19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 72

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 72
Konur og tölvuvæðing: Karlarnir marka stefnuna konurnar sitja hjá í þessari grein er ætlunin að fjalla lítillega um helstu niðurstöður skýrslunnar „Tölvuvæðing - hlutur kvenna og karla á vinnumarkaðnum," sem unnin var seinni hluta sumars 1984 á vegum Kvenréttindafélags íslands. Aundanförnum áratugum hefur mikið verið unnið að því víða um heim að þróa og fullkomna töivutæknina. Þróunin hefur verið svo hröð, að stundum er talað um tölvubyltingu, og henni jafnvel líkt við iðn- byltinguna í lok síðustu aldar. Áhrifa þess- arar tækniþróunar gætir víðast hvar í þjóð- félaginu, og varla er nokkur þáttur atvinnu- lífsins undanskilinn. Á íslandi voru það framan af fáein fyrirtæki og stofnanir sem gátu hagnýtt sér tölvutæknina í rekstri sínum.og fámennur hópur tæknimenntaðra sérfræðinga hafði vald á þessari tækni og fylgdist með nýjungum á sviði hennar. Síðastliðinn áratug hefur orðið breyting á hvað þetta snertir. Tölvutæknin er að verða mjög útbreidd í íslensku atvinnulífi og möguleikarnir virðast óþrjótandi. Hinn almenni borgari kemst nú ekki lengur hjá því að tileinka sér tölvutæknina, einkum þar sem verið er að tölvuvæða vinnuferlið á fjöl- mörgum vinnustöðum. Sem dæmi má nefna þróunina í íslenskum bankamálum, en Reiknistofa bankanna var stofnuð árið 1975, þegar bankarnir samein- uðust um kaup á móðurtölvu. Á undan- förnum árum hefur markvisst verið unnið að því að beinlínutengja alla afgreiðslustaði við móðurtölvuna. Árið 1979 tók Gjaldheimtan í Reykjavík tölvutæknina í sína þjónustu, og fer nú öll innheimta opinberra gjalda fram með aðstoð tölvu. Breytingar sem þessar hafa að sjálfsögðu margþættar afleiðingar, bæði efnahagslegar ^ og félagslegar. Hagnýting tölvutækninnar 3 hefur aukið afköst og hraða, nákvæmni og 2 öryggi, skapað nýja möguleika, sparað fjár- * magn og aukið hagkvæmni í rekstri fyrir- 1 tækja og stofnana. Svo virðist sem efnahags- £ legar afleiðingar séu að mestu leyti jákvæð- ar. Hins vegar eru skiptar skoðanir um 03 félagslegar afleiðingar, einkum hvað varðar stöðu kvenna á vinnumarkaðnum. Samkvæmt erlendum atvinnuspám og könnunum á áhrifum tölvuvæðingar á atvinnulífið er gert ráð fyrir að at- vinnutækifærum í ýmsum greinum muni fækka í framtíðinni, og að þetta muni eink- um bitna á konum. Mörg hefðbundin verk kvenna, t.d. skrifstofustörf, er hagkvæmt að vinna í tölvum. Eins og nú er háttað er verksvið kvenna á vinnumarkaðnum þrengra en verksvið karla. Einnig er hlutur kvenna í hinni nýju tæknibyltingu atvinnulífsins lítill. borið saman við hlut karla. Karlar virðast vera brautryðjendur á þessum vettvangi. Þeir skapa og innleiða hina nýju tækni í atvinnu- lífið, en konur fylgjast með úr fjarlægð. Markmiðið með athugun á hlut kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði eftir til- komu tölvutækninnar er að kanna hvort hlutfallið sé svipað hér og komið hefur fram í rannsóknum og athugunum erlendis. Gengið er út frá þeirri tilgátu að hlutur þeirra sé ójafn og verkaskipting kynjanna á tölvusviði skipi körlum í stjórnunar- og nýsköpunarstörf, en konum í almenn skrif- stofustörf, ritvinnslu og skráningu. Innflytjendur og framleiðendur tölvubúnaðar Við höfðum samband við 34 fyrirtæki á Súlurit I: skipting kynja í störf: höfuðborgarsvæðinu, sem flytja inn og fram- leiða tölvubúnað til að athuga stöðu kynj- anna innan fyrirtækjanna. Viðtöl við for- svarsmenn fyrirtækjann fóru fram símleiðis á tímabilinu 26.júlí—S.ágúst 1984. Ýmsar fyrirfram valdar spurningar voru lagðarfyrir þá. Niðurstöður spurningalistans verða nú raktar og m.a. er borið saman hlutfall kynja í hinunt ýmsu störfum innan fyrirtækjanna. Tekið skal fram að miðað er við störf en ekki einstaklinga. Sami einstaklingurinn getur gegnt fleiri en einu starfi. Starfsmenn þeirra fyrirtækja, sem sjá um innflutning og framleiðslu tölvubúnaðar eru 310 talsins, af þeirn hópi eru karlar 80 % og konur 20 %. Konur vinna mun oftar hluta- störf. 271 starfsmaður er í heilsdagsstarfi, þar af 234 (86%) karlar og 37 (14%) konur. Hlutastörf vinna 39, þar af 13 (33%) karlar og 26 (67%) konur. Þetta hlutfall endur- speglar skiptinguna, sem á sér stað á milli kynja í heilsdags- og hlutastörfum í atvinnu- lífinu almennt. innan fyrictckja 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.