19. júní


19. júní - 19.06.1997, Side 70

19. júní - 19.06.1997, Side 70
Veltur verka- skiptingin við uppvaskið á menntun? Þótt menntun kvenna skili ekki eins miklu i launaumslag- ið og menntun karla, skilar hún miklu innan veggja heim- ilisins. „Vel menntaðar konur hafa fengið karlana til að skúra og skeina, en hefðbundin verkaskipting þrifst best hjá fólki með skamma skólagöngu að baki. Jaínréttið innan heimilis- ins virðist þannig vera tengt félagslegri stöðu,” segir Bjarne Hjort Andersen, lektor í félagsfræði í Kaupmannahöfn, en hann rannsakaði heimilishald 5400 danskra foreldra. „Kon- ur sem hafa aflað sér menntunar og eru að byggja upp starfs- frama eru betri í að takast á við ágreiningsmálin á heimavíg- stöðvunum og makar þeirra sætta sig við jafna verkaskipt- ingu.” Að sögn Bjame er það almennt lögmál í félagsvísind- unum að það sem verði að venju hjá miðstéttinni, eða menntafólkinu, breiðist smám saman út til annarra. Því megi draga þá ályktun að jafnréttið sé að breiðast út en samtímis verði menn að velta því fyrir sér hversu langt við séum kom- in. „Það er þegar allt kemur til alls enn þá þannig á flestum heimilum að konurnar bera ábyrgðina á húsverkunum," seg- ir hann. 1M 11 v v \ \ l —-••• /i ■ \ ‘Æ'N-.bi / E Stofnaðir 1939 PRÓFANÁM - FRÍSTUNDANÁM Öldungadeild á grunn- og framhaldsskólastigi. Fjölbreytt tungumálanám. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið. Námsaðstoð fyrir skólafólk. Sérkennsla í lestri og skrift. Upplýsingar í síma 551 2992. Kennsla fer franr í Miðbæjarskóla og Mjódd. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR Gramsaðu í öllum mögulegum reglugerðum!!! Það er merkileg staðreynd að launamunurinn meðal menntaðs fólks er einna mestur í opinbera geiranum. Þegar kemur að ýmsum stjórnunar- og sérfræðistörfum fyrir ríki og bæi saman- standa launin oft af tiltölulega lágu grunnkaupi og alls kyns aukagreiðslum, launum fyrir nefnd- arsetu, dagpeningum, bilastyrk, o.fl. í mörgum tilfellum hvílir það á herðum viðkomandi starfs- manna að bera sig eftir þessum aukagreiðslum, sækja í réttu sjóðina, senda inn upplýsingar um fundasetu, óska eftir fæðispeningum, fatapen- ingum, kostnaðargreiðslum eða hvað það nú annars er sem fólk á rétt á í hverju starfi. Upplýs- ingar um það liggja hins vegar ekki á lausu. -Og fáir atvinnurekendur sjá sér hag í því að benda fóki á þessa hluti. Launamisréttið er ekki endi- lega kerfisbundið. ■

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.