19. júní


19. júní - 19.06.1985, Page 75

19. júní - 19.06.1985, Page 75
sviði sem krefjast ákveðinnar kunnáttu verða í niiklum meirihluta í höndum karla. Konur verða að fylgjast með Af framansögðu má það vera ljóst að hér er á ferðinni varhugaverð þróun hvað varðar hlut kvenna í tölvuvæðingu atvinnulífsins. Full ástæða er fyrir konur að fylgjast náið með framvindu þessara mála og sjá til þess að ekki stefni í það óefni sem ýmislegt virðist nú benda til. Áhrif kvenna á þróun atvinnu- mála almennt hafa verið hverfandi lítil og ekki í hlutfalli við fjölda þeirra á vinnumark- aðnum. Ennþá er það sjaldgæft að konur gegni ábyrðarstöðum eða séu upphafsmenn nýjunga í atvinnulífinu. og er hlutdeild þeirra í tölvuvæðingunni lýsandi dæmi um þetta. Samt er Hað svo að tölvuvæðingin hefur einmitt komið hvað mest inn á þá starfsgrein sem löngum hefur verið álitin sér- grein kvenna, þ.e. skrifstofustörfin. Á þessu sviði hefur tölvutækninni fleygt fram á síð- ustu árum, en án teljandi þátttöku kvenna í nýsköpun hennar. Konur geta sjálfar að vissu marki ráðið bót á þessu með virkri þátt- töku í innleiðingu og mótun nýrra starfshátta sem fylgja í kjölfar tölvuvæðingar. Hugar- farsbreytinga er þörf hjá konum jafn sem körlum svo að áhrif hinna gamalgrónu við- horfa til skiptingarinnar í kvenna- og karla- störf megi hverfa. Tölvutæknin ereinmitt til þess fallin að draga úr hefðbundinni skipt- ingu starfa, þar sem atriði eins og líkams- burðir skipta engu máli í störfum þar sem henni er beitt. Þetta gerist ekki sjálfkrafa. Súlurit 3: skipting kynja í störf: l'\ N.l Konur jafnréttisbaráttunni hingað til farið forgörð- um. Það er enn tími fyrir konur að komast í kynni við hina nýju tækni og krefjast jafnra tækifæra og hafa mótandi áhrif á hvernig tæknin kemur inn í líf okkar allra. \7"/\ Karlar Konur verða að vakna til vitundar um nauð- syn menntunar og þess að fylgjast náið með nýjungum á þessu sviði sem öðrum. Ef konur halda ekki vöku sinni hvað þetta varðar getur margt það er áunnist hefur í HP Helgarpósturinn Blaðið sem strákarnir búa til og stelpurnar lesa 75

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.