19. júní


19. júní - 19.06.1997, Side 22

19. júní - 19.06.1997, Side 22
„Samkvæmt auglýsingunum / eru allar konur prinsess- ur / miðað við bláa blóðið / í dömubindunum." Svona orti Andri Snær Magnason í Bónusljóðum. Elfa Ýr Gylfadóttir veltir líka fyrir sér bláa blóðinu. Elfa er bókmennta- og fjölmiðlafræðingur og á styrk frá Vís- indasjóði til að kanna kynímyndir í íslenskum auglýs- ingum Hvað sýgur blóð og er meö vængi? Auglýsingar um dömubindi sýna ímynd hinnar glaðlegu og frjálsu konu. I’au eru orðin sýnileg í samfélagi okkar cftir ára- tuga þögn og eru nú kynnt sem helsta hjálpartæki kvenna til að einfalda lífið. Það má segja að dömubindin séu orðin að tákni um frelsi kvenna. Aður táknuðu heimilistækin frelsi þeirra. Konur dönsuðu með Nilfisk ryksugur í auglýsingum fyrir um þrjátíu árurn síðan og réðu sér ekki af kæti vegna nýju þvotta- vélarinnar. Upp úr 1960 voru það góð heimilistæki sem léttu konum heimilisstörfin og veittu þeirn meiri frítíma. I dag dansa konur af ánægju vegna dömubinda með vængjum sem sjúga í sig bláan hreinsilög. I auglýsingunum eru konurnar glaðlegar, öruggar og umfram allt hreinar. Dömubindi veita vellíðan og „þér finnst þú vera hrein og þurr“ þegar þú notar þau. Auglýs- ingarnar ganga allar út á að sýna fram á hvernig hægt er að vera á blæðingum án þess að finna fyrir þeim: „einstakt dry-weave yfirlagið leiðir rakann inn í bindið og hleypir næstum engu til baka“. Hvorki konan sjálf né samfélagið eiga að gjalda þess að konur hafi tíðir. Það sem meira er, konum virðist jafnvel líða betur á blæðingum en hina daga mánaðarins af auglýsingunum að dæma. Litirnir sem ríkjandi eru í auglýsingunum, blár og hvítur, vekja athygli margra lesenda. Tær og bláleitur sótt- hreinsunarvökvi kemur í staðs blóðs til að sýna hvernig hvít dömubindin drekka í sig vökvann án þess að hann sjáist á yfir- borðinu. Fyrirsæturnar í auglýsingunum eru oftar en ekki klæddar þröngum og ljósum fötum, oftast hvítum buxum eða pilsum. Þannig verður hvíti liturinn tákn hreinleika í auglýsing- unum, svo ekki sé minnst á öryggið sem felst í að nota dömu- bindin, fyrst konurnar klæðast hvítum og þröngum fötum á meðan á tíðum stendur. Bláleiti, tæri vökvinn sem kemur í stað rauða litarins, blóðsins í auglýsingunum, er kaldur litur og virð- ist ólífrænn. Hann tengist sótthreinsun og er því alger andstæða þess vökva sem hann á að tákna. Þannig er búið til hreint og sótthreinsað yfirbragð á blæðingar sem tæplega eiga við rök að styðjast.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.