19. júní


19. júní - 19.06.1992, Side 7

19. júní - 19.06.1992, Side 7
Móðir, kona, meyja: „Konur geta verið ótal margt annað en mæður“ - sá sem á barn veit ekki hvers hann fer á mis, segja þær Esther og Sigurbjörg sem aldrei hafa eignast börn og sakna einskis í lífi sínu Þær hafa aldrei átt börn. „Veslings konurnar," hugsar þú kann- ski með vorkunnsemi. Þær sem eiga stór hús, eru barngóðar og gefandi manneskjur. Og öll þessi tækni í læknavísindunum, smásjáruppskurðir, tæknifrjóvgun, glasabörn og hver veit hvað. En þær kæra sig ekki um neina vorkunnsemi. Líf þeirra er fullnægjandi. Þar er ekkert tómarúm sem þarf að fylla með börnum. Báðar hefðu þær getað lagt á sig langa göngu á milli lækna og sjúkrahúsa, aðgerða og rannsókna. En þær gerðu það ekki og eru sáttar við það. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir er yfirmaður öldrunarþjónustu Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Hún er 37 ára, gift og býr í fallegri íbúð í nýju húsi í miðborginni. Esther Ólafsdóttir er 47 ára, rak eigin hárgreiðslustofu í 20 ár en starfar nú hjá heild- sölu í Kópavogi sem selur snyrtivörur. Hún býr með manni sín- um í stórri þakíbúð á Seltjarnarnesi. Við hittumst kvöld eitt fyrir stuttu á heimili Estherar. Þær höfðu ekki hist áður og báð- ar héldu að það væri ekki svo margt um málið að segja. En annað kom á daginn. - eftir Vilborgu Davíðsdóttur 7

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.