19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 17
Hugsa um heilbrigði á annan hátt Pálína Vagnsdóttir ásamt ungri dóttur sinni, Steinunni Maríu H. Eydal. Pálína Vagnsdóttlr er ein þeirra kvenna sem tók þátt I námskeiðinu hjá Gígju og Unni. Hún er heimavinnandi með tvö börn og hafði ekki stundað markvissa hreyfingu í nokkur ár. „Þetta var frábært námskeið og virkilega gaman að taka þátt í þessari rannsókn.Við lögðum okkur fram og vildum að þetta tækist sem best hjá þeim ekki síður en okkur sjálfum. Þær stóðu sig með mikilli prýði, uppbygging námskeiðsins var svo fjölbreytt og skemmtileg. Þótt það hafi verið erfitt að venja sig á breytt mataræði og að borða sex sinnum á dag, þá fann ég fljótt að það skilaði sér í aukinni orku. Hjá mér skilaði þetta námskeið í heild sinni tvfmælalaust bættri almennri líðan. Það er meiri kraftur í mér og ég er úthaldsbetri en ég var: Eftir að hafa tekið þátt í þessu hugsa ég á annan hátt en ég gerði um heilbrigði. Eg sé það í víðara samhengi. Ég fór ekki á áframhaldandi námskeið, en ég held enn sömu vigt og ég náði hjá þeim og ég hreyfi mig reglulega, bæði geng og hjóla og held mig við reglurnar í mataræðinu." ■ bara þyngri þegar námskeiðinu myndi Ijúka. Þessi megrunarárátta er bara margra ára misskilningur sem við viljum leiðrétta. Megrun í formi svelti veldur vítahring og verður til þess að líkaminn hægir á brennslunni og fer að geyma fitu. Staðreyndin er sú að þú brennir fleiri kalorfum eftir því sem þú ert með meiri vöðva.Við gerðum konunum grein fyrir, sér- staklega þeim sem höfðu ekki stundað hreyfingu í mjög langan tíma, að á meðan þær væru að aðlagast breyttum matarvenjum og væru að byggja upp vöðva, þá væri ekki ólíklegt að þær myndu þyngjast. En þær mættu ekki missa móðinn, þær myndu léttast þótt það kostaði svolitla þolin- mæði. Auk þess líður fólki miklu betur sem borðar reglulega, held- ur en þeim sem eru að svelta sig. Stöðug hungurtilfinning og skort- ur á orku leiða af sér vanlfðan. Lfkaminn og andinn þurfa bensín í formi matar Hvers vegna létuð þið nám- skeiðið heita „I kjólinn fyrir jólin'? Voruð þið ekki einmitt með því að leggja áherslu á útlit og megrun, sem þið síst vilduð? Því miður er það nú þannig að slíkum meðulum þarf að beita til að fólk drífi sig f líkamsrækt. Við ætluðum svo sannarlega að höfða til heildræns heilsuátaks, námskeiðið átti að fara af stað undir nafninu lífstfðarbreyting. En það vex fólki svo í augum, það vill frekar eitthvað ákveðið takmark sem næst á stuttum tíma. Þess vegna völdum við þetta nafn. Okkar var eindregið ráðlagt að ná konunum inn með svona yfir- skrift, síðan gætum við komið með alla fræðsluna. Og við lögð- um strax í byrjun áherslu á að ekki væri ætlunin að steypa allar konur f sama formið, þær gætu litið vel út í jólakjólnum án þess að vera örmjóar Aðalatriðið var að komast í gott form og líða vel með sjálfa sig. Og markmiðið var ekki síst að kenna þeim að gera það að lífsstíl að borða og hreyfa sig reglulega, láta löngunina til þess koma frá þeim sjálfum. Gígja og Unnur lögðu mikið uþþ úr að gera námskeiðið ánægjulegt og hrista konurnar vel saman. Þær fóru með þeim út að borða, fóru með þeim í heitan pott og gáfu þeim þannig færi á að sþjalla saman og kynnast betur, ekki bara að mæta í tíma og fara heim. Þær segja þetta skiþta miklu máli, því fólk heldur frekar áfram ef það er gaman að koma í þúlið. Á útskrift- ardaginn keyþtu þær svo 52 kiló af svínafitu til að sýna konunum hvað þær voru búnar að afreka. Sjónræn upplifun er mjög áhrifarík. Þá sér fólk árangurinn og það er mikil hvatning til að halda áfram. Þú sérð ekki breyt- inguna svo vel frá degi til dags.Við höfðum sjálfar mikla ánægju af þessu námskeiði og lærðum mjög mikið á að gera þessa rann- sókn.Við erum þakklátar konun- um sem tóku þátt og hafa með þvf hjálpað okkur mikið. Nú ætlum við að fara af stað með nýtt námskeið og nota þessa reynslu og þessar niðurstöður. Nú getum við bent fólki á það svart á hvítu við upphaf nám- skeiðs hver ávinningurinn verður ef það fylgir leiðbeiningunum. Strax í haust ætlum við af stað með námskeið þar sem mark- miðið verður að fá fólktil að taka meiri ábyrgð á sinni eigin heilsu. Við ætlum að koma þjóðinni í betra form! Nýtist sjúkraþjálfunarnámið ykkur vel í kennslu við líkamsrækt? Já, mjög vel. Við teljum mjög áríðandi að þjálfarar og leiðbein- endur séu faglærðir, því það geta sannarlega skapast vandamál ef fólk er t.d. að beita likamanum rangt í æfingum, sérstaklega í tækjunum. Og þótt fólk sé ekki endilega að gera hlutina á rangan hátt þá gæti það verið að ná miklu meiri árangri með réttri leiðbeiningu. Námið nýtist okkur einnig mjög vel þegar við fáum til okkar fólk sem er með viðvarandi verki. Ungt fólk er að fá bakverki, hnéverki og annað en í stað þess að styrkja líkamann er það alltaf að hlífa sér En þá er það komið í vítahring, því stoðkerfið þarf ein- mitt að vera sterkt og í góðu ástandi til að taka við einhverjum meinum. Það er ekki alltaf eina leiðin að leita til læknis og fá lyf. Fólk gæti komið í veg fyrir alls- konar líkamsmein með því að hugsa betur um skrokkinn, styrkja hann og eflast andlega í leiðinni. Og það má ekki gleyma því að daglegur góður göngutúr er mjög góð hreyfing, það þarf ekki endi- lega að kaupa sig inn á einhverjar líkamsræktarstöðvar að fara á skíði og synda er líka góð hreyf- ing. I nútíma þjóðfélagi ber fólk þvi' gjarnan við að það hafi engan tíma fyrir líkamsrækt en þá bend- um við því á að ef það hafi ekki tíma fyrir heilsuna í dag, þá hafi það heldur ekki heilsu fyrir tím- ann á morgun! ■ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.