19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 24

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 24
„Það er oft talað um að menntun sé lykill að jafnrétti. Menntun skiptir mjög miklu máli en meðvitundin um stöðu sína og rétt sinn sem manneskja skipt- ir öllu máli. Þá meðvitund lærir maður ekki í formlegum skóla heldur með- tekur úr öllu sem maður sér í samfélaginu. En maður getur mótað hana eft- ir formlegt nám, eða áttað sig betur á henni. Ég held að þessi meðvitund sé eitthvað sem hríslast um samfélagið. Það sé hún sem kalla megi viðhorfs- breytingu. Það frábæra við viðhorfsbreytinguna er að maður fer að fá liðs- menn úr ótrúlegustu áttum og það er þvílík hvíld," segir SIGRÍÐUR LILLÝ BALDURSDÓTTIR, sem nýlega tók við formennsku í Kvenréttindafélaginu. Brynhildur Pórarinsdóttir ræddi við hana. Sigríður Lillý er eðlisfræðingur og vísindasagnfæðingur og kenndi stærðfræði og eðlisfræði í 20 ár áður en hún fór til starfa í stjórnsýslunni. -Fyrst til að sjá um undirbúning kvenna- ráðstefnunnar í Peking íyrir utanríkisráðuneytið en síðan sent skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. Hún er gift Skúla Bjarnasyni lögfræðingi og eiga þau þrjú börn. Sigríður Lillý hefur unnið með Kvennalistanum nánast frá stofnun hans, en ekki tekið virkan þátt í starfinu sl. þrjú ár vegna starfa í stjórn- sýslunni. Enn eru kvenréttindin þó efst á blaði, þótt vettvang- urinn sé annar. „Það er allt unnið á formlegum nótum í ráðuneytinu,” segir Sigríður Lillý. „Við komurn jafnréttishugsuninni á framfæri í formi lagasetninga eða reglugerða og vinnum auk þess að ýms- um sértækum verkefnum, til að mynda er verið að vinna hér verkefni um starfsmat. Undir ráðuneytið heyrir skrifstofa jafn- réttismála sem hefúr daglega umsjón með jafnréttismálunum. En verkefnin eru ekki aðeins innanlands. Við tökum þátt í ýmsu alþjóðlegu starfi, á vettvangi Samcinuðu þjóðanna, á Evrópu- vettvangi í gegnum EES samninginn og í Evrópuráðinu. Auk þess erum við virkir þátttakendur í norrænu samstarfi. I’etta er mjög fjölþætt starf, maður lærir ýmislegt og kemur með ýmsa þekkingu heim með sér og það er mjög jákvætt. En mestu skiptir að skila því inn í íslenskt samfélag.” Viljum flokkast með þeim bestu Sigríður Lillý segir að mest sé litið til Norðurlandasamstarfsins. „Norðurlöndin hafa verið í fararbroddi hvað jafnrétti varðar og það skiptir geysimiklu máli að fá að fljóta þar með. Þar með flokkum við okkur með þeint sent fremst standa. Að mörgu leyti eigum við heima þar, en að mörgu leyti ekki. Það er alltaf erfitt að bcra santan stöðuna milli þjóða. Þegar Þróunar- stofnun SÞ raðaði löndum lieims upp eftir stöðu kvenna, þá varð ísland efst hvað varðaði formleg réttindi; aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu og slíku, en hin Norðurlönd- in komu fast á eftir. Hins vegar, þegar kom að fjölda eða hlutfalli kvenna á þingi og í sveitarstjórnum, og ýmsurn öðrum mælanlegum viðmiðum í samfélaginu, lentum við neðar. Norræna samstarfið er mjög mikilvægt fyrir okkur, við tölum sama tungumál í margþættum skilningi þess orðs. Hugsunar- hátturinn er svipaður sem og tilfinning okkar fyrir jafnrétti. Þetta keniur vel í ljós þegar talað er við fólk frá öðrum heims- hornum, þótt ekki sé nema frá Mið-Evrópu, að hugsunarhátt- urinn er þar annar og tilfmning fólks fyrir því hvað felst í jafn- rétti ekki sú sama. Þar þarf því oft að vinna að málinu á ólíkan hátt. Jafnréttismál eru flókið viðfangsefni og konur annars stað- ar í heiminum geta haft réttindi sem við bara höfum ekki látið okkur koma til hugar að keppa að. Við erum stundum blind á aðstæður okkar. Þessi eiginleiki að laga sig að aðstæðum getur snúist upp í andhverfu sína og orðið til þess að fólk sér ekki gallana í eigin kerfi.” Formlega höfum við ágæta stöðu „Vandinn er að ástandið er menningarbundið. Við erum óskap- lega föst í alls konar hugmyndum um það hvernig hlutirnir eiga að vera. Þannig er það í öllum menningarsamfélögum. Menn- ing er í rauninni ekkert annað en einhvers konar sátt samfélags- ins um það að mannlifið eigi að vera með ákveðnum hætti og það er ekki einfalt að brjóta upp slíka sátt. Við tölum um við- horfsbreytingu sem er sakleysislegt orð yfir flókið ferli sent skil- ar sér í breyttri sátt um samfélagið eða nýrri menningu. ZZ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.