19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 60

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 60
iMÉÉfi hestarnir hafa hver sitt nafn og er mis- munandi mynstur á bakhluta hvers þeirra til að einkenna hann sérstaklega. I sjónvarpsþáttunum búa smáhestarnir allir í hinum full- komna heimi þar sem ætíð ríkir hamingja og gleði og blóm, fuglar og fiðrildi setja svip sinn á umhverfið. Smá- hestaveröldin er heimur krafta- verka og galdra þar sem smá- hestarnir eru ávallt hjálplegir; glaðir og ánægðir Öfugt við hestaleikföng sem ætluð eru | sem gæludýn þá er ætlunin að stúlkur lifi sig inn í heim smáhestanna og ævintýri þeirra þar sem hestarnir eru persónugerðir í þáttunum. Einn megin munurinn á teikni- myndum sem ætlaðar eru stúlk- um annars vegar og drengjum hinsvegar er að kvenpersónurnar fara oft að syngja á einhverju ákveðnu augnabliki um tilfinning- ar sínar Slikt sést nær aldrei í barnaefni sem ætlað er drengjum nema sjónvarpsefnið sé í formi tónlistarmyndbands. I ýmsu sjónvarpsefni sem ætlað er stúlkum kemur fram að tilfinningakuldi er mikill löstur og óeigingirni, góðsemi og hjálpsemi eru kostir sem þykja ákjósanlegir ífari persóna. Þeir vondu eru oft- ast karlkyns og þær sem koma aðalpersónunum til hjálpar eru yfirleitt kvenkyns. Því er tilfinn- ingalegt innsæi og hjálpsemi við þá sem manni þykir vænt um lyk- illinn að hamingu og kjarninn í boðskap margra sjónvarpsþátta sem ætlaðir eru stúlkum. Strákar berjast ...stúlkur tala Bæði í barnaefni handa drengjum og stúlkum eru vondu karlarnir nær alltaf tengdirtækni og þannig eru fengin að láni atriði úr vís- indaskáldsögum. Strákar og stelp- ur nota hinsvegar mismunandi aðferðir til að berjast á móti tækjakosti þeirra illu. I strákaefni eru vondu karlarnir iðulega vel vopnum búnir og ætlun þeirra er að ná yfirráðum í heiminum. Hetjurnar verjast hinsvegar með því að nota tækni á jákvæðan hátt með því að berjast á móti hinu illa. Þannig eru byssur, sverð og leiser-vopn góð hjálpartæki fyrir klárar hetjur Þegar kven- Markaðssetning á barnaleikföngum Deilur barna og foreldra vegna leikfanga snúast yfirleitt ekki um auglýsingar sem höfða sér- staklega til bama, heldur frem- ur um fjöldaframleidd leikföng eins og Star Wars leikföngin annarsvegar og hinsvegar kennsluleikföng eins og Duplo og Lego sem eru sérstaklega markaðssett fyrir menntaða millistéttarforeldra. ígrunduð markaðssetning I stórum leikfangaverslunar- keðjum erlendis eins ogToys R US er markaðssetningin á leik- föngunum í verslunum gerð með það fyrir augum að kyn- greina börnin og koma leik- föngunum þannig fyrir að sem mest verði keypt af leikföngum. Verslanir Toys R US eru ekki hafðar í verslunarmiðstöðvum heldur í sér húsnæði þar sem næg bílastæði eru til staðar Þetta er gert til að viðskiptavin- ir geti keypt stóra hluti og mikið magn án þess að þurfa að burðast með það langar vegalengdir. Þar sem slíkar verslanir eru ekki hluti af versl- unarmiðstöðvum geta börn ekki farið þangað sjálf, heldur verða þau að vera í fylgd full- orðinna. AllarToys R US verslanir eru byggðar upp á sama hátt hvort heldur sem þær eru staðsettar í Bandaríkjunum eða Evrópu. Uppsetningin á leikföngunum og þeim vörutegundum sem fást í verslununum er þannig að það fer eftir aldri og kyni barnsins hvar vörurnar eru í versluninni. Ennfremur koma viðskiptavinir að dýrum þroskaleikföngum áður en komið er að ódýrum dúkkum og bílum. Einnig eru tölvuleikir og rafmagnstæki nálægt inn- gangi verslananna. Kyngreind leikföng Leikföng sem ætluð eru drengjum eru ávallt staðsett á göngum sem koma á undan stúlkuleikföngunum. Þannig verða stúlkur að ganga fram hjá strákaleikföngunum áður en þær koma að stelpuleikföngun- um. Drengirnir geta aftur á móti algerlega komist hjá því að ganga fram hjá bleikum veggjum alsettum Barbie dúkk- um og öðrum stelpuleikföng- um. Leikföng ætluð drengjum og stúlkum eru sérstaklega skil- greind með litum. Þannig eru leikfangagangar drengjanna iðulega í dökkum litum og málmlitum. Stúlknagangarnir eru hinsvegar í pastellitum, yfir- leitt bleiku og fjólubláu. Börnin læra því að þekkja ásjónu og liti þeirra leikfanga sem þeim eru ætluð mjög ung að árum. Foreldrar þurfa að ganga verslunina á enda áður en komið er að ódýrum bleium, snuðum og barnamat til að hámarka skyndikaup foreldr- anna. Leikföng stúlkna eru staðsett nálægt barnavörunum sem eru í hlutlausum litum og ætlaðar eru bæði drengjum og stúlkum. Einnig eru leikföng ætluð börnum á leikskólaaldri og litir og föndurvörur staðsett nálægt dúkkudeildinni sem tengir teikningu og föndur við stúlkur á sama hátt og boltar og íþróttaleikföng eru staðsett nálægt strákaleikföngunum. Félagsmótun í leikfanga- verslunum Það eru ekki aðeins auglýsingar og sjónvarpsefni sem er sér- staklega kyngreint fyrir börn. Börn læra snemma af því að horfa á auglýsingar og barna- efni í sjónvarpi og með leik- föngum hvaða eiginleikar þykja eftirsóknarverðir hjá stelpum og strákum. Þannig á sér stað félagsmótun jafnt í sjónvarpi sem í leikfangaverslununum sjálfum þar sem börnin læra fljótt hvaða leikföng eiga að höfða til þeirra út frá aldri og kyni. I leikfangaiðnaðinum er þannig gert ráð fyrir því líkt og í afþreyingarefni ætluðu börn- um að stúlkur geti vel samsam- að sig drengjum ...en það er af og frá að drengir geti haft sömu áhugamál og stúlkur ■ Heimild: Ellen Seiteten Sold Separately. Porents ond Children in Consumer Culture. New Brunswick Rutgers University Press, 1995. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.