19. júní


19. júní - 19.06.1985, Page 73

19. júní - 19.06.1985, Page 73
Höfundar skýrslunnar um tölvuvæðinguna og konurnar, þær Ragnhciður Harðardóttir, Sigrún Jónsdóttir og Sveinbjörg J. Svavarsdóttir kynntu könnun sína á Landsfundi KRFÍ. (Ljósmynd Anna Fjóla Gísladóttir). Við leituðum upplýsinga um skiptingu kynja í 5 starfssvið innan nefntlra fyrirtækja. Þessi skipting kemur fram í súluriti I. Súlu- ritið ber með sér að skörp verkaskipting er milli kynjanna, þar sem karlar sinna sölu- störfum, hugbúnaðar- og vélbúnaðar- störfum og stjórnun í 92% tilvika og yfir. Það er aðeins í skrifstofustörfum sem hlutur kvenna kemst yfir 8% og hlutur karla fer undir 92%. Konur sem starfa innan þessara fyrirtækja gegna í langflestum tilvikum almennum skrifstofustörfum en karlarnir, sem eru jafnframt eigendur fyrirtækjanna, gegna nýsköpunar- og stjórnunarstörfum. Þegar við spurðum um menntun starfs- manna innan þeirra fyrirtækja, sem flytja inn og framleiða tölvubúnað kom í Ijós að flestir karlanna eru með tæknimenntun eða sam- bærilega menntun. Algengast er að konur sem starfa innan sömu fyrirtækja séu með gagnfræðapróf. Örfáar eru með verslunar- próf. Algengt er að þeir sem vinna við hug- búnaðarstörf séu með tæknimenntun eða tölvunarfræðimenntun, en þeir sem vinna við vélbúnaðarstörf eru flestir menntaðir á sviði rafeindaiðnaðar. Þeir aðilar, sem sjá um stjórnun og sölu eru oftast með við- skipta- eða verkfræðimenntun. Bent skal á að konur sækja mjög lítið í framangreind störf en mest í hefðbundin skrifstofustörf. Ætla má að ástæðurnar séu meðal annars menntunarskortur kvenna á þessu sviði. Notendur tölvubúnaðar þjónustu- fyrirtæki og stofnanir Athugunin náði einnig til 12 fyrirtækja og stofnana sem nota tölvur í daglegum rekstri. Þessi fyrirtæki og stofnanir starfa annars vegar á vegum hins opinbera og eru hins vegar í einkaeign. Þetta eru fá fyrirtæki og stofnanir, en öll með töluverð umsvif og ættu því að gcfa nokkuð góða mynd af stöðu mála hvað varðar þátttöku kvenna í notkun tölva í daglegum rekstri. Fyrirtækjunum 12 var skipt annars vegar í notendur tölvubúnaðar, þ.e. þau fyrirtæki og stofnanir sem nota tölvur í eigin þágu og miða hugbúnaðargerð við starfsemi sína eingöngu. Dæmi um not- endur eru Flugleiðir, Póst og símamála- stofnun og Sjóvá. Flins vegar tókum við fyrirtæki og stofnanir sem sjá um tölvuþjón- ustu út á við. Sem dæmi um slíka þjónustu- aðila má nefna Reiknistofu bankanna, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Súlurit 2 sýnir skiptingu kynja á 5 starfs- sviðum hjá notendum tölvubúnaðar. I heild- ina starfa fleiri konur en karlar í þeim; 363 konur og 213 karlar. Eins og sjá má er hlutur kvenna mjög lítill í störfum við forritun og kerfissctningu (9%) og stjórnunarstörfum (8%). Konur eru aftur á móti mun fleiri í rit- vinnslu, lyklun og skráningu (90%) og í skrifstofustörfum (69%). I hinum ýmsu störfum sem tengjast tölvum beint eða óbeint eins og t.d. stjórnun véla o.fl. eru konur (27%) mun færri en karlar (73%). Nýsköpunarstörfogstörfsem krefjast tækni- kunnáttu eru nánast alfarið í höndum karla. Konurnar eru í hinum svokölluðu „rútínu- störfum" þ.e. ritvinnslu, Iyklun ogskráningu sem og í skrifstofustörfum. Hjá þjónustufyrirtækjum og stofnunum starfa fleiri karlar en konur: 106 karlar og 60 konur. Súlurit 3 sýnir okkur stöðuna innan þessara fyrirtækja. Hjá þjónustufyrirtækj- unum starfa engir karlar við ritvinnslu, lyklun eða skráningu. Hlutfall kvenna í for- ritun og kerfissetningu (25%) og í stjórnun- arstörfum (21%) er þó betra innan þjónustu- fyrirtækjanna en hjá notendum. Konur eru áfram í meirihluta í skrifstofustörfum (70%) og færri í ýmsum störfum sem tengjast tölvum (34%). Af framansögðu er ljóst að hin hefð- bundna verkaskipting kynjanna á vinnu- 73

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.