19. júní


19. júní - 19.06.1985, Side 67

19. júní - 19.06.1985, Side 67
láta hann detta þar í sjóinn, en það verkefni fengum við fyrir skömmu.“ - Er þetta skemmtilegur atvinnurekslur? „Já, mjög spennandi. Þyrluheimurinn í veröldinni er sérstakur heimur. Hann er það smár að allir þekkjast. Menn hittast tvisvar á ári, oftast í Los Angeles eða Las Vegas, en nú síðast var fundurinn í New Orleans. Þar hittast allir sem framleiða þyrlur, selja þær, gera þær út og selja allt sem tengist þeim.“ Kynferði skiptir ekki máli - Er þyrluheimurinn ekki karlaheimur? „Jú, sennilega f meira mæli en flest önnur atvinnusvið í heiminum. Þegar ég birtist fyrst á fundum sem þyrlueigandi urðu menn svolítið skrítnir, en ég nýt þar nú nokkurrar sérstöðu, fyrir að vera kona.“ - Ertu ennþá með umboð fyrir þyrlur? „Já, en markaðurinn er ekki stór hér á landi. Ég á eina Hughes þyrlu, Landhelgis- gæslan á aðra og óvíst hvort rúm er fyrir fleiri. En þetta fyrirtæki Hughes Helicopt- ers, á sér skemmtilega sögu. Það var sá sér- vitri Howard Hughes, sem átti fyrirtækið, en hann vann meðal annars það afrek að finna upp brjóstahaldarann. Hann lét líka smíða flugvél, sem enn er sú stærsta í heimi. Hún átti að geta flutt 750 hermenn í fullum her- klæðum, var mcð 8 mótora, smíðuð úr kross- viði. Hún hóf sig til l'lugs aðeins einu sinni, í fimm mínútur árið 1947. Þessi flugvél er nú komin á safn í Los Angeles, þar sem einnig er til sýnis gatnla farþegaskipið Queen Mary.“ - Nú eru Þyrluþjónustan og þyrluumboðið aðeins hluti af umsvifum þínum og því langar mig að spyrja þig hvernig sé að vera arkitekt hér og nú? „Þetta er harður bransi." - Er hann erfiðari fyrir konur en karla? „Ég tel ekki að kynferði skipti svo miklu máli og ég hef alla tíð hagað mér eins og það skipti ekki máli, þó að vafalaust finnist sumu fólki annað. Ég verð að viðurkenna að stundum eru sagðir við ntann hlutir sem ekki eru sagðir við karlmenn, en ég reyni að láta það ekki á mig fá. Og líttu bara á Thatcher í Englandi. Oxford háskóli neitaði að gera hana að heið- ursdoktor. Þeir hefðu örugglega ekki neitað karlkyns forsætisráðherra. Maður mætir vissri tortryggni í fyrstu á byggingastöðunum. Menn svona gá að því hvort ntaður hafi í raun og veru vit á því sem verið er að gera. En þetta viðhorf hverfur fljótt, þegar þeir heyra að maður kann sitt fag. Það er um að gera í byrjun að gefa ekki höggstað á sér,“ segir Albína Thordarson að lokum. Rannveig Jónsdóttir Eftirtaldir aöilar hafa styrkt blaðið Vouge Skólavörðustíg 12, sími 25866 Sláturfélag Suðurlands Hans Petersen Lynghálsi 1, sími 83233 Brunabótafélag íslands Laugavegi 103, sími26055 Bílaborg hf. Smiðshöfða 23, sími 81299 Hampiðjan hf. Stakkholti 2, sími 28100 Niðursuðuverksmiðjan ORA Vesturvör 12, sími 41995 Örtöivutækni hf. Ármúla 38, sími 91-687220 Mjólkursamsalan Laugavegi 162, sími 10700 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. Þverholti 20, sími 11390 KVENFATABUÐIN ÚRVAL AF DAG- OG KVÖLD- KJÓLUM Sumarkjólar, pils og blússur st. 38-60. Fatnaður í yfirstærðum ávallt í úrvali. Litmyndalisti Póstsendum KVENFATABÚÐIN LAUGAVEGI 2 101 REYKJAVÍK S:12123 Viltu vinna stundum? Afleysmga- og ráðningaþ/onusta I iáca. iLrl hf (W 67

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.