19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 52
Og strákarnir
Á ráðstefnu Kvenréttinda-
félags Islands „Kynjaveröld
kynjanna" voru kynntar nið-
urstöður könnunar nefndar á
vegum menntamálaráðuneyt-
is og Skrifstofu jafnréttismála
undir yfirskriftinni „Konur og
karlar í íslensku sjónvarpi".
Sigriður Arnardóttir fjöl-
miðlafræðingur segir að klið-
ur hafi farið um salinn þegar í
Ijós kom að í íslensku sjón-
varpi væru konur 30% en
karlar 70% af útsendingar-
tímanum á skjánum. Enn meiri
furðu vakti þegar í Ijós kom
að konur tala 15% en karlar
85% tímans. Ýmsar vangavelt-
ur komu upp í kollinn í fram-
haldi niðurstaðnanna.
Ástæður
Samtals voru um 52 klukkutímar
af sjónvarpsefni RÚV og Stöðvar
2 teknir upp og greindir. Þetta
voru kjörtímar (prime-time)
sjónvarpsstöðvanna. Rannsóknin
var unnin af félagsvísindakonun-
um Margréti Lilju Guðmunds-
dóttur og Þórhildi Þórhallsdótt-
ur. Þær innihaldsgreindu m.a.
fréttatíma, umræðuþætti, auglýs-
ingar og kvikmyndir
Hverjir tala í sjónvarpi?
Reglan 70/30% er gegnumgang-
andi í öllum fréttatímum sem og
öðru sjónvarpsefni. Það er að
segja: karlar eru á skjánum 70%
tímans en konur aðeins 30%.
Frávikin eru að konur koma
meira fram í þáttum um menn-
ingu og lístir en sem svarar 30%
og þær koma hlutfallsiega oftar
fram í fréttum í hlutverki „fórnar-
lambs" en þegar á heildina er
litið tala konur I5% og karlar
85% tímans. Þetta er ósköp svip-
að milli stöðva og mætti að
ósekju kalla þáttinn „ 19/20" frek-
ar „70/30" til að gefa mynd af því
hverjir koma þar fram.
Undanfarna mánuði hef ég verið
fengin til að halda fyrirlestra og
vera með námskeið fyrir stjórn-
endur ýmissa fyrirtækja og stofn-
ana í fjölmiðlaframkomu og
ræðumennsku. Eg hef kynnt nið-
urstöður þessarar könnunar lítil-
lega og í hvert skípti segir ein-
hver í hópnum: „Þetta var svo
mikið svona en þetta hefur nú
breyst." Staðreyndin er bara sú
að könnunin er ný og lýsir fjöl-
miðlum okkar í dag.
Vegna námskeiðanna hef ég
varið töluverðum tíma í að taka
upp sýnishorn af fjölmiðlafram-
komu fólks og þrátt fyrir að hafa
lesið þessa nýlegu könnun kom
það mér á óvart hve langan tíma
það tók að ná á band sýnishorn-
um af bæði konum og körlum í
sjónvarpsviðtölum. Það voru
einfaldlega svo fáar konur að
það þurfti að taka upp fjöldann
allan af frétta- og umræðuþátt-
um til að fá nothæf sýnishorn af
nokkrum konum í sjónvarpsvið-
tölum.
Og þrátt fýrir að þetta hafi
verið fullkomlega óformleg
könnun hjá mér þá er óhætt að
segja að ástandið er ekkert
betra hjá nýliðunum sem sjá um
þætti á Skjá einum eða Sýn sem
einkum eiga að höfða til ungs
fólks. Og hinn umtalaði umræðu-
þáttur „Silfur Egils" virðist ekki
vera á neitt öðrum nótum hvað
hlutfall kynjanna varðar. Það
reyndist vera ótrúlega tímafrekt
að ná upptökum af konum að
tala í Silfri Egils. Hver þáttur á
fætur öðrum hefði getað borið
yfirskriftina: „Og strákarnir
spjalla".
Það kom líka fram í könnun-
inni að konur eru hlutfallslega
fæstar í flokknum „umræðuþætt-
ir" en þar eru aðeins 13% konur
Hvað veldur því að konur, sem
gjarnan hafa það orð á sér að
vera málglaða kynið, tala svona
lítið í sjónvarpi? Kannski eru þær
svona kjarnyrtar eða svo penar
að þær passa ekki í svona „hana-
at" eins og vinsælir umræðu-
þættir geta orðið. Þær „selja"
kannski ekki eins vel og strákarn-
ir sem gala hver upp í annan.
Astæðurnar eru fjölmargar en
við sem unnið höfum á fjölmiðl-
um vitum að konur geta verið
tregar að koma í viðtal, þær vilja
fá lengri fyrirvara en karlarnir og
þær neita jafnvel að svara ef þær
eru fyrirvaralaust spurðar i' sjón-
varpi og bera fyrir sig að hárið sé
ekki nógu flott í dag eða þær séu
ekki inni í málinu. Þessi svör
heyrast síður af vörum karla. Þeir
bara vinda sér í þetta.
Þegar ég starfaði um tíma á
bandarískri sjónvarpsfréttastofu
tók ég eftir því að það var sama
til hvaða kvenna við leituðum,
þær voru alltaf tilbúnar að tala
við fréttamenn. Það var sama
Nútíð ekki fortíð
52