19. júní


19. júní - 19.06.1997, Page 53

19. júní - 19.06.1997, Page 53
Gunnlaugur Sigurðsson, skólastjóri: Af og frá. Konur fá enn ekki greidd sömu laun og karlar, a.m.k. ekki á hinum almenna markaði. Þær njóta ekki þess sama og karlmenn njóta, þurfa að sýna meira en karlmennirnir. Karlmönnunum leyfist ýmislegt sem konur leyfa sér ekki. Mér finnst, ef ég get leyft mér að alhæfa, konur yfir höfuð vera miklu samviskusamari heldur en karlar í vinnu og lífinu almennt. Þetta breytist of hægt. Það strandar bæði á okkur karlmönnunum, sem vilja sitja að völdum og á konunum. Konurnar, kannski einkum og sér í lagi eldri konur, eru konum verstar. Það vantar að konur skoði, hver fyrir sig, sitt eigið sjálfstæði. Út frá samfélaginu í allri sinni heild. Það vantar hugarfarsbreytingu og samstöðuleysið meðal kvenna er gefið mál. Og auðvitað er þetta spurning um tíma. Kolbrún Stefánsdóttir, útibússtjóri: Nei, það er ekki jafnrétti milli kynja á íslandi. Það vantar töluvert upp á það. Mér finnst eins og við séum stödd á miðjum firði í þeim efnum. Það hefur verið ýtt úr vör og ýmislegt áunnist en hvort við náum landi, og hvernig, á eftir að koma í ljós. Við erum ekki strand - það mjakast þótt hægt fari. Þegar ég mætti í fyrsta skipti á ársfund Landsbankans 1989 var ég eina konan en um 60 karlar. Á fundinum í vor var hlutfallið um 40/60. Við eigum konu í bankaráði, starfsmannastjóri er kona og kvenkyns útibússtjórar eru orðnir 6, forstöðumenn 4 og kven-skrifstofustjórar eru fleiri en karlar í Landsbankanum. En auðvitað þurfum við konur að vera meira vakandi í þesum efnum, það lagar þetta enginn fyrir okkur. Mér finnst stundum að okkur vanti áræði eða áhuga á að leggja út í hefðbundin karlastörf og kemur þar margt til, eins og til dæmis óvinsældir og umtal sem oft fylgir þeim störfum. Fólk dæmir konur oft harðar en karla, en við þurfum fyrst og fremst að hafa þokkaleg laun til að búa við frelsi til að velja. Guðný Helga Herbertsdóttir, Verslunarskólanemi: Jafnréttið er í orði en ekki á borði. Mér finnst meira talað en gert. Ef kona kemst í góða stöðu þá er það fréttnæmt en kannski ekki annars. Ég held að það sé aðallega út af vanmati kvenna á eigin getu, og líka að karlmönnum eru greidd hærri laun á þeirri forsendu að þeir séu fyrirvinnan. Guðmundur Ríkharðsson: Það myndi ég ætla, já. I störfum og öðru og launamálin eru í samræmi við það.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.