19. júní - 19.06.1985, Side 57
Bókmenntir
sem allar komust í bæjarstjórn. Þórunn,
Guðrún og Katrín sátu í bæjarstjórn í sex til
átta ár og beittu sér einkum fyrir fátækramál-
um, heilbrigðismálum og menntunarmálum
auk margra annarra málefna.
„Fánaberi íslenskra kvenna“ Björg C.
Þorláksson, f. 1874, varði doktorsritgerð við
Sorbonneháskóla í París 1926, fyrst
fslenskra kvenna. En höfundur segir okkur,
að hún hafi jafnframt verið fyrst Norður-
landabúa doktor frá þeim skóla. Hún var um
tveggja áratuga skeið samstarfsmaður
manns síns, Sigfúsar Blöndal við Islensk-
dönsku orðabókina, sem kom út 1920-24, og
átti mikinn þatt í samningu hennar. Það var
ekki fyrr en eftir útkomu bókarinnar, að
Björggat hafið nám á nýjan leik, þá46ára að
aldri, í sálar- oglífeðlisfræði. Aukþessliggja
eftir hana þýðingar og greinar um margvís-
leg efni, leikrit og Ijóð. Þá tók hún drjúgan
þátt í kvenfrelsisbaráttunni.
„Stofnandi Kvennaskólans í Reykjavík“,
Þóra Melsteð, f. 1823 var brautryðjandi í
skólamálum kvenna og er þáttur hennar í
íslenskri menningarsögu merkur. Hún
menntaðist í Damnörku og gerði sér grein
fyrir menntunarleysi íslenskra kvenna og
hófst því handa um að ráða bót á því. Þegar
hún lét af skólastjórn 1906 höfðu um 1000
stúlkur notið kennslu í Kvennaskólanum, en
skólastýran hafði ekki kosningarétt.
„Mælskukraftur hennar var stórvcldi“
nefnir Björg þátt af Þorbjörgu Sveinsdóttur,
ljósmóður, f. 1827. Hún ber með réttu
nafnið fyrsta kvenréttindakonan. Hún hafði
forgöngu um stonfun Hins íslenska kvenfé-
lags 1894, sem hafði kvenréttindi að höfuð-
markmiði og stóð fyrir undirskriftasöfnun-
um þúsunda kvenna undir áskoranir til
Alþingis um aukin réttindi kvenna. Hún var
Ijósmóðir í Reykjavík í nær hálfa öld og
hafði ómæld áhrif á sína samtíð. Það verður
ekki um deilt, að konur höfðu pólitísk áhrif
löngu áður en þær fengu kosningarétt.
„Á bekk með skáldum“ fjallar um Guð-
nýju Jónsdóttur frá Klömbrum, f. 1804. Ævi
Guðnýjar var um flest afar frábrugðin ævi
annarra kvenna í þessu riti. Þrátt fyrir stutta
ævi lifir nafn hennar vegna ljóða hennar, en
hún er eina konan sem Ijóð voru birt eftir í
Fjölni. Ljóð hennar voru fyrst gefin út 150
árum eftir lát hennar.
„Boðberi kærleikans“ var Ólafía
Jóhannsdóttir, f. 1863, systurdóttir Þor-
bjargar Sveinsdóttur og fósturdóttir. Starf
hennar vó þungt í kvenfrelsisbaráttunni hcr
á landi. Hún starfaði að bindindismálum og
stofnaði Hvítabandið. Hún hafði veg og
vanda af Ársriti Hins íslenska kvenfélags,
var um tíma ritstjóri Æskunnar og Fram-
sóknar. Starfaði erlendis mikinn hluta ævi
sinnar.
„Með gleði, festu og ljúflyndi“. Svo lýsir
höfundur Ásthildi Thorsteinsson, f. 1857,
konu Péturs J. Thorsteinsson á Bíldudal.
Hún var sonardóttir Ástríðar Guðmunds-
dóttur, sem fyrsti þáttur þessa rits fjallar um.
Hún lét aldrei eignamissi né mikinn ástvina-
missi buga sig.
„Meira skáld en margir hyggja“ er Ólöf
Sigurðardóttir á Hlöðum, f. 1857. Hún var
lærð ljósmóðir en stundaði ljósmóðurstörf
einungis í fá ár. Kunnust er hún af Ijóðum
sínum og ritstörfum, en líka af áhuga á
stjórnmálum og kvenfrelsismálum. Hún
safnaði íslenskum jurtum og fékk verðlaun
fyrir tóvinnu á iðnsýningum í Reykjavík og
á Akureyri.
„Islendingur og alheimsborgari“ er Thora
Friðriksson, f. 1866, alin upp á menningar-
heimili í Reykjavík, rak verslun í Reykjavík
og „...opnaði löndum sínum dálítinn glugga
að menningu, málefnum og siðum Mið-Ev-
rópubúa, einkum Frakka, sem voru henni
hjartfólgnir." (325). Hún var ein af fyrstu
konum, sem kenndu við Miðbæjarskólann,
samdi kennslubækur og starfrækti skóla fyrir
stúlkur í Reykjavík. Hún var óvenju víð-
förul kona, jafnvel á okkar tíma mæli-
kvarða.
„Reit þátt í Reykjavíkursögu“ fjallar um
Guðrúnu Borgfjörð, f. 1856. Hún hefur með
Minningum sínum reist sér óbrotgjarnan
minnisvarða og svo vel segir hún frá, að
öllum, sem þær lesa verða þær ógleymanleg-
ar. Þá er bók Guðrúnar merk heimild um
Reykjavík fram um 1890.
„Leiklistin var landnám hennar“ Stefanfu
Guðmundsdóttur, leikkonu, f. 1876, sem
nefnd hefur verið „hin ókrýnda drottning
leiklistarinnar hér á landi.“ Björg bendir á
sambandið milli góðtemplarareglunnar og
leiklitstarinnar í Reykjavík, og því má bæta
við, að tengsl voru milli kvenréttindahreyf-
ingarinnar og leikstarfseminnar í bænum.
Konurnar, sem Björg fjallar um, voru vel
þekktar í sinni samtíð. Til marks um það má
nefna, að í uppsláttarritinu Hver er maður-
inn? (1944) er tólf þeirra að finna, og má það
teljast góður árangur þegar þess er gætt hve
óvíða kvenna frá fyrri tíð er getið í slíkum
ritum.
Björg ritar gott mál og litríkt. Að útliti og
öllum frágangi er bókin afar vönduð og veg-
lega úr garði gerð. Hér er á ferðinni bók, sem
áerindi til allra, karla jafntsem kvenna. Hún
vekur fjöldann allan af spurningum um
þessar konur, sem margar ruddu brautina
fyrir okkur og hlýtur að vera hvatning til að
afla frekari vitneskju um konur fyrri tíma og
lífskjör þeirra. Mættum við fá meira að
heyra.
57