19. júní - 19.06.1997, Side 50
mælt af reynslu: „Guð fer ekki í manngreinarálit.“? Hér er eng-
inn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls rnaður, karl né kona. Þér
eruð allir eitt í Kristi Jesú.“ Að þeirri einingu ber okkur að stcfna
og hlúa, sem börn borin á föðurörmum og móðurbrjóstum hins
eina, sanna Guðs, sent afhjúpar veru sína og vilja í Jesú Kristi.
Ymislegt í ntálfari helgihaldsins og ritninganna ntá lagfæra með
það í huga að gera ekki upp á ntilli karla og kvenna, svo sent að
segja „systkin“ í stað „bræður“ og nota hvorugkyn eins og í
setningunni, sem ég vitnaði í hér að ofan úr Nýjatestamentinu:
„Þér eruð öll eitt í Kristi Jesú.“
3. Kirkjan þarfnast góðs fólks: Sérhver góð manneskja, sem
með heilindum, siðferðis og trúarstyrk og kærleika til Krists og
kirkju hans, leggur hönd á plóg á akri kirkjunnar, hefur óum
ræðilegt gildi fyrir kirkju og kristni á íslandi. Kirkjan þarf á slík-
um kröftum jafnt kvenna sem karla að halda. Manngildið skipt-
ir meira máli en kynferðið. I’að hefur vissulega mikið gildi fyrir
kirkju og kristni eins og þjóðfélagið allt þegar konur veljast til
forystu. A það minnir kjör Vigdísar Finnbogadóttur á sinni tíð
og vera hennar í forsetaembætti.
Séra Sigurður Sigurðarson: Jafna þarf hlut kvenna
á kirkjuþingi
1. Eins og fram kemur í spurningu
blaðamanns, er það ekkert leyndarntál
að í hinurn svokölluðu nefndum kirkj-
unnar er mikið misvægi kynjanna.
Þetta misvægi er sannarlega óréttmætt
og ástæðulaust. Þær nefndir kirkjunn-
ar, sem líklega skipta mestu máli eru
sóknarnefndir. I þeim sitja fjölmargar
konur. IConur taka rnikinn þátt í starfi
kirkjukóra. Þær eru í meirihluta þeirra
sem inna af hendi margvíslegt sjálf-
boðastarf í kirkjunni. Itök þeirra í yf-
irstjórn kirkjunnar eru ekki í neinu
samræmi við þetta framlag þeirra og
þau ómissandi áhrif sent þær hafa á
D r . Arnfriður Guðmundsdóttir:
„Ég cr ekki feministi“! Þannig hljómaði fyrirsögn á blaðaviðtali
við Christina Odenberg, sem birtist í vor rétt fyrir biskupskosn-
ingarnar í Lundi í Svíþjóð. Odenberg var í þeirn kosningum
kjörin fyrsti kvenbiskup Svíþjóðar. I viðtalinu segist hún flokka
feminisnta til öfgastefnu („ultrafanatism"), sem hún vill ekki
vera orðuð við, þó hún beri hag kvenna og kvenpresta fyrir
brjósti.
Lútherska kirkjan var seinni til að vígja konu til biskups en
flestar aðrar kirkjudeildir sem fylgjandi eru prestsvígslu kvenna.
Víða gætir tregðu við fjölgun kvenbiskupa og enn hefur fjöldi
lútherskra kvenbiskupa í heiminum ekki náð að fylla tuginn.
Líkt og annars staðar í heiminum þá hefur í umræðunni um
væntanlegt biskupskjör innan íslensku þjóðkirkjunnar oft verið
spurt hvort og hvenær það sé tímabært að kona gegni embætti
biskups. En spurningin um tímabært eða ekki tímabært jafnrétti
hefur löngum verið haldið á lofti af þeim er hafa viljað halda aft-
ur af réttindabaráttu kvenna.
Undanfarna mánuði hefur karlaveldi íslensku þjóðkirkjunnar
verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Tölur sem kirkjumálaráð-
herra lagði fram á Alþingi fyrir skömmu um hlutfall karla og
kvenna í störfúm og nefndum á vegum kirkjunnar, bera karla-
veldi kirkjunnar ótvírætt vitni. Konur eru ennþá í miklum