19. júní - 19.06.1985, Page 56
Bókmenntir
Ur ævi og starfi
íslenskra kvenna
eftir Björg Einarsdóttur
Bókrún, Reykjavík, 1984. 406 bls.
Veturinn 1983-84
flutti Björg Einars-
dóttir erindaflokk-
inn „Úrævi ogstarfi
íslenskra kvenna" í Ríkisútvarpið. f fyrstu
mun ekki hafa verið ætlunin að gefa útvarps-
þættina út, en vegna fjölda áskorana varð
það úr að ráðist var í að gefa út fyrstu þætt-
ina, sem birtast nú í þessu riti. Er þar fjallað
um 21 konu.
Konurnar eru fæddar á tímabilinu frá 1770
til 1883, flestar um ogeftir miðja 19. öld, og
sú sem lengst lifði lést 1982. Þær lifðu því
miklar breytingar á íslensku samfélagi og
áttu þátt í að breyta þessu samfélagi á marg-
víslegan hátt. Þær voru í miðri rás viðburð-
anna: í verslunarmálum, verkalýðsmálum,
menntunarmálum og lista, jafnréttismálum,
stjórnmálum og félagsmálum auk þess að
vera húsmæður og mæður. Langflestar ólu
aldur sinn í Reykjavík, sem er því sögusviðið
í mörgum þáttanna. Á hinn bóginn eru ein-
ungis þrjár fæddar í Reykjavík. Fjórar
bjuggu í sveit og tvær dvöldust mestan hluta
ævi sinnar erlendis. Sauján þeirra giftust,
fjórar giftust ekki og sex voru barnlausar.
Allar eru þær fæddar áður en kosningaréttur
kvenna kom til og áður en giftar konur urðu
myndugar, og því lagalega háðar föður, eig-
inmanni eða tilsjónarmanni - og fyrir daga
skólaskyldu. Fjórar þeirra lifðu það ekki að
öðlast kosningarétt.
Hverjum þætti fylgir tilvitnunarskrá og
heimilda. Mikið og gott myndefni prýðir
bókina og nákvæm myndaskrá, sem getur
eigenda myndanna. Auk þess að viða að sér
myndum, sem óvíða er að finna í bókum,
hefur höfundur látið taka myndir af gögnum,
sem fengin voru á Þjóðskjalasafni og Lands-
bókasafni. Nafnaskrá á áttunda hundrað
nafna fylgir ritinu. Ljóst er, að Björg hefur
víða leitað fanga. Hún vitnar vel til heimilda
og hefur fræðileg vinnubrögð í heiðri. Björg
getur þess í inngangsorðum, að bókin
„...gæti að meinalausu fallið undir „aðgerð-
ir“ í lok kvennaáratugs Sameinuðu þjóð-
anna 1975-1985.“ Égfæekki beturséðenað
bók Bjargar skipi höfundi sínum í sveit
þeirra, sem mest hafa lagt af mörkum til
áratugsins hér á landi. Það er fengur í þessari
bók í þrennum skilningi: hún eykur við
þekkingu okkar á konum fyrri tíma, hún
sýnir okkur hve hlutur kvenna vegur þungt í
þróun samfélagsins auk þess sem bókin er
verðugt framlag til kvennaáratugsins.
Hér er ekki unnt að gera konunum nein
skil heldur munu þættirnir taldir upp hér á
eftir í þeirri röð sem þeir eru í bókinni. Fyrsti
þátturinn ber heitið „Vegskona að viti og
dáðum“ og fjallar um Ástríði Guðmunds-
dóttur, f. 1770, húsfreyju í Skáleyjum. Ást-
ríður var húsmóðir á fjölmennu heimili í
meira en hálfa öld, fæddi 13 börn, af þeim
lifðu fimm móður sína. Auk þess að starfa
sem Ijósmóðir í fjölmennu héraði átti hún
drjúgan þátt í hreppstjórn og sveitarmál-
efnum og þótti „skarpvitur og góðgjörn".
Hún kunni „hreppstjórainstrúxið“ frá 1809
og leituðu bændur til hennar sem lögfræð-
ings.
