19. júní - 19.06.1985, Síða 49
Viö hringboröiö: Guölaug Pétursdóttir, Anna Sigurðardóttir, Aðalheiður Fransdóttir og Hildur Kjartansdóttir. (Ljósm.
Fríða Björnsdóttir).
samninginn. Þeirra kjör eru svo sem
ekki góð heldur. Annars er það nú svo
að þegar konur eru óánægðar tala þær
og pukra hver í sínu horni. Svo þegar á
að fara að gera eitthvað fyrir þær, halda
fundi þar sem þær geta talað og sagt sitt
álit, þá mæta þær ekki. Ég held þetta sé
svona með flestallar konur.
-Líta þær ekki á fiskvinnuna sem
framtíðarstarf?
Aöalheiður: Ég held að fiskvinna sé
starf sem fólk fer í af því það þarf að
Guðlaug Pétursdóttir vinnur á
Kópavogshælinu. Hún er í
Sókn, er trúnaðarmaður á
vinnustað og hefur verið í samn-
inganefnd. Guðlaug hefur unnið
á Kópavogshælinu í tíu ár. „Eg
byrjaði á kvennaárinu 1975 og
eiginlega vegna þess að systir
mín var að gera grín að mér og
spurði, hvort maðurinn minn
væri enn að sjá fyrir mér. Eg
varð svo reið, að ég fékk mér
vinnu daginn eftir“
fara að vinna, er að leita sér að vinnu,
og hefur ekki fundið það sem það ætlar
sér. Það er alltaf hægt að fá vinnu í fiski,
og á fiskvinnuna hefur verið litið sem
þriðja flokks starf.
Hildur: Kjörin hjá okkur hafa farið
hraðversnandi síðustu tvö árin. Ég er
sammála Aðalheiði og held að ástandið
sé nokkuð svipað hjá okkur og fisk-
vinnslukonunum. Við getum reyndar
sagt upp bónusnum, og þá allar í einu.
Það getur ekki bara ein og ein kona
unnið í bónus á sama vinnustaðnum.
Bónusinn er þrælavinna. Það er enginn
ánægður með að vera í honum. Það er
svo slítandi bæði andlega og líkamlega.
Þetta er bara eini möguleikinn til þess
að fá aðeins hærra kaup. Ég held því að
það sé mjög erfitt að taka bónusinn af.
Alla vega verða verkalýðsfélögin að
taka sig mjög á áður en það er hægt.
Ég held að það sé samstöðuleysið
sem orsakar þetta ástand. Á þessa
fundi, sem eru svo mikilvægir, þegar
greiða þarf atkvæði um samning, mætir
ekki nema fastaliðið, sem hefur mikinn
áhuga.
Guðlaug: Það er líka vegna þess að
þeir sem reifa samningana gera það
þannig að þeir rugla fólkið. Það veit
ekki hvað það er að semja um.
Aðalheiður: Það er svo með alla
samninga að túlka má þá á tvo vegu.
Hildur: Það væri hægt að fá upplýs-
ingar, ef fólk leitaði eftir þeim.
Hildur Kjartansdóttir vinnur í
Sjóklæðagerðinni. „Ég er
bónustrúnaðarmaður og hef
unnið í Sjóklæðagerðinni í
fimm ár. Ég er í stjórn Iðju, fé-
lags verksmiðjufólks og auk þess
í varastjórn Menningar og
fræðslusambands alþýðu -
MFA - og í stjórn Tónlistar-
félags alþýðu“
49