19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 68

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 68
sögðu að þar væri svo gaman. Fólkið vildí hafa mig lengur og sagði þá að ég þyrfti ekki að gera þetta eða hitt en ég vildi fara og hlakkaði mikið til. Þegar ég var komin heim sá ég eftir því að hafa ekki verið lengur í Englandi, því þar var langtum betra veður: Mig langaði að fara aftur en ekk- ert varð af því. Á þessum árum var erfitt að fá vinnu, alveg sama hvort heldur var hér heima eða úti í Englandi." Skilnaður hneyksli ,,Þegar ég var tuttugu og fjögurra ára gifti ég mig Norðmanni og við fórum að búa uppi á lofti hjá pabba og mömmu. Eg eignaðist dreng, svo telpu og svo dreng. Stúlkan kom liðin og ég var mikið veik þegar ég eignaðist hana. Mér blæddi svo mikið að blóðinu var ausið upp í vaskafat. Eg man að ég lá í rúminu með aftur augun, vakandi og heyrði músík í loftinu, orkesten þessa fínu músík," segir Ragnheiður og greinilegt að hún man enskuna vel. ,,Við bjuggum saman í tvö ár. Eg var alltaf ófrísk og það var erf- itt. Maður þurfti að bera upp allt vatn, út allt skólp, alla ösku og upp með kolin. Eg gat ekki meir og gafst bara upp. Það þótti mikið hneyksli þegar við skildum. Mér var alveg sama, ég gat ekki hugsað mér að halda áfram, vildi ekki eignast barn á hverju ári og búa með þessum manni. Þegar við skildum var ég ófrísk. Eg fór að vinna í fiski á stakkstæði og bjó með drenginn heima hjá foreldrum mínum.Við tókum fiskinn heim og gátum breitt heima hjá okkur Svo eign- aðist ég seinni drenginn 1932. Maðurinn bjó áfram í Eyjum en hann þóttist ekki eiga nema eldri drenginn. Mamma gaf mér saumavél og ég fór vel með og saumaði allt á börnin, mest úr gömlu. Eg gifti mig aftur og fór með tvo krakka í hjónabandíð. Yngri drengurinn var reyndar eftir hjá mömmu. Mannsefnið, Sigurður Ola, bjó með móður sinni og systur. Hann var fimm árum eldri og við höfðum þekkst áður Eg Mansal í eignaðist með honum þrjú börn, tvær dætur og dreng. Dæturnar eru á lífi en drengurinn dó á öðru ári. Við Sigurður bjuggum alla tíð í Þrúðvangi, eða fram að gosi. Þá var Sigurður orðinn veik- ur Eg var ósköp meðgjörleg, vann mfn verk og nýtti allt vel. Maður- inn gaf mér ísskáp, ískistu og þvottavél. Áður þvoði ég á bretti og var með þvottapott í kjallar- anum. Ég er mótuð af vatns- skorti og get ekki þolað að heyra renna úr krana.Við höfð- um annars alltaf nóg vatn því það voru tveir brunnar undir húsinu." Ragnheiður segist hafa farið til Grimsby fyrir nokkrum árum. „Húsið var alveg eins, meira að segja sama hliðið eftir sextíu ár. Ég hitti mann sem bjó þar og hann leyfði mér að koma inn og skoða. Húsið var tekið hernámi 1944 og í því bjuggu offiséran margt var orðið breytt, en samt þekkti ég mig vel eftir öll þessi ár. Árið 1974 fór ég líka til Kanada og 1994 til Frakklands." Eiturlyfin voðaleg Ragnheiður svarar þvi' hvernig henni lítist á æskuna. „Mér finnst æskan snúast allt of mikið um áfengi og reykingar Svo eru eit- urlyfin líka alveg voðaleg. Unga fólkið fær allt upp i' hendurnar og hefur ekki fyrir neinu, allir geta verið í skóla til tvítugs og lengur ef þeir kæra sig um. Fólk skilur ekki hvað það hefur það gott. Hér áður unnu konur myrkranna á milli, allt var bakað heima, kaffi- baunirnar brenndar í