„Líktist meir nútímakonum“ fjallar um
Ágústu Svendsen f. 1835, kaupkonu í
Reykjavík, en hún stofnaði verslun í
Reykjavík 1887, fyrst kvenna svo vitað sé.
Ágústa flutti sjálf inn vörurnar, því að þetta
var fyrir daga heildverslana hér á landi. Hún
skrifaði sjálf öll verslunarbréf fyrirtækisins
og hafði viðskiptasambönd við kaupmenn í
Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi. Hún
var brautryðjandi í verslun með hannyrðir
og vann menningarstarf í þjóðlegum anda.
„Grein af góðum stofni“ er Kristín
Vídalín Jacobson, f. 1864, stofnandi Kven-
félagsins Hringsins 1904 og formaður félags-
ins í nær fjóra áratugi. Hún var ennfremur
einn af stofnendum KRFÍ 1907. Hún stund-
aði nám í málaralist t' Kaupmannahöfn fyrir
aldamót og átti sæti í Niðurjöfnunarnefnd á
tímabilinu 1908-14, fyrst kvenna.
„Verkakona krefst réttlætis“ nefnist
þáttur um baráttukonuna Jóhönnu Egils-
dóttur, f. 1881, frumherja fyrir bættum hag
verkafólks og auknum réttindum kvenna.
Hún var formaður Verkakvennafélagsins
Framsóknar í áratugi, sat í fyrstu stjórn
Þvottakvennafélagsins Freyju, var bæjar-
fulltrúi Alþýðuflokksins og sat á Alþingi.
Hún starfaði í KRFÍ, var varaformaður
1948-51 og stuðlaði að þátttöku verka-
kvenna í félaginu.
„Búkona - bjargvættur" fjallar um mæðg-
urnar Kristínu Bjarnadóttur á Esjubergi, f.
1812 og Ingibjörgu Johnson, f. 1850. Kristfn
rak veitingahús í Reykjavík og Ingibjörg
ruddi brautina í sérverslun með vefnaðar-
vörur, sem hún rak í áratugi. Hún starfaði
ötullega í Thorvaldsensfélaginu og var ein af
formönnum húsvitjunarnefnda fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar í Reykjavt'k 1908.
„Fyrsti íslenski kvenrithöfundurinn“,
Torfhildur Hólm, f. 1845, var fyrsti rithöf-
undurinn, sem byggði afkomu sína á ritstörf-
um. Hún skrifaði smásögur, skáldsögur,
stundaði þýðingar og gaf út tímarit. Hún
ræðir stöðu kvenna og er kvenfrelsisþáttur-
inn ríkur í skrifum hennar, enda þótt sam-
tímamönnum hennar hafi sést yfir hann.
„Fyrsti hárgreiðslumeistari á íslandi“,
Kristólína Kragh, f. 1883, lauk tilskildu námi
í iðn sinni í Kaupmannahöfn, ennfremur
nam hún hárkollugerð og snyrtingu og opn-
aði stofu 1913 í Reykjavík. Hún starfaði við
hárkollugerð hjá Lcikfélagi Reykjavíkur og
varð fyrsti hárkollumeistari Þjóðleikhússins.
Hún lét sig málefni stéttar sinnar miklu
varða og var Félag hárgreiðslukvenna
stofnað fyrir forgöngu hennar.
„Brutu hlað í stjórnmálasögunni" fjallar
um þrjár konur, sem allar komust í bæjar-
stjórn Reykjavikur 1908 en fjórða konan var
Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Þórunn Jónassen, f.
1850, Guðrún Björnsdóttir, f. 1853 og
Katrín Magnússon, f. 1858. 1 bæjarstjórnar-
kosningunum í Reykjavík 1908 sýndu konur
í Reykjavík slíka samvinnuogsamheldni, að
nær einsdæmi er í allri sögu kvenréttinda-
baráttunnar á íslandi. Konur höfðu þá
nýverið fengið kosningarétt og kjörgengi til
bæjarstjórnar í Reykjavik og báru fram
kvennalista með nöfnum fjögurra kvenna,
56