19. júní


19. júní - 19.06.1992, Side 17

19. júní - 19.06.1992, Side 17
in. Vel skrifað bréf ásamt faglega fram- settum, persónulegum upplýsingum getur skipt sköpum þegar valinn er sá hópur sem kallaður er til viðtals. Texti og framsetning slíks bréfs fer nokkuð eftir því hvers eðlis starfið er og fyrirtækið sem auglýsti. Umsækjendur um starf plötusnúðs á diskóteki geta áreiðanlega leyft sér að slá á léttari strengi í kynningarbréfi heldur en þeir sem sækja um starf lögmanns hjá trygg- ingafélagi. I öllum tilfellum er þýðingar- mikið að bréfið sé stutt og laggott, skrif- að á góðri íslensku án ritvillna og snyrti- lega uppsett. Persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf fylgi gjarnan með á sérblaði. I bréfinu þarf að koma fram að um- sækjandi hafi áhuga á umræddu starfi og af hverju. Hann gæti ef til vill skýrt í stuttu máli frá því hvers vegna hann haldi að starfið henti honum. Ef við- komandi starf krefst nákvæmni og bréfaskrifta, þá er ólíklegt að höfundur illa skrifaðs bréfs með stafsetningar- eða vélritunarvillum verði ráðinn. Trúlega hafnar umsóknin í næstu ruslakörfu! RÁÐLEGGINGAR TIL UMSÆKJENDA Við báðum Oddrúnu að gefa umsækj- endum nokkur góð ráð áður en þeir fara í viðtal, t.d. á ráðningastofu. 1. Það er mikilvægt að umsækjendur viti við hvað þeir vilja helst starfa og þá með tilliti til menntunar, reynslu og áhugasviðs. 2. Séu tilbúnir að greina sem gleggst frá fyrri störfum, þ.e. rekja starfsferil bæði hvað varðar sumarstörf, störf með skóla og eftir að námi lauk. 3. Tilgreini hvort leitað sé að framtíðar- starfi eða starfi til skemmri tíma. 4. Geri sér grein fyrir því að spurningar um t.d. áhugamál skipta máli, því oft hefur það skipt sköpum við ráðningu að viðkomandi hafi einmitt tiltekið áhugamál. 5. Komi með afrit af prófskírteinum og meðmælabréfum. 6. Hafi meðferðis nöfn hugsanlegra meðmælenda, þ.e. fyrri vinnuveit- enda eða kennara. 7. Komi snyrtilega til fara og séu já- kvæðir. Hafa ber í huga að margir umsækjendur eru um hvert starf þannig að nauðsynlegt er að sýna bestu hliðar sínar. 8. Vanda útfyllingu eyðublaðsins og gerð æviágripsins. NORRÆNA FERDASKRIFSTOFAN, SMYRIL LINA - ÍSLAND Laugavegur 3 • 101 Reykjavík • lceland Tel.: (9)1-626362 • Fax: (9)1-29450 • Telex: 3122 NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN HF. Laugavegi 3 Fjaröargötu 8 101 Reykjavík 710 Seyöisfjöröur Sími: 91-626362 Sími: 97-21111 Eftirfarandi er veröskrá fyrir fargjöld meö NORRÖNA sumarið 1992. Miöaö viö gengi 15.1. 1992. Hér er um aö ræöa fargjöld aöra leiðina. Hærra verðið 1) skal nota ef aðeins er keypt önnur leiðin. Lægra veröiö 2) skal nota ef viðkomandi kaupir ferð frá íslandi og aftur til baka á árinu 1992. Athugið einnig aö 25% afsláttur veitist af þeirri leiö sem hefst á blálituðum brottfarardegi samkvæmt áætlun. ísland- ísland- ísland- íslandHringferð Færeyjar Danmörk Noregur Hjaltland Svefnpoka 1) 13.915,- 23.690,- 20.240,- 17,710,- pláss 2) 10.435,- 17.770,- 15.180,- 13.285,- 34.413,- 4ra manna 1) 14.835,- 24.840,- 21.735,- 19.320,- klefi 2) 11.130,- 18.630,- 16.300,- 14.490,- 38.040,- 4ra manna 1) 16.330,- 27.370,- 23.575,- 21.045,- klefi m/baði 2) 12.250,- 20.530,- 17.685,- 15.785,- 40.800,- 2ja manna 1) 19.550,- 37.260,- 28.980,- 25.185,- klefi m/baði 2) 14.640,- 27.950,- 21.735,- 18.900,- 52.530,- „de-lux“ 1) 23.345,- 47.150,- 35.075,- 33.810,- klefi 2) 17.510,- 35.365,- 26.310,- 25.360,- 67.965,- Bifreið 1) 8.280,- 18.170,- 14.720,- 10.925,- Bifreið 2) 6.210,- 13.630,- 11.040,- 8.200,- Akagjald 1) 1.725,- 3.680,- 2.875,- 2.185,- á metra 2) 1.300,- 2.760,- 2.155,- 1.640,- fyrir bifreiðar yfir 5 metra Dæmi: Fargjald fyrir einn mann í 4ra manna klefa m/baði, Ísland-Danmörk, Noregur-ísland: 20.530,- + 17.695,- = 38.215,-.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.