19. júní - 19.06.1985, Side 51
-Geturðu skýrt ofurlítið fyrir okkur
bónusinn Aðalheiður?
Aðalheiður: Hjá okkur er hann
þannig, að við erum með hraðabónus.
Toppurinn þar eru 83 krónur. I borða-
vinnu er nýtingarbónus plús gæðabón-
us. Þetta þrennt sameinast svo. Ef þú
vinnur illa einn daginn getur gæðabón-
usinn stuðlað að því að þú fáir engan
bónus yfir daginn, þó þú hafir topp-
hraða og toppnýtingu. En gæðabónus-
inn getur líka gefið þér plús, og það
gerir hann í flestum tilfellum. Það hefur
verið reiknað út að til þess að ná
Sókn hefur dregist aftur úr í
launum
topphraða þarf sömu orku og þú eyðir í
að fara fram og til baka til Hveragerðis
á tveim jafnfljótum. ímyndaðu þér að
vinna svona dag eftir dag.
-Hvernig er heilsan og hvernig end-
ast konurnar?
Aðalheiður: Hún er vægast sagt ntjög
léleg, bæði andleg og líkamleg. Og svo
bætist það ofan á að alltaf er verið að
segja okkur upp. Við erum atvinnu-
lausar meira og minna á hverju ári, og
þá fáum við aðeins atvinnuleysisbæt-
urnar.
-Hvernig fara láglauna konur að því
að láta enda ná saman?
Guðlaug: Þær nýta alla hluti, mat og
föt. Eg held að konur vinni ekki mikla
aukavinnu, því þær eru með heimili og
þurfa að vinna heima líka.
Aðalheiður: Ég hcf alltaf unnið tvö-
falda vinnu síðustu ár, á kvöldin og
nóttunni. Ég hef jafnvel unnið á
þremur stöðum í einu.
Anna: Hjá okkur eru konur sem
reyna að taka alla þá aukavinnu sem
þær geta. Ef þær eru einar og þurfa á
peningum að halda, er reynt að hliðra
til og láta þær fá aukavinnuna. Hafi ein-
hver verið beðin um að vinna auka-
vinnu, en vitað af konu sem þyrfti
frekar á henni að halda og vildi vinna
þá hefur verið bent á hana.
Fyrst þegar ég byrjaði að vinna úti
fannst mér ergilegt þcgar sagt var: Af
hverju ert þú að taka aukavinnuna frá
stelpunum? Mér fannst þetta voðalega
óréttlátt, því yfirleitt voru þær konur
sem höfðu heimili að vinna vegna þess
að heimilið þurfti á því að halda. Þetta
hefur breyst og nú er sagt: Það eruð þið
sem haldið kaupinu niðri!
Aðalhciður: Það versta við þetta er,
að þegar maður þarf að leggja svona
mikið á sig, þá koma skattarnir, og ekki
er hægt að hætta aftur.
-Halda atvinnurekendur ekki gerða
samninga?
Guðlaug: Ég held það sé ekki vanda-
mál hjá Ríkinu. Við höfum ekki orðið
fyrir því að það sé ekki gert. Þurfum við
að fá leiðréttingu, fáunr við hana yfir-
leitt, en það hefur þó stundum tekið allt
upp í þrjá mánuði. Þeir geta þannig
Konur hafa ekki næga trú á
sjálfum sér og ekkert álit á
öðrum konum
haldið kaupinu á vöxtum. Við fáum
ekki greidda vexti en við fáum leiðrétt-
inguna að lokum.
Anna: Ég hef oft sagt að við þurfum
ekki nýja samninga heldur að farið sé
eftir þeim samningum sem fyrir hendi
eru.
Við höfum þurft að ganga eftir öllum
breytingum. Það er fullt af tölum í töxt-
unum okkar, en konurnar skilja þær
ekki. Ef einhver vill standa á sínum
rétti eða hjálpa öðrum, þá er hún sögð
„erfið“.
Aðalheiður: Því er yfirleitt vel tekið
ef einhver kvartar hjá okkur. Yfir-
mennirnir hafa reynt að koma til móts
við okkur. Okkar samningar eru virtir.
Annars er ein grein sem ekki er virt og
er í sambandi við vinnufatnað. Ef
atvinnurekandi krefst vinnufatnaðar á
hann að skaffa hann. Við eigum að vera
með svuntur og þurfum að kaupa þær.
Vélafólk þarf að vera með hanska og
verður að kaupa þá sjálft. Ég hef spurt
oftar en einu sinni bæði hjá félaginu og
hjá atvinnurekandanum hvers vegna
þetta sé svona, en hef ekkert svar
fengið. Ég skil ekki af hverju þessu er
ekki framfylgt.
Hildur: Það ætti að vera félagsins að
sjá til þess.
Aðalheiður: Að sjálfsögðu er það
félagsins.
Hildur: Ég held ég verði að segja að
gerðir samningar séu haldnir hjá okkur.
Það eru kannski einhver atriði, sem
ekki skila sér á réttum tíma, en ekkert
mál er að fá lagfæringu.
-Finnst ykkur jafnréttisbarátta
undanfarinna ára hafa haft áhrif á
kjarabaráttuna í ykkar félögum?
Guðlaug: Það finnst mér. Mér finnst
jafnréttisbaráttan og kvennaáratugur-
inn hafa haft mikil áhrif á allar konur og
31