19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 11
Konur, virkjum krafta okkar!
Verkefninu AUÐUR í krafti
kvenna er ætlað að auka hag-
vöxt fslands í gegnum aukna
þátttöku kvenna í atvinnu-
sköpun. Halla Tómasdóttir
framkvæmdastjóri og Þór-
anna Jónsdóttir verkefnis-
stjóri eru sannfærðar um að
verkefnið eigi eftir að skila
sér í fjölgun fyrirtækja í eigu
kvenna.
Fyrir rösku ári veitti stjórn
Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
(NSA) því athygli að afar lítill
hluti umsókna til sjóðsins kom
frá konum, eða aðeins um 13%.
Við nánari skoðun kom enn-
fremur í Ijós að fjárhæðirnar sem
konur leituðu eftir voru nær
undantekningarlaust miklu lægri
en þær fjárhæðir sem karlar ósk-
uðu eftir. Þessar staðreyndir
urðu til þess að stjórn NSA
ákvað að fela stjórnarkonu sinni,
Guðrúnu Pétursdóttun að kynna
sér málið betur og koma með
tillögurtil úrbóta. Guðrún fékktil
liðs við sig þær Guðfinnu S.
Bjarnadóttur og Höllu Tómas-
dóttur frá Háskólanum í Reykja-
viT.
Á Islandi eru um 18% fyrir-
tækja í eigu kvenna. Til saman-
burðar má geta þess að í lönd-
um Evrópusambandsins eiga
konur á bilinu 25-33% fyrirtækja
og í Bandankjunum eru fyrirtæki
í eigu kvenna nær 40%. Þessar
staðreyndir og sú staðreynd að
konur eru í mun minna mæli að
leita eftir fjármagni til atvinnu-
reksturs gefa til kynna að íslensk-
ar konur séu almennt ekki að
virkja krafta sína til atvinnusköp-
unar nægilega vel. Fyrir vikið fer
atvinnulífið á mis við sköpunar-
kraft þeirra og hjól hagkerfisins
sem konur gætu fengið til að
skapa verðmæti snúast hægan
Nýleg rannsókn um nýsköpun
sem náði til 10 landa (Bandarík-
in, Kanada, Japan, Italía, Þýskaland,
Frakkland, Bretland, Israel, Finn-
land og Danmörk) sýndi fram á
að í þessum löndum mátti rekja
36% hagvaxtar til nýsköpunar.
Ennfremur er tekið fram í rann-
sóknarskýrslunni að auðveldasta
og fljótlegasta leiðin til að fjölga
nýjum fyrirtækjum sé að virkja
konur til nýsköpunar og að
markvisst heildarátak í fræðslu
fyrir frumkvöðla sé öruggasta
leiðin til að skapa árangursrík
fyrirtæki.
Hvar er kraftur kvenna?
En hvers vegna eru konur ekki
virkari í atvinnusköpun? Af hverju
sækja þær í minna mæli eftir fjár-
magni til nýsköpunar í atvinnuli'fi
og af hverju eru þær svona lítil-
látar varðandi fjármagnið? Ýmsar
alþjóðlegar kannanir og rann-
sóknir hafa sýnt að í mörgum til-
fellum nefna konur skort á þekk-
ingu á fjármálum og rekstri sem
helstu ástæðuna fyrir því að þær
veigra sér við að fara út í rekst-
ur Hér á Islandi er menntunar-
stig kvenna með því hæsta sem
þekkist. Á árunum 1995-1998 ►
(íuUkistati
Sérverslun
með kvensilfur
Bjóðum eldri munsturgerðir
Onnumst allar
viðgerðir, hreinsun
og gyllingar.
Allar upplýsingar
um hefð og gerðir
búninga eru
veittar á staðnum.
(fíuUkislan
Frakkastíg 10 - Sími: 551 3160
ffirkonur
semvilja
kláastvel