19. júní - 19.06.1992, Side 33
hún mun staldra stutt við þar vegna
þess að leiðin liggur síðan til Ekvador
með viðkomu í Flórída. „Við erum
nokkrir sundfélagar í háskólanum í Ala-
bama á leið til Ekvador til að æfa í
þunna loftinu þar." Ekvador er í 9000
feta hæð yfir sjávarmáli og segir hún að
mjög gott sé fyrir sundmenn að æfa í
þunna loftinu.
Sl. þrjú ár hefur Ragnheiður stundað
nám í fþróttalffeðlisfræði og lýkur hún
B.Sc. námi í vor. Æfingar fyrir Ólympíu-
leikana í Barcelona á Spáni í vor hafa
tekið allan hennar tíma og eftir dvölina
í Ekvador fara hún og félagar hennar til
vesturstrandar Bandaríkjanna til að taka
þátt í sundmóti í Kaliforníu. Að því móti
loknu snýr hún síðan heim til íslands á
ný og fer með íslensku Ólympíuför-
unurn til Spánar.
„Æfingaaðstaðan vestanhafs er hreint
stórkostleg. Ég held áfram að æfa þar
eftir að ég lýk námi vegna þess að það
er svo miklu ódýrara fyrir mig," segir
hún. „Allar þessar æfingaferðir kosta
mig aðeins 2000 dollara og mér býðst
ekkert í líkingu við það hér heima. En
það hefur bjargað mér fjárhagslega að
ég fæ mánaðarlegar greiðslur úr Afreks-
mannasjóði íþróttasambands íslands -
annars gæti ég þetta ekki. Ég var færð
upp í svokallaðan A flokk í sjóðnum
þegar ég var kjörin íþróttamaður ársins.
Aðrir í þeim flokki eru spjótkastararnir
Sigurður Einarsson og Einar Vilhjálms-
son."
Ragnheiður er ergileg yfir lélegri æf-
ingaaðstöðu sundmanna hér á landi.
„Innisundlaugarnar eru of litlar og það
eru bara útilaugarnar sem eru nægjan-
lega stórar. Að æfa utandyra er ekki
beint heppilegt með tilliti til veðurfars-
ins á íslandi," segir hún og nefnir jafn-
framt að engir íþróttamenn nema sund-
menn verði að deila æfingasvæði sínu
með almenningi. „Það yrði aldeilis upp-
lit á fótboltaköppunum okkar ef þeir
þyrftu að deila æfingavöllunum með
áhugafólki um boltaíþróttir," bætir hún
brosandi við. Hún segir að sem betur
fer hafi sundlaugargestir í nýju sund-
lauginni í Kópavogi, þar sem hún æfir
þegar hún er hér á landi, sýnt mikla ti-
litsemi.
Aðalkeppnisgreinar Ragnheiðar eru
100 og 200 m bringusund en hún segist
hafa byrjað frekar seint að æfa bringu-
sundið, eða 17 ára gömul. „Ég var fyrst
og fremst bak- og fjórsundskona hér áð-
ur. En ég fékk astma þegar ég var 16 ára
og varð að breyta um sundgrein. Ég ef-
ast um að ég gæti synt baksund núorð-
ið," segir hún. Astminn gerir henni erf-
iðara fyrir í sundinu en öðrum en hún
segist aldrei hafa látið slíkt „smáræði"
hafa áhrif á sig. „Sund er eitt það besta
sem fólk með astma getur stundað vegna
þess að það eykur svo lungnaþolið."
Ólympíuleikarnir verða lokapunktur-
inn í keppnisferli Ragnheiðar Runólfs-
dóttur. „Það er kominn tími á mig og
þótt fyrr hefði verið," segir hún. „Það
var algengt á árum áður að sundkonur
hættu keppni um 16 ára aldur en nú er
þetta að breytast og konur keppa jafnvel
fram að þrítugu. Ég er sátt við að hætta
núna á meðan mér gengur vel. Þetta er
fjórtánda árið mitt í landsliðnu og satt
að segja hef ég ekki átt sumarfrí síðan
ég var 13 ára. Ég hef til dæmis aldrei
farið neitt um verslunarmannahelgina
en tel samt að ég hafi ekki misst af
neinu. Sundið er ákaflega bindandi
íþrótt en þegar ég lít yfir farinn veg veit
ég að ég hef átt mjög skemmtilegan
tíma og sé ekki eftir neinu."
„Nú er kominn tími til að fara að
borga námslánin og að byrja líf á öðr-
um vettvangi en ofan í sundlauginni.
Mér hefur verið boðið starf fram-
kvæmdastjóra og yfirþjálfara Sundfélags
Akraness og er mjög ánægð með það.
Starfið er spennandi og gefandi en síð-
ast en ekki síst þá nýtist menntun mín
vel í því. Ég hef allt of mikið keppnis-
skap til að halda áfram að keppa á
sama tíma og ég er upptekin af öðrum
verkefnum. Slíkt myndi ég ekki þola. Ég
vil hætta keppni sátt við sjálfa mig og
getað sagt að ég hafi lagt alla orku mína
í að gera mitt besta."
VEIT HVAÐÞU YILT!
Mikil útbreiðsla DANFOSS ofnhitastilla a
íslandi sýnir að þeir eru í senn nákvæmir og
öruggir.
Æ fleiri gera nú sömu kröfur til baðblöndun-
artækja og velja hitastilltan búnað frá
DANFOSS.
Með DANFOSS næst kjörhiti á heimilinu
Þú stillir á þægilegasta hitann i hverju her-
bergi og DANFOSS varðveitir hann nákvæm-
lega.
Og í baðinu ertu alltaf öruggur með rétta
hitann á rennandi vatni, ekki sístfyrir litlafólkið
þitt.
Aukin vellíðan, lœgri orkukostnaður.
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
33