19. júní - 19.06.1992, Page 14
ERTU AÐ LEITA AÐ
VINNU?
eftir Ernu Hauksdóttur
Ertu að leita þér að vinnu? Ertu að koma út á vinnumarkaðinn í fyrsta skipti eða ertu ef til vill að velta
fyrir þér að skipta um starf? í þessari grein verður fjallað um ráðningamál almennt, hvort það sé eitthvert
sérstakt umhugsunarefni hvernig fólk beri sig að, hvort það sé einhver munur á körlum og konum hvað
varðar sjálfsmat, launakröfur og fagleg vinnubrögð við sjálfa starfsumsóknina. Ennfremur veltum við því
fyrir okkur hvaða áhrif breyttar aðstæður í þjóðfélaginu hafa á hegðun umsækjenda. Við leituðum til
tveggja ráðningarstjóra, Oddrúnar Kristjánsdóttur hjá Liðsauka og Þóris Þorvarðarsonar Hagvangi og
báðum þau að miðla okkur af reynslu sinni með því að svara nokkrum spurningum.
Er vandi að sækja um starf?
Val á starfsmönnum er einn mikilvæg-
asti þátturinn í rekstri fyrirtækja auk þess
sem starf hvers manns er einn mikil-
vægasti þátturinn í lífi hans. Erlendis
hafa mörg fræðirit verið skrifuð um það
hvernig fólk eigi að bera sig að þegar
það sækir um starf, sérstaklega ef um
einhvers konar stjórnunarstöður er að
ræða, enda samkeppnin gífurleg. Hér á
landi hafa þessi mál ekki verið í brenni-
depli. í þeirri þenslu og eftirspurn eftir
starfsfólki sem einkennt hefur vinnu-
markaðinn lengi hefur fólk jafnvel sagt
starfi sínu lausu án þess að hafa tryggt
sér annað. Mörg dæmi eru um að fólk
hafi stokkið úr starfi við minnsta tilefni
fullvisst um að næsti vinnuveitandi bíði
með opinn faðminn. Langvarandi um-
frameftirspurn eftir starfsfólki leiðir
sannarlega til ábyrgðar- og andvaraleys-
is. í dag er skortur á atvinnu. Stórir hóp-
ar fólks um land allt eru atvinnulausir.
Fjöldinn allur af háskólamenntuðu fólki
hefur gengið um atvinnulaus í allan vet-
ur. Þeir sem hafa vinnu ríghalda í störf
sín.
En jafnvel þótt núverandi ástand
batni, sem það vonandi gerir, eru líkur
á því að samkeppni um góðar stöður
fari vaxandi hér á landi sem annars
staðar, enda er það markmið almennt
hjá þjóðinni að stöðugleiki komist á og
skattpeningum verði ekki lengur dreift í
alls kyns atvinnubótavinnu. Það verða
því meiri kröfur til faglegra vinnubragða
í framtíðinni.
Atvinnuauglýsingar
Þeir sem eru að leita að vinnu hafa í
raun tvo möguleika helsta, atvinnu-
14
auglýsingar í dagblöðum og ráðninga-
stofur.
Mjög er misjafnt hve miklar upplýs-
ingar koma fram í atvinnuauglýsingum
sem birtast í dagblöðunum. Vandaðar
auglýsingar með nákvæmum upplýsing-
um spara bæði fyrirtækinu og umsækj-
endunum fyrirhöfn. Sá ósiður er algeng-
ur meðal fyrirtækja að svara hvorki um-
sækjendum né endursenda gögn, sem í
flestum tilfellum eru myndir og persónu-
legar upplýsingar. Því er það oft að um-
sækjendur kæra sig ekki um að láta of
mikið uppi í umsókn.
Góðar ráðningastofur spara fólki mik-
ið umstang, sérstaklega hvað varðar
persónulegar upplýsingar, sem fólk vill
síður senda til fyrirtækja sem mörg
auglýsa ekki undir nafni. Mjög mikil-
vægt er í öllu ráðningarstarfi að vænt-
ingar bæði umsækjandans og vinnu-
veitandans séu Ijósar. Ef annar hvor að-
ilinn uppfyllir ekki væntingar hins þegar
starf er hafið hefur ráðningin í raun mis-
tekist og starfsmaðurinn skiptir fljótt aft-
ur um starf. Slíkt veldur bæði miklum
kostnaði og leiðindum. Trúlega getur
góður starfsmannastjóri á ráðningar-
stofu komist næst væntingum beggja
aðila en það krefst áreiðanlega mikillar
vinnu, sérstaklega ef um stjórnunarstarf
er að ræða.
Áhrif jafnréttislöggjafar, sem sett var
1976, hafa verið talsverð. Árið 1985, í
lok kvennaáratugarins, voru lögin endur-
skoðuð og endurbætt. Tvær greinar lag-
anna fjalla um atvinnuauglýsingar. Starf
sem auglýst er skal vera opið jafnt körl-
um sem konum. Við endurskoðun lag-
anna var heimilað að auglýsa eftir öðru
kyninu ef tilgangurinn er að stuðla að
jafnri dreifingu kynja í starfsgreinum.
Tilgangurinn þarf að koma fram í
auglýsingunni. Meginmarkmið löggjafar-
innar var að bæta stöðu kvenna á
vinnumarkaðnum.
Atvinnuleit tekur tíma
Leit að nýrri atvinnu tekur yfirleitt lengri
tíma en fólk gerir sér grein fyrir í upp-
hafi ef frá er skilinn sá þenslutími sem
ríkti hér á íslandi síðustu árin og fjallað
var um hér að framan. Jafnvel þótt leit
fólks að nýju starfi taki mislangan tíma
er mikilvægt að gera ráð fyrir því að
hún taki nokkra mánuði en það fer að
sjálfsögðu eftir eðli starfsins sem leitað
er.
Skv. niðurstöðum könnunar sem ný-
lega var gerð í Bandaríkjunum tekur
það a.m.k. 6-8 mánuði að finna stjórn-
unarstarf. Óraunhæfar væntingar gera
það eitt að verkum að sjálfsálit fólks
verður fyrir áfalli og því finnst því hafn-
að. Þess vegna er nauðsynlegt að skipu-
leggja þennan tíma vel fjárhagslega.
Jafnframt er nauðsynlegt að umsækj-
endurnir velti því fyrir sér hvernig haga
beri starfsleitinni svo þeir hafi á tilfinn-
ingunni að þeir séu að bjóða mikilvæga
vöru, en ekki betla starf.
Er munur á karlmönnum og
kvenfólki sem umsækjendum?
Það virðist mjög algengt að konur sem
eytt hafa nokkrum árum í húsmóður-
störf og barnauppeldi missi allt sjálfs-
öryggi eftir ótrúlega stuttan tíma og van-
meti sig þegar þær vilja snúa aftur út á
vinnumarkaðinn. Þetta vanmat virðist
eiga við um mjög margar konur burtséð
frá menntun.
i!