19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 26
Veruleiki kvenna Átta ungar konur úr lögfræði og kynjafræði gengust undir próf í kvennarétti, nýrri kjör- grein við lagadeild Háskóla íslands, í vor. Erla Skúladóttir var þeirra á meðal. Hún varp- ar hér örlitlu Ijósi á hvað í faginu felst og forvitnast um hvernig nemendum úr náms- greinunum tveimur líkaði kvennarétturinn en efnistök hans eru nokkuð ólík því sem þeir eiga að venjast. Þótt fræðileg umfjöllun um kvennarétt eigi sér ekki langa sögu hefur kennsla í kvennarétti verið stunduð við háskóla víða um hinn vestræna heim um nokkurt skeið. Það var hins vegar ekki fyrr en í vor að boðið var upp á nám í kvennarétti við laga- deild Háskóla íslands. Brynhildur G. Flóvenz lögfræðingur annaðist kennsluna að mestu en fékk Láru V. Júlíusdóttur lögmann til liðs við sig á hluta námskeiðsins. Við fyrstu sýn kann að vekja athygli að kvennaréttur varð til sem fræðigrein um svipað leyti og konur öðluðust lagalegt jafn- rétti á við karlmenn. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar fljótt í Ijós að sitt er hvað, jafnrétti í orði og á borði. Þrátt fyrir stjórnar- skrárbundið jafnrétti kynjanna og löggjöf sem almennt er kynhlut- laus, eins og raunin er hér á landi, kemur annar og verri veruleiki í Ijós þegar litið er á stöðu kvenna í samfélaginu. Ólíkt líf og lífsskilyrði Á meðal verkefna kvennarétt- ar er einmitt að lýsa og leita skýringa á þessum mun og rann- saka hvernig unnt er að nota réttarkerfið til að bæta sam- félagslega stöðu kvenna. Kvennarétturinn gengur út frá því að líf karla og kvenna sé mis- munandi og ástæða sé til að taka tillft til þess við lagasetningu og túlkun laga. Þegar gildandi réttur er skoðaður í Ijósi kvennaréttar er því lögð rík áhersla á að kanna líf og lífsskilyrði kvenna auk könnunar á hefðbundnum heim- ildum réttarins; lögum, fordæm- um og lögvenjum. Þessi aðferð kvennaréttarins hefur sætt nokkurri gagnrýni, einkum á þeim grundvelli að konur séu margbreytilegur hópur sem búi að ýmsu leyti yfir ólíkri reynslu, hafi misjafna stöðu og mismunandi hagsmuna að gæta. Þetta er vissulega rétt, en á móti kemur að í veigamiklum atriðum búa allar konur við veruleika sem er frábrugðinn veruleika karla og markar að mörgu leyti stöðu þeirra í samfé- laginu. Þessi munur birtist kannski skýrast á vinnumarkaði en þar eru konur oft fyrst og fremst metnar út frá kynferði sínu en ekki getu og hæfileikum. „Hvað borgiði svona kven- lögfræðingum?" Þótt löggjöf sem tryggja á körlum og konum jöfn laun og kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf hafi verið í gildi hér á landi um árabil sýna kannanir enn gríðar- legan launamun milli kynjanna sem ekki verður skýrður með neinu öðru en kynferði. Það þarf raunar ekki að nefna til kannanin flestir þekkja sláandi dæmi um konur sem hafa án nokkurra mál- efnalegra raka verið metnar sem annars flokks starfskraftar t.d. vakti hörð viðbrögð og óhug hjá hópi lagastúdína fyrir skömmu þegar þær heyrðu af spurningu sem kvað við á hérlendri lög- mannsstofu nýlega: ,,Hvað borg- iði svona kvenlögfræðingum?" Sá veruleiki sem blasir við íslenskum konum á vinnumark- aði er ógnvekjandi og brýnt að kanna hvað veldur því að sú jafn- launastefna