19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 70
Það kom Sæunni Kjartansdóttur skemmtilega á óvart hvað var gaman að lesa Freud.
þetta sálgreining?
Nú, er
Hafa konur eitthvað að gera
við kenningar Freuds? Skiln-
ingsleysi Freuds á konum og
sá æðri sess sem hann ætlar
karlmönnum hefur orðið til
þess að margir hafa afgreitt
sálgreiningu sem úrelt og
karllægt fyrirbæri. Sigurlaug
M. Jónasdóttir tyllti sér á
bekkinn hjá Sæunni Kjartans-
dóttur hjúkrunarfræðingi og
sálgreini til að kynna sér
Freud og sálgreiningu.
Bekkur á stofunni hjá Sæunni
Kjartansdóttur sálgreini kemur
ekki á óvart. Þegar talað er um
sálgreina koma Freud og legu-
bekkurinn vissulega fyrst í hug-
ann. Sálgreining er hins vegar
ýmislegt annað og meira. Sæunn
er með stofu heima hjá sér og
tekur á móti fólki sem á einhvern
hátt þarf að kljást við ýmis
vandamál. Hún segir að sálgrein-
ingin geti tekið á, en kannski
hjálpar það henni að hafa sjálf
þurft að ganga í gegnum með-
ferð þegar hún var að læra sál-
greiningu í Englandi.
,,Eg lærði sálgreiningu í Lond-
on. Ég hafði verið að vinna á
geðdeild í nokkur ár áður en ég
fór út í þetta nám, þar fékk ég
smá nasasjón af sálgreiníngu og
mér fannst þetta spennandi og
forvitnilegt. Einnig langaði mig í
eigin meðferð til að skilja sjálfa
mig betun en það er stór hluti af
sálgreiningarnámi, þú þarft sjálf
að ganga í gegnum meðferð."
Var það erfitt?
,,Það var ansi strembið og
kannski erfiðara en ég átti von á,
en þetta er líka það sem skilur
sálgreiningu frá mörgu öðru
meðferðarnámi. Þú verður að
þekkja sjálfa þig þokkalega og hafa
upplifað meðferð til þess að geta
sett þig í spor þeirra sem þú ert
að hjálpa."
Hugsað upphátt
Kynntist þú þér upp á nýtt í
þínni meðferð?
„Ja, ég kynntist sjálfri mér á
nýjan hátt og ég held að þetta
sé eitt erfiðasta nám sem til er.
Þú þarft að lesa kenningar sem
eru framandi og oft torskildar,
en það er í raun ekki það erfiða.
Það erfiða er að skoða sjálfan
sig. Við erum alla ævi að temja
okkur aðferðir til að halda
ákveðinni sjálfsmynd og verja
okkur fyrir því sem við óttumst
að sé óþægilegt að vita. í sál-
greiningu tekurðu til endur-
skoðunar allskonar hugmyndir
sem þú hefur um sjálfa þig og
um annað fólk, skoðar hugsanir
og finnur fyrir tilfinningum sem
þú vilt helst ekki vita af, þvi' þær
trufla þá mynd sem þú vilt hafa
af sjálfri þér. Þetta er þó engan
veginn alslæmt, því það getur
verið mikill léttir að losa sig
70
i