19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1997, Qupperneq 56

19. júní - 19.06.1997, Qupperneq 56
-Er nauðgun ekki sama og nauðgun? Skiptir það máli hvert fórnarlambið er þegar unt nauðgun er að ræða? Eiga dómarar, sem yfirleitt eru karlmenn, auðveldara með að samsama sig fórnarlambinu og skilja þjáningar þess þegar það er karlmaður? í kynferðisglæpum felst alltaf oíbeldi, en svo virðist sem um- ræðan fái annan blæ þegar um drengi eða karlmenn er að ræða en þegar fórnarlömbin eru kvenkyns. Leitað var álits lögmanns á því hvort þetta almenningsálit næði til dómstólanna. „Ég held að segja megi að þjóðfélagsstaða eða kynferði ein- staklingsins skipti ekki höfuðmáli fyrir dómstólum. Aðalatriðið er sönnunarstaðan,“ segir Björn L. Bergsson, lögmaður, sem unnið hefiir m.a. fyrir Neyðarmóttöku vcgna nauðgunar a Borgarspítalanum. Hann segir erfitt að meta hvort um þyngri dóma er að ræða þegar fórnarlömbin eru karlar, þar sem sárafá slík tilvik séu staðfest og enn færri kærð. Til að mynda hafi 202 einstaklingar leitað til Neyðarmóttökunnar á fyrstu þrem starfs- árum hennar, 188 konur og 14 karlar. Rétt sé þó að geta þess að einungis hluti þessara mála fari alla leið til dómstóla. Björn segir að meðferð nauðgunarmála hafi verið að breytast, en bendir á að ekki dugi að horfa bara fá ár aftur í tímann þeg- ar lagt er mat á breytingar á dómskerfmu er að ræða. „Dómar hafa þyngst,“ segir hann, „og í dag er verið að dæma menn í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun, lengra ef um mikið ofbeldi er að ræða eða vopnum cr beitt. Einnig er far- ið að dæma brotaþola miskabætur sem ríkið ábyrgist að verði greiddar. I’að er þó fyrst og fremst táknrænt því peningar geta að sjálfsögðu ekki bætt þann skaða sem fórnarlömb nauðgara verða fyrir.“ Að sögn Björns eru dómstólar farnir að teygja sig rnjög langt til móts við fórnarlambið þegar þeir rneta hvor framburðurinn er sennilegri. Fyrir 4-5 árunt hafi ákærða nægt að neita tii að honum yrði sleppt, ef engin sönnunargögn eða vitni tengdust málinu. „Ef fórnarlamb nauðgara fer í gegnum allan ferilinn í dag; Neyðarmóttökuna, Rannsóknarlögregluna og dómskerfið eru meiri líkur á því að hinn ákærði verði sakfelldur,“ segir hann. Björn efast ekki um að starfsemi Neyðarmóttökunnar hafi breytt miklu um rannsókn og nteðferð nauðgunarmála. Miklu skipti að þar er þolandinn alltaf nafnlaus og gengið er ntjög ríkt eftir því að allt starfsfólk haldi fullum trúnaði. Fórn- arlöntb kynferðisafbrota geti þannig leitað til móttökunnar án þess að rnálið komist í hámæli og án allra kvaða. Það velti síð- an algerlega á þolandanum hvort hann kæri. Stundum skiptir máli hver á í hlut 1 Kanada upphófst ntikil umræða um kynferðisglæpi fyrir skömmu þegar upp kornst að íshokkíþjálfari scm þjálfaði unga drengi hafði misnotað þá kynferðislega. Upp frá því komu frant í fjölmiðlum eldri íshokkíleikmenn sem höfðu lent í sams kon- ar málum, og í framhaldi af því háttsettir menn, stjórnmála- menn o.fl., sem kornu með hástemmdar yfirlýsingar um að of- beldinu yrði að ljúka, þar sent um gulldrengi þjóðarinnar væri að ræða. -Ishokki er einmitt þjóðaríþrótt Kanadamanna. Hokkíþjálfarinn fékk rnjög þungan dóm. Á santa tírna fengu tveir kanadískir háskólastúdentar vægan dóm fyrir ntanndráp af gáleysi eftir að hafa nauðgað og drcpið vændiskonu. ■ Enn heyrist þaö sjónarmið aö ögrandi klæðnaöur eða atferli hreinlega hvetji til nauðgunar og firri gerandann ábyrgð. Fyrir fáeinum árum var ung stúlka á heimleið af skemmtistað. Hún var mjög drukkin og leigubílstjórinn sem ók henni heim misnotaði aðstöðu sína. Hún rankaði við sér við það að hann var að hafa mök við hana og kærði hann fyrir nauðgun. Hann varði sig með því að hún hefði ekki neitað, en hún sagðist engan veginn hafa gert sér grein fyrir því hvað væri að gerast. Bauð hún upp á eitthvað eða ögraði hún honum til eínhvers? Leigubílstjórinn var í það minnsta sýknaöur -en þó rekinn úr starfi. Setjum dœmið öðruvisí upp: Ungur maður er á leið heim af skemmtistað. Hann er mjög drukkinn og leigubílstjórinn misnotar að- stöðu sína. Veski mannsins stendur upp úr jakkavasanum og bílstjórinn hirðir úr þvi allt fé. Maðurinn kærir hann fyrir þjófnað. Getur bílstjórinn borið það fyrir sig að maðurinn hafi ögrað honum með því að láta glitta i veskið? -Eða varið sig með því að hann hafi ekki neitað? Yrði þessi bílstjóri sýknaður?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.