19. júní


19. júní - 19.06.1997, Page 11

19. júní - 19.06.1997, Page 11
* * í ljós kemur að aðeins 12% karla hafa grunnmenntun sem lágmarksmenntun en 39% kvenna. 47% karlanna hafa notið starfsmenntunar og almenns bóknáms en 35% kvennanna. 25% karla hafa prófgráðu af framhaldsskólastiginu en 10% kvenna. Hlutfall einstaklinga sem hafa prófgráðu úr háskóla, 16%, er óháð kynjum. Ur þessum tölurn ntá lesa að menntun íslensk vinnuafls virðist vera kynbundin og ef mannauðskenningin stenst er þarna koniin hluti skýringarinnar á launamun kynj- anna. Ef leysa á launamisrétti samkvæntt mannauðskenning- unni verða konur að mennta sig a.rn.k. til jafns á við karla til að njóta sömu launa. Konur hafa áttað sig á þessu. Undanfarin ár hefur kvenfólk verið í meirihluta nemenda við Háskóla Islands og ef frarn heldur sem horfir mun meðalmenntun kvenkyns vinnuafls á Islandi verða rneiri en karlkyns á næstu áratugum. Hagfræðingar, með nóbelsverðlaunahafan Gary Becker í broddi fylkingar, hafa einnig reynt að skýra launamismun kynj- anna með því að nota kenningar um mismunun. I’á er gert ráð fyrir að atvinnurekandinn mismuni starfsmönnum á grunni kynferðis og greiði karlmönnum hærri laun eingöngu vegna fordóma sinna. Þessi kenning á grunn sinn í rannsóknum á kyn- þáttamisrétti og náði hún vel að skýra hvers vegna t.d. svartir Bandaríkjamenn þáðu yfirleitt lægri laun en hvítir landar þeirra á sjötta og sjöunda áratuginum. Hugsanlegt cr að þar sem karl- ar eru í rniklum meirihluta stjórnunarstarfa, e.t.v. vegna meiri menntunar, að þeir mismuni, kynbræðrum sínum í hag vegna fordóma. Ef sú er raunin má jafna launamun kynjanna með aukinni samkeppni. Á markaði þar sem einokun eða fákeppni ríkir geta fýrirtæki farið fram á hærra verð fýrir vöru og þjón- ustu en þar sem mörg fýrirtæki keppa um hylli viðskiptavinar- ins. Þetta er lögmálið um framboð og eftirspurn í sinni einföld- ustu mynd. Fákeppnisfyrirtækin búa þannig við meiri gróða en þar sem samkeppni ríkir. Þetta gerir stjórnendum kleift að láta stjórnast af fordómum - þeir hafa efni á því. Ef stjórnandi fyr- irtækis sent byggi við mikla samkeppni myndi stjórnast af for- dóntum sínum en ekki því að ráða hæfustu starfsmennina án til- lits til kynferðis rnyndi fyrirtæki hans einfáldlega verða undir í samkeppninni. Samkvæmt kenningunum tveimur sem raktar hafa verið hér ntá útrýnta launamismunun með annarsvegar aukinni menntun og liinsvegar aukinni samkeppni. Þróun vcstrænna hagkerfa undanfarna áratugi hefur einmitt verið í þá átt að samkeppni er stöðugt að aukast og menntun kvenna og karla að aukast. Það eru því e.t.v. betri tímar í vændum hvað varðar jöfn laun kynj- anna ef kenningarnar tvær eru réttar. Tíminn einn mun leiða það í ljós. ■

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.