19. júní


19. júní - 19.06.1997, Síða 10

19. júní - 19.06.1997, Síða 10
Getur hagfræðin leyst gátuna um launamun kynjanna? Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður hagfræðistofnunar Háskólans, er viss um það. Lausnin felst í menntun, að hans mati. Undanfarinn áratug hefur áhugi hagfræðinga á að skýra mis- munandi stöðu kynjanna, sérstaklega á vinnumarkaði, aukist. Fyrst og frenrst hefur áhuginn beinst að því að skýra launamun karla og kvenna og lrafa nokkrar kenningar verið settar frarn í því sambandi. Hagfræðingar á Islandi hafa lítið gefið þessum málum gaum en það virðist þó vera að breytast. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands framkvænrdi kannanir á tímatekjum og menntun nærri 6.400 einstaklinga á Islandi árin 1993-1995. í 1. töflu má finna niðurstöður þcssara kannana. Hvorki hefur verið gert ráð fyrir mismunandi starfsreynslu né tign starfsmanna. 1. tafla. Tímatekjur eftir menntun og kyni á íslandi, 1993-1995 Karlar Konur Almennt grunnám 582 kr. 462 kr. Verklegt framhaldsnám 717 kr. 489 kr. Bóklegt framhaldsnám 738 kr. 515 kr. Sérskólanám á háskólastigi 794 kr. 530 kr. BA nám 732 kr. 620 kr. BS nám 879 kr. 770 kr. MA, MS og doktorsnám 1.067 kr. 793 kr. Heimild: Félagsvísindastofnun {1996) í töflunni sést að nokkur munur er á tímalaunum eftir menntunarstigi og kyni og það er þessi munur sem hagfræðing- ar með kenningum sínum leitast við að skýra. Fcir sem aðhyllast nýklassíska hagfræði reyna yfirleitt að skýra mismunandi stöðu kynjanna með mannauðskenningum. Því er oft haldið fram að karlar og konur búi yfir mis miklum mannauði og þ.a.l. séu kynin mis framleiðin, þ.e. að karlar af- kasti meiru cn konur á sarna tíma vegna meiri þekkingar. Ný- klassísk hagfræði gerir ráð fyrir að einstaklingum sé greitt fýrir vinnu sína eftir afköstum og þar mcð sé skýringin á mismun- andi launum kynjanna komin. Mannauður starfsmanna er oft mældur með menntun þeirra. Menntun er fjárfesting í þekk- ingu sem hægt er að selja. Mannauður er sú þekking sem gerir einstaklingnum kleift að selja krafta sína dýrar en ella. í nóvember 1996 framkvæmdi Hagstofa íslands vinnumark- aðskönnun þar sem menntunarstig íslensk vinnuafls var kannað. Úrtakið byggir á 3.774 einstaklingum á aldrinum 25-65 ára. Á 1. mynd má sjá hlutfallslega skiptingu vinnuaflsins eftir mennt- unarstigi og kyni árið 1996 á Islandi. 1. mynd. Hlutfallsleg skipting vinnuafls á aldrinum 25-65 ára eftir menntunarstigi og kyni árið 1996 f
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.