19. júní


19. júní - 19.06.1985, Side 52

19. júní - 19.06.1985, Side 52
á alla þjóðfélagsgerð. Mér finnst allt hafa breyst síðan um og eftir 1970, eftir að Rauðsokkurnar byrjuðu að starfa. Þá fóru konur að vakna til vitundar um að þær væru manneskjur og þær ættu einhvern rétt í þjóðfélaginu. í félögun- um finnst mér konur hafa farið að tala á fundum og orðið virkari. En mér finnst þetta aftur vera að minnka núna upp á síðkastið. -Finnst þér þessi vitundarvakning hafa skilað sér í kjarabaráttunni? Guðlaug: Nei, kjörin hafa ekki batnað. Því fleiri konur sem hafa komið út á vinnumarkaðinn, því lélegri hafa launin orðið. Öll dæmigerð kvenna- störf eru illa launuð. Anna: Mér finnst jafnréttisbaráttan ekki hafa skilað sér launalega. -En vitundarlega? Anna: Ekki á vinnustað. Við erum ekki reiknaðar sem fólk. Konur sem vinna í ræstingum og uppvaski ganga iðulega undir nafninu „kerlingarnar í Þurfum að gefa fyrstu 36 klukku- stundirnar af bónusnum uppvaskinu", „kerlingarnar í ræsting- unum“. Ég vinn við að afgreiða vín til þjónanna. Það þykir eitthvað betra starf. Ef ég hef komið inn í aukavinnu í uppvaskið þáer jafnvel sagt: -Þú í upp- vaskinu? eins og ég sé að taka niður fyrir mig. Og eitt dæmi enn. Það eru komnir kvenkokkar sem betur fer, nokkuð margir. Það var regla að ung- kokkar áttu alltaf að ganga frá og þrífa eftir að skammtaður hafði verið matur fyrir hópa. í dag eru það kvenkokkarnir sem þrífa og strákarnir, ungkokkarnir, ganga í burtu. Þessar stúikur eru duglegar, og eld- húsið hjá okkur gjörbreyttist í átt til þrifnaðar og reglusemi þegar þær komu. Það eru auðvitað til strákar sem eru þrifnir, en þeir þorðu oft ekki að sýna það. Aðalheiður: í mínu félagi er ekkert nema kvenfólk. Við eigum langt eftir til að ná karlmönnum í launum. Hildur: Jafnréttisbaráttan hefur kannski haft svolítil áhrif. í síðustu samningum var verið að hækka okkur saumakonurnar í launum, en samt erum við enn í lægstu flokkunum, en þá sögðu sumir karlarnir: Á nú að fara að setja saumakonurnar jafnt okkur? Hugsunin er enn sú sama. -Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar sagði í viðtali við 19. júní í fyrra að hrein kvennafélög væru tíma- skekkja og mikill veikleiki í senn og eina leiðin til að konur nytu sannmælis á vinnumarkaðnum væri að þær ynnu með karlmönnum. Hvert er ykkar álit á þessum ummælum? Guðlaug: Ég held þetta sé ekki rétt. Enn sem komið er þurfa konur að vera Konur tala hver í sínu horni í félögum þar sem þær geta ráðið. Ann- ars þora þær ekki að tala og koma fram og karlarnir taka öll völd. Þær verða enn um sinn að vera sér. Hildur: Finnst ykkur ekki að Dags- brún og Framsókn ættu að sameinast? Aðalheiður: Það er ekki mitt álit. Guðlaug: Ég held konurnar fái þá engu að ráða. Mér hefur sýnst það bæði í Iðju og Verslunarmannfélaginu. Þar eru konur í miklum meirihluta en ráða blátt áfram engu. Aðalheiður: Ég er alveg sammála. Hildur: Vitiði að þetta er ekki bara svona einfalt. Það er óskaplcga erfitt að fá konur til að vinna, miklu erfiðara heldur en ég gerði mér grein fyrir. Guðlaug: Ég held það sé frekar þar sem félögin eru blönduð. Hildur: Það er ekki bara nóg að segja að karlmennirnir vilji ráða. Konurnar eru ckki nálægt því nógu virkar og nógu duglegar. Það vantar alla samstöðu hjá okkur. Guðlaug: Konur verða að sýna svo mikla yfirburðahæfileika þar sem karl- inenn eru annars vegar til þess að tekið sé mark á þeim. Aðalheiður: En höfum við tíma til þess að vera virkari? Við erum með heimili og með börn. Höfum við tíma til þess að vera úti hvert einasta kvöld, til að sinna þessum áhugamálum og berjast? Ég held ekki, því miður. Anna: Konur hafa þar að auki venju- lega miklu fleiri áhugamál og meira sem þær vilja gera heima fyrir en karl- mennirnir. Ef við erum hættar að ala upp börnin, höfum við svo margt annað sem okkur langar til að gera og erum búnar að bíða eftir að geta gert í mörg ár. Við erum svo vinnusamar. Við þurfum alltaf að vera að framkvæma eitthvað, búa eitthvað til. Bónusinn er þrælavinna Guðlaug: Og á meðan konur eiga lítil börn er þetta erfitt. Aðalheiður: Við þurfum mikið sterk- ari forystu í verkalýðsfélögunum. Anna: Við þurfum að efla öll kvennasamtök til að fá þær konur sem vilja taka þátt í félagsmálum til að c/,'r / &ur, :r Bíti' 3*' &tirs:r Br,i' 6 r Eftir 7 ' ' Or Gildí> frá ^ * Vfuj, °s n,c<y i *«,,r' fOZnn 74.fi 7 ,*V- 'l9’*.no :3°2.oo ■637oo 'X93,.oo ‘4^.oo 4-600.OO '4^.0n bv. 7<>.74 7S.62 »236 84,7.1 »6 .l'i fcV. '04.H2 '07.44 1'0.07 "7.69 "530 "7.97 '20.S.S I.l4 ■ "I.S2 l44.8ft 148.75 '".6, '55.00 52

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.