsið mun væntanlega flytja verk eftir konur... þetta er ekki allt frá- gengið enn.“ - Og hvenær gerist þetta svo allt saman? „Frá miðjum september út október.'1 Sögur handa hugarflugi áhorfandans - En þú sjáif, hvað hefurðu verið að gera síðan þú komst heim frá Hollandi? „Eitt af því fyrsta sem ég gerði var að skipuleggja sýningu í Nýlistasafninu, sem hét „Verk háð tíma og rúmi“ með kunningja mínum. Þar kom m.a. fram sýning hans Viðars Eggertssonar, sem hann fór svo með á Edinborgarhátíð- ina. Sjálf hef ég verið með sýningar, umhverfisverk - bæði kvenleg og róm- antísk, byggð á minningum. Sú saga, sem ég er að segja í verkunum, er ekki endilega sú sem áhorfandinn les úr þeim, því hann hefur upplifað allt annað en ég og hans hugarflug tekur því allt aðra stefnu. Umhverfisverk af þessu tagi - háð tíma og rúmi, eru ekki ósvipuð leiksýn- ingum. Með því hugarfari hef ég unnið að mínum leikmyndum, þ.e. þannig að ég sé að taka þátt í að búa til sýningu, ekki ramma utan um leikrit. Leiksýning er ekki aðeins það sem leikararnir segja - það er hægt að ítreka áhrifamátt sýningar jafnvel með því hvernig áhorfendunum er gert að sitja eins og ég gerði í Petru von Kant.í Gertude Stein reyndi ég að láta áhorf- andanum finnast hann vera kominn í heimsókn inn í stofu hjá þessari stór- merkilegu konu.“ - Erþað tilviljun, aðþrjú þeirraverka, sem þú heíur unnið að, fjalla um konur? „Kannski hef ég einmitt verið beðin um að vera með í þessum leiksýningum vegna þess að fólk veit hvað ég hef mik- inn áhuga á málefnum kvenna. En það er ekki þar með sagt að ég vilji vinna að öllum leikritum, sem fjalla um konur. Að sjálfsögðu vil ég skírskota til míns veikleika. Ég hef verið lánsöm í vinn- unni við þetta að hafa getað verið með. Ég hef verið heppin - hef fengið tæki- færi til að vinna með leikstjóranum frá upphafi, allt frá því að einhver nakinn texti kemur upp í hendurnar og þangað til sýningin er fullsköpuð." - Gerla, hvernig hefur þér gengið að vera sjálfs þíns herra eins og þú ætlaðir þér? „Ég hef aldrei verið upp á neinn komin, aldrei haft sameiginlegan fjár- hag með nokkrum, ekki einu sinni mönnunum mínum! Það væri mér óbærileg tilhugsun að einhver annar ynni fyrir mér. Raunar held ég að efna- hagslegt sjálfstæði sé undirstaða jafn- stöðu, að allir, konur og karlar, verði að hugsa um sig sem fjárhagslega sjálf- stæða einstaklinga. Annars hafa allir mínir draumar mið- ast við það að vera frjáls, og já, mér finnst ég vera það.“ - Þú talar eins og baráttumanneskja oft á tíðum. „Ég held ég sé það.“ - Fyrir hverju berstu? „Því að breyta því sem mín réttlætis- kennd segir mér að sé rangt. M.a. því hvernig litið er á konur og ekki síður, hvernig þær líta á sjálfar sig. Það fer mikið af mínum tíma í þá baráttu, ekki aðeins fyrir mig persónulega heldur fyrir heildina." v -'- \/ ' óxieðu^ innWoO' _,„,ík\\ogN'®te^ OTS3^' rgeta'osa' 82800 39 1 V'100 Siöumó'3^■ 13, S<m> 1 Post“"ssuæ (\þ\úss’ 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.