19. júní


19. júní - 19.06.1997, Page 48

19. júní - 19.06.1997, Page 48
Biskupskosningar verða í sumar og hafa fjórir prest- ar lýst yfir áhuga á embættinu. Óskar Haísteinn Ósk- arsson, guðfræðinemi, lagði nokkar spurningar um málefni kvenna í kirkjunni fyrir biskupsefnin. Þrjár spurningar voru lagðar fyrir: 1. í svari kirkjumálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi fyrir skemmstu varðandi nefndir skip- aðar um málefni kirkjunnar kom fram að í alls 27 nefndum væru karlar með meirihluta í 23 og í ellefu þeirra voru eingöngu karlar. Auk þess voru karlar formenn í 23 nefndanna. Telur þú það hafa gildi fyrir kirkjuna að þetta hlutfall jafnist? Ef já: Hvaða leiðir telur þú æskilegar til að ná fram slíku markmiði? 2. í kjölfar aukinnar menntunar og áhrifa kvenna hefur gagnrýni þeirra á karlmiðlægt gildismat guðfræðinnar farið vaxandi. Þessi gagnrýni hefur m.a. beinst að biblíuþýðing- um, Guðsmyndinni og tungutaki helgihalds- ins. Telur þú þessa gagnrýni mikilvæga fyrir túlkun og boðun kristinnar trúar í nútíman- um? Myndir þú sem biskup beita þér fyrir því að gagnrýni kvenna hefði mótandi áhrif á guðfræðilega umræðu og helgihald íslensku þjóðkirkjunnar á næstu árum, ef já þá hvernig? 3. Hvaða gildi teldir þú það hafa fyrir kirkju og kristni á íslandi að konur settust í æðstu valdastóla kirkjunnar?

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.