19. júní


19. júní - 19.06.1997, Side 23

19. júní - 19.06.1997, Side 23
Skal hún vera óhrein sjö daga Sú ímynd sem birtist í auglýsingum um hina hreinu og þurru konu á blæðingum er algerlega andstæð þeirri ímynd kvenna sem sjá má fyrr á öldum. I Biblíunni, svo dæmi sé tekið, má sjá mikinn ótta við tíðablóð kvenna. I þriðju Móse- bók eru konur taldar óhrcinar þegar þær eru d blæðingum og allt sem þær snerta er einnig óhreint: „Nú hefur kona rennsli, og rennslið úr holdi hennar er blóð, þá skal hún vera óhrein sjö daga, og hver sem snertir hana skal vera óhreinn til kvelds. Allt það, sem hún liggur á, meðan hún er óhrein, skal vera óhreint, og allt, sem hún situr á, skal vera óhreint. Og hver sem snertir hvílu hennar, skal þvo klæði sín og lauga sig í vatni og vera óhreinn til kvelds... Og ef einhver samrekkir henni og tíða blóð hennar kernur á hann, þá er hann óhreinn sjö daga, og hver sú hvíla skal óhrein vera, er hann liggur í...“ í bókinni Purity and Danger fjallar mannfræðingurinn Mary Douglas urn reglur samfélagsins um hreinleika og saurgun. Margar reglurnar fjalla um tíðir kvenna og gefa til kynna saurg- un og óhreinleika tíðablóðs. Tilvitnunin að ofan í Biblíuna er gott dæmi um slíka reglu. Douglas minnist á ýmsa hjátrú um tíðir og nefnir dæmi um menningarsantfélög þar sem karlar eru taldir geta veikst eða jafnvel dáið ef þeir komast í snertingu við tíðablóð. í dag hefur hjátrúin hins vegar vikið fyrir annarri hug- mynd um tíðablóð í vestrænu samfélagi. Blæðingar teljast þó ekki eðlilegur þáttur í lífi kvenna nteð þeim óþægindunt og verkjum sem blæðingum geta fylgt. Búin hefur verið til ný og ótrúverðug rnynd af konum á blæðingum. Blæðingar eru orðn- ar ofur þrifalegar, konur finna ekki lengur fyrir þeim og konur eiga svo sannarlega ekki að finna fyrir neinum óþægindum á rneðan þær nota auglýst dömubindi. Dömubindin virðast hafa mikinn mátt í auglýsingunum, þau geta meira að segja hjálpað til við að „tryggja að stefnumótið verði ánægjulegt“. Tíðir eru ekki lengur til trafala fyrir konur, sér- staklega ekki í umgengni við karlmenn: .sambönd gcta verið flókin og þú þarft sann- arlega ekki á blæðingum að halda til að gera líf- ið flóknara“ enda segir líka: „láttu ekki tímasetn- inguna spilla stefnumótinu“. Konur hafa verið álitnar óhreinar vegna blæðinga sinna í árþúsundir og hafa þær haldið aftur af konum í menningu okk- ar. Nú er hins vegar búið að snúa blaðinu við og keppast aug- lýsendur við að sannfæra konur unt að blæðingar standi ekki í vegi fyrir þeim á nokkurn hátt Iengur. Meira að segja samskipti við karlmenn eru orðin auðveldari - það er að segja ef eitthvað er varið í vin þinn. ■

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.