19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 57
Sigurður Guðmundsson
landlæknir
Sólrún Halla Einarsdóttir
8 ára
„Raunsanna svarið við þessari spurn-
ingu er reyndar konan mín, engin kona
hefur haft jafnmikil áhrif á mig eftir að
ég komst til vits og ára. Ég held þó að
þetta hafi ekki verið svarið sem leitað
er eftin" segir Sigurður Guðmundsson
landlæknir og heldur svo áfram. „Valið
er erfitt - sem betur fer - og ég vil
leita fanga hér innanlands.
Á öldinni sem er að að líða hefur
mikill fjöldi kvenna haft áhrif á sína
samtíð í stóru og smáu. Augljósar eru
klassískir leiðtogar, konur á borð við fyrrverandi forseta, sem kenndi
mér frönsku, borgarstjórann í Reykjavík, sem kenndi mér ekki
frönsku, enda örlítið yngri, nokkrar aðrar konur í stjórnmálum, lista-
konur; einkum leikkonur og skáldkonur þ.á m. úr hópi bekkjarsystk-
ina. Mér koma í hug leiðtogar í félags-
málum, verkalýðshreyfingu, atvinnulífi
og menntamálum. Á persónulegri
nótum leita sterkt á hugann húsfreyj-
an í sveitinni, alþýðukonur í eldhúsum
brúarvinnuflokka, nokkrir sjúklinga
minna sem gáfu mér meira en ég held
ég hafi gefið þeim, samverkakonur,
ýmsa, vinir og síðast en ekki síst móðir
og ömmur
Mig langar þó að kalla hér til
óvenjulega íslenska alþýðukonu sem
ég þekkti aldrei og hitti aldrei en mér
þótti mikið til koma lífshlaups hennar og hugsjóna, kjarks og áræðis
þegar ég las um hana fyrst," segir Sigurður. „Ég vil nefna hana vegna
áhuga míns á náttúru landsins og þeirra einstæðu stunda sem
ósnortnar víðáttur þess veita. Þessi kona leitar oft á hugann þegar
ferðast er ofan byggða á Islandi. Hún er Sigríður Tómasdóttir í
Brattholti, kona sem líklega má öðrum fremur þakka að ekki varð af
því að Gullfoss yrði virkjaður Hún lýsti því m.a. yfir að fyrr fleygði
hún sér í fossinn en að af því yrði. Þeir sem hana þekktu munu ekki
hafa efast um að hún stæði við orð sín. Sigríður hefur greinilega
verið sérstök kona, langt á undan sinni samtíð. Hennar er vert að
minnast í þeirri orðræðu sem nú ber hátt um hvernig við ætlum að
samræma búsetu í landinu til framtíðar og nýtingu gæða þess við
virðingu okkarfyrir því og einstakri og sérstæðri náttúru þess," segir
Sigurður Guðmundsson landlæknir ■
„Astrid Lindgren er mín kona. Ég
hef haft mjög gaman af að lesa bæk-
urnar hennar og þær hafa haft góð
áhrif á mig.Til dæmis eru krakkarnir í
þeim sjálfstæðir og duglegir og það
hefur gert mig að sjálfstæðari einstak-
lingi. Bækurnar hennar hafa líka örvað
ímyndunarafl mitt," segir Sólrún Halla.
Hún segist mest halda upp á Línu
langsokk þótt hún sé eiginlega vaxin
upp úr sögunum um hana. „Ég held
líka upp á Ronju ræningjadóttur Emil í
Kattholti, Snúð og Jónatan í Bróðir minn Ljónshjarta og Lísu í Olát-
agarði. Ein skemmtileg saga af Línu er þegar hún skúrar gólfið með
burstum sem hún festir við fæturna á sér Önnur sniðug saga er af
því þegar ræningjarnir komu heim til Línu til að stela peningunum
hennar. Auðvitað náðu þeir ekki pen-
ingunum af henni en hún dansaði
skottís við þá og borgaði þeim svo
fyrir Ég held ekki að Lína hafi slæm
áhrif á krakka, frekar bara góð áhrif,"
segir Sólrún Halla. „Krakkar verða ekk-
ert endilega óþægir af að lesa sögurn-
ar um hana, kannski bara sjálfstæðari.
Ef börn eru alltaf þæg eru þau kannski
bara feimin og hrædd. Það er
skemmtilegra fyrir þau að vera stund-
um svolítið óþæg. Fullorðna fólkið veit
ekkert endilega hvernig er best fyrir
börnin að vera, því það man ekki alltaf eftir því hvernig það var að
vera krakki."
Sólrúnu Höllu finnst Lína að mörgu leyti öðruvísi en aðrar stelp-
ur „Hún getur t.d. látið flétturnar sínar standa út í loftið án þess að
nota gel. Hún býr ein með apa og hesti og er óvenju sterk og kraft-
mikil. Þegar ég var lítil hélt ég að ég væri sterkasta stelpa í heimi fyrir
utan Línu Langsokk." ■
I
57