19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 65

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 65
Stella úr Teitur í heimi gulu dýranna efiir Sigrúnu Eldjárn. ar bækur leggja áherslu á að skapa persónur sem bæði fram- kvæma og hugsa, hvort sem þær eru stelpur eða strákar (mynd 5). Unglingabækur Vegna þess hve íslenskar bækur fyrir yngri börn eru í flestum til- vikum vel úr garði gerðar þá er það synd og skömm hvað ung- lingabækur standa sig illa í þess- um efnum. Það komu raunar ekki margar íslenskar bækur ætlaðar unglingum út fyrir jólin 1999 og reyndar fann ég ekki nema tvær. Sú fyrri er Einn fyrir alla eftir Þórð Helgason en þar eru strák- ar í aðalhlutverki. Þrátt fyrir að bókin sé ætluð unglingsstrákum þá ætti það ekki að þýða að þær stelpur sem koma fyrir í sögunni þurfi að vera eins og klipptar út úr klámblöðum. En því miður er það raunin í þessari bók. Draumaprinsessan í bókinni er að sjálfsögðu ofsalega sæt eins og gefur að skilja í unglingabók. Það væri í lagi ef að hún væri ekki líka algjörlega persónuleika- laus og svo laus í rásinni að hún hálfpartinn misnotar aðalsögu- hetju bókarinnar kynferðislega þrátt fyrir að vera nýbyrjuð með besta vini hans. Þetta atriði og til- vera þessarar persónu yfirhöfuð hefur engan annan tilgang en að vera örlagavaldur í vinslitum strákanna. Þessi fegurðardís með brókarsótt kemur að öðru leyti ekkert við sögu. Þetta er sú jað- arstaða sem algengt var að kven- persónur í bókmenntum fyrir unglingastráka fylltu um miðja síðustu öld en hefur til allrar hamingju verið sjaldgæf hin síðari ár Seinni bókin, Cypraea islandica eftir Moshe Okon (höfundurinn er Israelsmaður sem býr hér á landi), er sýnilega ætluð unglings- stelpum. Þar hittum við fyrir 16 ára íslenska stúlku sem talar um það í vandlætingartón að frænka hennar (vonda stelpan í sögunni) máli sig of mikið en að hún sjálf láti kinnalit nægja - kinnalit! Hafið þið lesendur góðir nokkurn tfma séð íslenska stúlku, ómálaða en með kinnalit? Þetta er bara smá- atriði en það endurspeglar það þekkingarleysi á aðstæðum og viðhorfum íslenskra unglings- stúlkna sem einkenna þessa bók. Vegna þessa verður aðalpersón- an ótrúverðug, stöðluð fmynd af hinni „góðu stelpu", og í engu samræmi við raunverulegar fslenskar unglingsstelpun Þetta er í raun synd því flétta bókarinnar er skemmtileg. Báðar þessar bækur eru gott dæmi um það sem maður vill ekki sjá í bókum fyrir unglinga vegna þess að á unglingsárunum er einstaklingur- inn að leita að sjálfsmynd og þvf sérstaklega móttækilegur fyrir fmyndum. Yfirborðsleg könnun á þýddum bókum fyrir þennan ald- ursflokk sýnir að þær standa sig ekkert mikið betur í þessum efnum. Það sem kemur hvað mest á óvart er að gæði bók- Ur bókinni Milljón steinar og Hrollur í dalnum, myndskr. Jean Posocoo. anna skipta minnstu þegar kemur að þeim kynfmyndum sem þær miðla. Margar af þeim bókum sem mér fannst bæði best skrif- aðar og skemmtilegastar stóðu sig afspyrnu illa á þessu sviði á meðan léttmeti stóð sig betur Skiptir þetta máli? Þá er það stóra spurningin sem ég gæti trúað að ýmsir lesendur séu búnir að spyrja sig: Skiptir þetta einhverju máli? Já, þetta skiptir máli því að sjálfsmynd barna ræðst af því sem þau læra af umhverfi sínu. Það umhverfi er ekki bara sú fyrirmynd sem for- eldrarnir og félagarnir veita þeim heldur líka hlutir eins og sjón- varpsefni, kvikmyndir; ti'marit og bækur. En það þýðir þó ekki að foreldrar eigi að gerast ritskoð- endur og lesa vandlega allt það efni sem börn þeirra lesa til þess að vera vissir um að ekkert slæðist með sem gefur röng skilaboð. Slíkt er ekki raunhæft. Það sem foreldrar geta hins vegar gert er að venja sig á það að ræða við börnin um þær bækur sem þeir lesa fyrir þau og vera sjálfir vakandi fyrir þessum áhrifum og þeim skilaboðum sem felast í bæði textum og myndefni. Kenna börnunum sínum að greina og skilja það sem þau sjá og heyra og reyna að spyrna við því að börnin séu bara óvirkir neytendur sem taka gagnrýnislaust við þvf efni sem verður á vegi þeirra. ■ 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.