19. júní


19. júní - 19.06.1997, Page 77

19. júní - 19.06.1997, Page 77
Hvað viltu vita um stöðu kynjanna Hagtölur um konur og karla Bæklingurinn Konur og karlar 1997 kemur út á næstunni. Hann hefur að geyma nýjustu upplýsingar um stöðu kynja á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins. Efnið spannar m.a.: • mannfjöldann • lífsvenjur og heilsufar • menntun • atvinnu • laun og tekjur • áhrifastöður Tekið er á móti pöntunum í símum: 560 9860 og 560 9866 og bréfasíma: 562 3312 Hagstofa íslands Skuggasundi 3 150 Reykjavík S. 560 9800 Bréfas.562 3312 Netfang: hagstofa@hag.stjr.is Bakslag í fyrrum komm- únista- ríkjum r Ikjölfar hruns kommúnismans hefur áhersla ver- iö lögö á það i A-Evrópu að konur eigi að fara aftur inn á heimilin og sinna fjölskyldu og barna- uppeldi. Tal um kvenréttindi þykir minna á áróð- ur gömlu kommúnistaflokkanna og er hafnað sem hluta af þeirri arfleifð. Undir stjórn kommúnista var lögð mikil áhersla á jafnrétti í framkvæmd; lögum samkvæmt, í menntun og á vinnumarkaði. Komið var á öflugu fæðingarorlofi, vöggustofum og leikskólum. í raun voru lagðar tvöfaldar byrðar á konur; þær áttu að standa sig jafnt körlum í atvinnulífinu en bera um leið alla ábyrgð á heimili og fjölskyldu. Frá 1989 hefur dæmið verið að breytast og gamaldags hugmyndir um stöðu konunnar hafa fengið mikinn byr. Kannanir hafa leitt í ljós að konur og karlar á öllum aldri eru sammála um að konan eigi að sinna húsverkunum og heimilinu. Skoðanakönnun sem gerð var árið 1991 í Slóvak- íu kom fram að aðeins 8% kvenna töldu að konur ættu að vinna fulla vinnu og aðeins 12% kvenna á aldrinum 18 til 39 ára. Engu að síður verða kon- umar að vinna úti því ein fyrirvinna dugir ekki til. Á sama tíma hefur kerfi ríkisrekinna leikskóla hmnið og dagvistun margfaldast í verði auk þess sem staða kvenna á nýjum einkavæddum vinnu- markaði hefur versnað mjög. í kommúnistaríkjunum litu margar konur á margfaldar kröfur til sín sem kúgun og sáu heim- ilið sem griðastað eða jafnvel vettvang fyrir eins konar andspyrnu gegn opinberri stefnu. í dag stendur konum í þessum ríkjum til boöa einhæf, erfið og illa borguð vinna, atvinnuleysi hefur stór- aukist og nær ekkert stuðningskerfi er eftir til að styðja þær til þátttöku á vinnumarkaði. Heimiliö virðist því orðið sá griðastaöur sem þær sáu áður í hillingum. ■ 73

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.