19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 4

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 4
Látum ekki staðar numið Við tímamót er við hæfi að líta /fir farinn veg... er því miður orðið talsvert ofnotað orðalag á hinu glásilega aldamótaári 2000 og árið varla hálfnað! A hinn bóginn var ritnefnd 19. júní sammála um að við hæfi væri að minnast baráttu frumkvöðlanna á sviði jafnréttis- og mann- réttinda í ársritinu. Endurlitið er ekki falið ílangri sagnfræðiritgerð um helstu áfangana á öldinni heldur fært í lifandi búning á víð og dreif um blaðið. Ekki hvað síst í hringborðsumræðum fimm ólíkra kvenna um jafnrétti í víðasta skilningi. Þar kemur ber- lega í Ijós við hvers konar hle/pidóma vestrænar konur hafa þurft að glíma til að ná fram sjálfsögðum mannréttindum sín- um á 20. öldinni. Enn þann dag í dag eiga konur talsvert í land með að verða metnar til jafns við karla.Við skulum heldur ekki gleyma kynsystrum okkar í fá- tækari hluta heimsins. Hræðileg dæmi eru um kynlífsþrælkun eða svokallað mansal í löndum eins og Kosóvó eins og fram kemur í átakanlegri grein í ársritinu. Engu að síður eru konurnar við hring- borðið bjartsýnar á framti'ðina. Ein helsta ástæðan fyrir því er að þekkingarsamfélag nútímans fær- ir konum ýmis áður óþekkt tæki- færi í gegnum sveigjanlegan vinnutíma og vinnuumhverfi. Öld tækifæranna gæti verið að renna upp eins og kemur fram í spjall- inu. Mannlegt eðli veldur því að í kringum tímamót eins og alda- mót verða til væntingar um að afgerandi breytingar verði í þjóð- félaginu. Hitt vill gleymast að já- kvæðar breytingar verða sjaldn- ast sjálfkrafa heldur fyrir tilstuðl- an fólksins sjálfs eins og gerðist með afgerandi hætti við samþykkt nýrra laga um fæðingarorlof og stjúpættleiðing- ar samkynhneigðra á liðnu þingi. 19. júní fagnar nýju fæðingar- orlofslögunum með ítarlegri grein og spjalli við nýbakaðan föður. Nú eru feður loksins komnir með sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs og samþykkt hefur verið að greiða foreldrum 80% launa í fæðingarorlofi. Með lögunum er stigið fyrsta skrefið í átt til nútímalegrar fjölskyldu- stefnu í landinu. Eftir er að leysa úr brýnum vanda f dagsvistar- málum, bæta heilsdagsskóla og koma á viðunandi vistunarúrræði fyrir skólaböm á sumrin og áfram mætti telja. Foreldrar verða að tryggja að ekki verði látið staðar numið því heildstæð fjölskyldustefna kemur öllu þjóð- félaginu til góða þegar til lengri tíma er litið. Öðrum tímamótalögum um stjúpættleiðingar samkynhneigðra eru gerð skil í ftarlegri grein um „hinsegin fjölskyldur" í ársritinu. Löngu er orðið tímabært að varpað sé Ijósi á að hundruð íslenskra ungmenna alast upp hjá samkynhneigðum foreldrum. Aðeins með opinni umræðu verður hægt að stuðla að því að fjölskyldurnar njóti tilhlýðilegrar virðingar og þar með sjálfsagðra mannréttinda í þjóðfélaginu. Sér- staklega er brýnt að skólar láti til sín taka í að fræða börn um mis- munandi fjölskyldugerðin Lengi áfram væri hægt að telja upp efnið í 19. júní því af nægu er að taka: tvær ungar konur segja frá ítarlegri rannsókn sinni á því á hvern hátt líkamsrækt hefur áhrif á andlega og líkamlega Ifðan kvenna, dregin er sú ályktun að jafnrétti stuðli að minnkandi of- beldi f garð kvenna og betra kyn- lífi, fjallað um kynjafmyndir í bók- menntum og uppgang f hannyrð- um, o.fl, o.fl. Ritnefnd 19. júnf biður ykkur vel að njóta. Fyrir hönd ritnefndar, Anna G. Ólafsdóttir. Kvenlegt konfekt íslenskar konur hafa um aldarað- ir verið aldar upp við að eyða ekki dýrmætum tíma frá vinnu við dútl og pár um hvers kyns óþarfa á borð við eigin skoðanir og tilfinningan Engin furða er þvf að ritaðar heimildir eftir konur skuli víða hafa varðveist við held- ur óvenjuleg og oft slæm skilyrði ef miðað er við aðrar og form- legri heimildir um sögu þjóðar- innar. Anna Sigurðardóttin einn þriggja stofnenda Kvennasögu- Undir fallegum konfektkassa frá Önnu sést í lúið eintak af fyrsta kvennablaðinu Framsókn frá 1895. Sigríður Þorsteinsdóttir ritstýrði blað- inu. safns Islands, fór ekki varhluta af þvf hugarfari að li'tið væri varið í skriflegar heimildir íslenskra kvenna á öldum áður Fyrstu gögnin f safnið voru ekki varð- veitt í hefðbundnum skjalaskáp- um eða glerskápum. Konfekt- kassar af öllum stærðum og gerðum geymdu ómetanlegar heimildir um heim og hugarfar íslenskra kvenna f gegnum ald- írnar Kvennasögusafnið var til húsa á heimili Önnu allt frá stofnun árið 1975 þar til gögn- unum var komið fyrir f hefð- bundnari hirslum f Landsbóka- safni Islands - Háskólabókasafni árið 1996. Hlutverk Kvennasögu- safnsins er að leita uppi og halda til haga heimildum um sögu fslenskra kvenna frá upphafi. Þar er því auðvelt að nálgast andlega næringu í gegnum Ijúffenga kon- fektmola úr misveglegum hirsl- um ótalinna íslenskra kvenna. Erla Hulda Halldórsdóttir for- stöðukona Kvennasögusafnsins, hefur því til viðbótar haldið nokkrum af konfektkössum Önnu til haga enda merk heim- ild um hvernig búið var að safn- inu fyrstu árin. Ef vel er að gáð má sjá að nokkrir konfektmolar úr kössunum hafa dreifst um síður blaðsins og innihalda þeir góðar ábendingar um sitthvað skemmtilegt að sjá og skoða. ■ 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.