19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 58

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 58
Bleik blómaveröld og spennandi ævintýraheimar Markaðurinn hefur sterk áhrif. Ekki aðeins á líf fullorð- inna. Börn fara ekki varhluta af öflugri markaðssetningu á íhaldssömum hugmyndum um hlutverk og eðli kynjanna. Elfa Ýr Gylfadóttir kynnti sér hvernig herferðin fer fram í gegnum fjölmiðla og leik- fangabúðir. ) Sjónvarpsefni fyrir börn er menningarlegar afurðir sem líkja að mörgu leyti eftir afþreyingar- efni fullorðinna. Hasarmyndir; vís- indaskáldsögun dans- og söngva- myndir, sápuóperur og meló- drama eru kvikmyndagreinar sem einnig má sjá í sjónvarpsefni sem markaðssett er fyrir börn. Munurinn er hinsvegar sá að sjónvarpsefni sem ætlað er börnum endurspeglar ekki aðeins kvikmyndahefðir fullorð- inna heldur má sjá öfgafulla útgáfu af sömu hefðum þar sem kynferði persóna er ýkt. Þannig hafa kvenpersónur í barnaefni oft háa og jafnvel skræka rödd, umhverfið einkennist af pastellit- um, pífur og blúndur eru ráðandi og kvenpersónurnar eru afskap- lega vel hærðar. Ennfremur eru kvenpersónurnar ávallt skilnings- ríkar; hjálpsamar og hafa samúð með þeim sem minna mega sín. Karlarnir eru aftur á móti vöðva- stæltir súper-karlar sem tala með djúpri rödd, sannkölluð testó- steróntröll. Þeir eru óhræddir ævintýramenn sem sýna hug- rekki við erfiðustu aðstæður. Barnaefni hefur því fengið margt að láni frá kvikmynda- og sjón- varpshefð fullorðinna og í mörgum tilvíkum stað- festir það á enn afdráttar- lausari hátt stereotýpur held- ur en sjónvarpsefni ætlað full- orðnum. \ \ \ I Strákar í aðalhlutverki Framleiðendur sjónvarpsþátta, teiknimynda og kvikmynda hafa iðulega framleitt barnaefni þar sem karlpersónurnar eru í aðal- hlutverki í hasarfullri atburðarás. Karlpersónurnar hafa samkvæmt hefð verið í aðalhlutverki vegna þess að því hefur verið haldið fram að drengir horfi aldrei á afþreyingarefni ætlað stúlkum en stúlkur horfi hinsvegar gjarnan á barnaefni ætlað drengjum. Þessi hefð á rætur að rekja til barna- bókahefðarinnar á nítjándu öld. Því hefur barnaefni í sjónvarpi líkt og í mörgum barnabók- menntum sýnt hvíta stráka í aðalhlutverki atburðarásarinnar Börn af öðrum kynþáttum og stúlkur eru því iðulega í auka- hlutverkum sem félagar aðalhetj- unnar eða sem fórnarlömb. Ennfremur eru hetjur og vopn fastur liður í sjónvarpsefni ætluðu drengjum. Slikir þættir einkennast einnig oft af kímni, hröðum klippingum og líflegri atburðarás. Leikföng sem mark- aðssett eru fyrir drengi í tengsl- um við slíka sjónvarpsþætti eru einnig í mikilli andstöðu við pastellituðu leikföngin sem ætluð eru stúlkum og þeirri stelpnaver- öld sem vírðist yfirleitt vera fremur laus við fyndni og glettni. I sjónvarpsefni sem ætlað er drengjum er því lögð áhersla á hugrekki, styrk og áræðni aðal- persónanna sem kemur bæði þeim sjálfum og öðrum til góða í þáttunum - því auð- vitað þarf einhver að bjarga heiminum. Skuggalegir sjónvarpsþættir og slímkennd leikföng Ef tekið er dæmi af sjónvarps- þáttunum Ghostbusters og leik- föngunum sem fylgdu þáttunum má sjá að kynnt voru til sögunn- ar skrímsli, slímkennd og Ijót leik- föng sem gátu breytt sér á ýmsa vegu. Onnur nýleg dæmi um skuggaleg leikföng eru búning- arnir og vopnin sem seld eru í tengslum við nýjustu Star Wars myndina þar sem mörg klæðin eru svört og grímurnar óhuggu- legar á að líta. I barnaefni sem er ætlað drengjum eru stúlkur eða konur yfirleitt ekki jafnokar karlanna og þær eru oft hjálpar- lausar og þeim þarf stundum að bjarga. Ennfremur eru þær ekki hetjur í þáttunum þar sem þær eru oft víðsfjarri þegar strákarnir þurfa að berjast og sýna hug- rekki. I sjónvarpsþáttunum Ghost- busters er kvenpersónan Janine til að mynda einskonar móður- ímynd fyrir hetjurnar í þáttunum. Hún gefur sögupersónum að borða og sinnir ýmsum öðrum veraldlegum þörfum þeirra á meðan hetjurnar berjast við drauga. Hún er því ekki jafnoki karlpersón- anna og vantar hugrekkið og uppátektarsemina. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.