kolavél, ef kol voru þá til, baunirnar malað- ar þvottur þveginn á bretti og vatn víðast borið í hús. Ég man þegar ég fékk nýjan vask í eld- húsið, ég gerði mér ferð inn í eldhúsið hvað eftirannað baratil að horfa á hann," segir Ragn- heiður og hlær ,,Ef ég gæti lifað lífinu upp aftur myndi ég læra og ferðast meira. Ég hefði viljað læra að sauma almennilega. Þá hefði ég aldrei orðið atvinnulaus. Ég hefði alltaf getað verið sjálfstæð og séð fyrir mér sjálf." ■ Alþjóðaverslun með konur og börn sem misnotuð eru í formi vændis hefur verið að teygja anga sína frá hinum svokölluðu þróunarlöndum og Suðaustur-Asíu til landa Austur-Evrópu. Rósa Erlings- dóttir segir mansal í þágu kynlífsþrælkunar vera eitt skæðasta vandamál Evrópu í kjölfar stjórnarfarsbreyting- anna í austanverðri álfunni og átakanna á Balkanskaga. Eftir stjórnarfarsbreytingarnar í austanverðri Evrópu hefur vændi aukist til muna i' löndum Austur-Evrópu og kynlífsiðnað- ur þar verið f miklum blóma. I nýlegri skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum kemur fram að hátt á annað hundrað þúsund konur og börn frá löndum Austur-Evr- ópu hefðu látið leiðast út i' vændi ár hvert síðastliðinn ára- tug. í inngangsorðum skýrslunn- ar er saga alþjóðaverslunar með konur og börn sem mis- notuð eru f formi vændis á Vesturlöndum rakin. Samkvæmt málflutningi nefndarmanna á þingi Sameinuðu þjóðanna virðist verslun þessi vera að teygja sig frá hinum svokölluðu þróunarlöndum og Suðaustur- Asíu til landa Austur-Evrópu. Alþjóðlegir glæpahringir og vestrænir viðskiptajöfrar hafa fundið nýjan markað þar sem hvítt fólk gengur kaupum og sölum því næg eftirspurn er heima fyrir. Sérfræðingar á þessu sviði telja alþjóðavæð- ingu og aukið frjálsræði í við- skiptum landa á milli annars vegar hafa aukið kynlífsverslun- ina og gert glæpamönnum auð- veldara um vik og hins vegar torveldað eftirlit Sameinuðu þjóðanna með henni. I skýrslunni er verslun þessari líkt við nútíma þrælasölu á fólki til Vesturlanda þar sem lýðræði og siðmenning eru sögð stoðir þeirra samfélaga er þau byggja. Nýjustu fréttir herma að kyn- lífsiðnaðurinn og verslun með konur og stúlkur, oft ekki eldri en þrettán ára, blómstri í hinu stríðshrjáða héraði Kosóvó. I forsíðugrein The Washington Post þann 24. apríl síðastliðinn var haft eftir háttsettum starfs- mönnum löggæslusveita Sam- einuðu þjóðanna og friðar- gæslusveita NATO að ófull- nægjandi landamæraeftirlit, við- vera alþjóðlegra hersveita og hjálparsamtaka sem og óstarf- hæft lög- og réttargæslukerfi skapi nærri fullkomin skilyrði fyrir þessa glæpastarfsemi. Síð- astliðna sex mánuði hefur lög- regla Sameinuðu þjóðanna í héraðinu bjargað 50 konum og unglingsstúlkum frá mótelum og vændishúsum sem opnuð voru skömmu eftir loftárásir NATO á fyrrum sam- bandslýðveldi júgóslavíu á síð- asta ári. Talsmenn lögreglu og hjálparsveita segjast óttast að mörg hundruð þúsund kvenna til viðbótar hafi verið hnepptar í kynlífsánauð, ginntar frá heim- kynnum sínum vegna fyrirheita um samastað og velgengni á i Vesturlöndum. Kosóvó er oft ekki annað en stoppistöð á leiðinni frá Makedóníu eða Albaníu til Vesturlanda. Engu að síður er talið að þúsundir kvenna stundi vændi í héraðinu og þjónusti meðal annars ein- 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.