19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 12

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 12
Kreppan og karlmennskan voru konur ríflega 58% þeirra sem útskrifuðust úr háskólanámi. Samt sem áður virðast íslenskar konur í of miklum mæli skorta sjálfstraust til að taka þá áhættu að fara út í eigin rekstur, sem þó gæti skilað þeim arðbæru fyrir- tæki og áhugaverðum starfs- frama. AUÐUR í krafti kvenna Verkefninu AUÐUR í krafti kvenna, er ætlað mikilvægt hlut- verk - að auka hagvöxt Islands í gegnum aukna þátttöku kvenna í atvinnusköpun. Verkefnið byggir á sex þáttum, sem öllum er ætlað að fjölga konum í atvinnu- rekstri. Verkefnið snýst fyrst og fremst um að auka þekkingu og hæfni þátttakenda. Það er trú okkar að AUÐUR muni skila sér í auknu sjálfstrausti íslenskra kvenna gagnvart atvinnurekstri. Það, ásamt myndun tengslaneta og fjölgun fyrirmynda, mun án efa skila sér í fjölgun fyrirtækja í eigu kvenna. Þau eru enn ekki mörg löndin sem hafa markvisst gripið til aðgerða til að hvetja til nýsköp- unar kvenna. Þó má sjá mikinn árangur þar sem slíkt hefur verið gert, t.d. í Bandaríkjunum, en hvergi eiga konur hlutfallslega fleiri fyrirtæki en þar Bandarísk- um fýrirtækjum í eigu kvenna fjölgar tvisvar sinnum hraðar en öðrum fyrirtækjum í Bandaríkj- unum og rannsóknir þar í landi hafa sýnt að fyrirtæki kvenna lifa einnig lengur Við lifum á tfmum mikilla og hraðra breytinga. Slíkum tímum fylgja mörg tækifæri. Er ekki kominn tími til þess að við konur nýtum þau tækifæri okkur sjálf- um og þjóðinni til framdráttar? Allar nánari upplýsingar um AUÐAR verkefnið má finna á vef- si'ðu AUÐAR, www.ru.is/audur ■ Lengi vel reið ekki við ein- teyming hvernig reynt var að halda aftur af viðhorfsbreyt- ingum í tengslum við ætlaða eiginleika kynjanna. Ingólfur V. Gíslason gagnrýnir hvaða ímynd er dregin upp af karl- mönnum í nútímasamfélagi. Á hinn bóginn telur hann enga ástæðu til svartsýni. Ný kynslóð spjari sig ágætlega í breyttum heimi. Við upphaf 20. aldar fór smátt og smátt að fjölga þeim konum sem sóttu sér menntun eða gerðu að minnsta kosti tilraun til þess. Oft var við ramman reip að draga. Margir karlar töldu þetta hreinasta óþarfa og vitleysu, ekki hefðu verðandi húsmæður mikið við menntun að gera. Og þeir voru líka til sem einfaldlega vildu vernda konurnar fyrir skaðlegum áhrif- um menntunar Menn veittu því sem sagt athygli að svo virtist sem menntaðar konur eignuð- ust færri börn en hinar ómenntuðu. Þvi' var varpað fram sem hugsanlegri skýringu á þessu einkennilega fyrirbæri að ef konur menntuðu sig þá þyngdist heili þeirra og til þess að viðhalda jafnvægi Ii1<amans myndi á móti koma að móður- lífið minnkaði. Og eins og einn spekingurinn orðaði það þá var stærsta hættan í samtímanum að ,,þvinga greind konu yfir það stig sem líkami hennar ræður við." Bábiljur á báða bóga Mörgum áratugum síðar skall kynlífsbyltingin yfir. Þá fór það að koma upp á yfirborðið að fyrir kæmi að körlum risi ekki hold þótt allar aðstæður væru þannig að slfkt ætti að gerast. Eða þá að stinningin yrði ekki nægjanleg. Ekki var langt í skýringu. Lærðar greinar voru skrifaðar um það að ástæðan væri framsókn kvenna sem gerði það verkum að karlar væru óöruggir um stöðu sína og rétta hegðun og gætu þar af leiðandi ekkí náð honum upp. Það tók langan tíma að koma því inn í umræðuna að trúlega hefði þetta vandamál alltaf verið til staðar en aukið frelsi í umræðu loks gert það mögu- legt að ræða um málið. Með reglulegu millibili sitjum við uppi með „umræður" um að eitthvað í breyttri stöðu kynjanna hafi það í för með sér að líffræðilegri gerð okkar stafi ógn af eða að minnsta kosti sé margt sem bendi til að flest stefni á heita staðinn. Núna kemur t.d. varla út glanstímarit án þess að einhver þurfi þar að tjá sig um „kreppu karlmennsk- unnarí'. Karlar séu áttavilltir vegna sterkrar stöðu kvenna í dag, viti ekki hvernig þeir eigi að haga sér og geti ekki tekist á við sterkar og sjálfstæðar konur Voðinn vís! Lítið þýðir að benda á þær staðreyndir að þrátt fyrir allar þessar miklu breytingar á stöðu kynjanna þá haldi fólk áfram að rugla saman reitum, eignast börn og lifa tiltölulega eðlilegu Iffi. Raunar finnst manni á stund- um sem hér hafi hæst annars vegar þær sem telja sig þurfa að afsaka slakt gengi á hjónabands- markaðnum og grípa til þess að halda þvf fram að karlar ráði einfaldlega ekki við samskipti við sterkar nútfmakonur Hins vegar þeir sem gráta horfna tfma hvað varðar samskipti kynjanna og vilja snúa aftur til þess þegar karlar voru (eða töldu sig vera) húsbændur á » eigin heimili. ímyndin gengur ekki upp Auðvitað er karlmennskan í kreppu. Hún hefur verið í kreppu frá upphafi, því hún er ekki annað en tilbúningur, fmyndun sem ekki passar við nokkra lifandi manneskju. Menn geta raðað upp ákveðnum eig- inleikum og sagt að þetta sé karlmennska. Hins vegar er enginn líffræðilegur karl hold- tekja þessara eiginleika. Væri svo hefðum við með vélmenni að gera en ekki lifandi veru sem hugsan veltir fyrir sér, tekur við áreiti frá umhverfinu, mótar og skapar eigin tilveru. Hitt er svo annað mál að það er visst áhyggjuefni hversu sjálf- sagt og eðlilegt það er orðið að i setja karla upp sem fábjána í almennum skemmtanaiðnaði og menningu. Það er áhyggju- efni m.a. sökum þeirra áhrifa sem það kann að hafa á viljann til að ráða karla f umönnunar- I2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.