sem birtist svo skýrt í lögunum skilar sér ekki í bættri stöðu kvenna í samfélaginu. Þótt umfjöllun um stöðu kvenna á vinnumarkaði og jafn- réttislöggjöf skipi veigamikinn sess innan kvennaréttarins er fjarri því að fræðigreinin ein- skorðist við þau svið. Kvenna- rétturinn nær eðli sínu sam- kvæmt yfir afar breitt svið, enda birtist sérstaða kvenna víðsvegar í samfélaginu. Á námskeiði laga- deildar um kvennarétt var því komið víða við; fjallað var um allt frá heimspekikenningum Forn- Grikkja um stöðu konunnar til ofbeldisbrota í þjóðfélagi nútím- ans. Umfjöllunin sveiflaðist þannig frá hreinni heimspeki til hreinnar lögfræði og endurspegl- aði allt litrófið þar á milli. Nauðsynlegt veganesti út í lífið Eg mælti mér mót við Klöru Kristínu Arndal og Sigrúnu H. Kristjánsdóttur til að heyra álit þeirra á nýafstöðnu námskeiði um kvennarétt. Klara er að Ijúka prófi í ensku og kynjafræði en Sigrún er á fjórða ári í lögfræði og mér lék ekki síst forvitni á að vita hvernig kvennarétturinn horfði við nemendum með svo ólíkt nám að baki. Fyrst spurði ég þær hvað hefði ráðið námsvali þeirra við Háskól- ann í upphafi. „Ég vissi í sjálfu sér ekki um hvað lögfræðin van það var eng- inn lögfræðingur sem tengdist mér," segir Sigrún. Hún segir for- vitni því hafa ráðið því að hún valdi laganámið. Henni leist ágætlega á sig í náminu og sér ekki eftir valinu. ,,Ég hef alltaf ætlað í ensku, það er það eina sem hefur komið til greina hjá mér. Ég hef verið mjög heilluð af málinu frá þvi' ég var krakki," segir Klara. ,,Svo þegar ég var að klára annað árið fór ég að skoða hvað maður gæti tekið sem val og þá fann ég kynjafræðina fyrir algjöra tilviljun." Klara var einstaklega ánægð í kynjafræðinni og hefði helst vilj- að taka hana sem aðalfag, en ekki er boðið upp á það. „Ég hef aldrei fyrr verið að læra akkúrat bara eitthvað sem ég hef gaman af," segir hún. Lokaritgerð Klöru við Háskólann fjallar um fegurð- arímyndir í hinum vestræna heimi og er skrifuð á ensku. Hvernig stóð svo á því að Sig- rún og Klara skráðu sig á nám- skeið lagadeildar um kvennarétt? Forvitnin réð á ný valinu hjá Sigrúnu. „Þetta var eitthvað nýtt og svo fannst mér nafnið höfða til mi'n," segir hún. Sigrún segist hafa átt von á því að í kvenna- réttinum tengdist lögfræðin að einhverju leyti öðrum sviðum á borð við sálfræði og félagsfræði, eins og raunin hafi orðið. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af félags- fræði og sálfræði," segir Sigrún. „Ég vildi lika fræðast meira um réttarstöðu kvenna." „Það var rekið á eftir okkur í kynjafræðinni að fara en það þorði engin," segir Klara. Hún segir að það hafi hrætt að fagið var kennt innan lagadeildar; sem hefur haft orð á sér fyrir að vera helst til óárennileg. Þrír nemar úr kynjafræði létu þó til leiðast og luku námskeiðinu með sóma. Það réð úrslitum hjá Klöru hvað henni fannst nauðsynlegt að þekkja stöðu konunnar innan réttarkerfisins. Og hvernig likaði þeim á nám- skeiðinu? Klara og Sigrún segjast báðar mjög ánægðar með kvennarétt- inn. Þeim fannst umfjöllunarefnið áhugavert og andrúmsloftið þægílegt. Þær segja mikilvægt að þekkja stöðu kvenna til að vita hverju þarf að breyta - „þetta er 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.