19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 41

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 41
konan er kona liggur í hlutarins eðli að konan fer að gera góða hluti í öðru fyrírtæki. Dæmið er ekkert flóknara. Nú er þingkonur komnar yfir 30% af þingmönnum og ættu því samkvæmt kenningunni um gler- þakið að vera orðnar umtalsvert afl. Hefur þú orðið vör við breyt- ingu, Rryndís? Bryndís: Já, ég finn fyrir breyt- ingu en það að glerþakið hafi verið rofið hefur ekki beint haft áhrif á málflutninginn. Konur hafa ekki sameinast um ákveðin mál- efni enda eru karlar orðnir nokk- uð öflugir í tengslum við helstu baráttumál fjölskyldunnar. Aftur á móti verð ég að viðurkenna að mér finnst mun skemmtilegra að sjá ekki eina eða tvær heldur fjórar konur á ráðherrabekkjun- um. Ekki er því heldur að leyna að andinn í þingflokknum varð allt annar eftir að konur komust þar í meirihluta. Nú er ekki leng- ur hikað við að taka upp snyrti- budduna til að lagfæra aðeins málninguna á fundum. Andrúms- loftið er orðið „kvenlegra". Hugsanlega felst munurinn í til- finningunni fyrir því að tilheyra ekki lengur minnihlutahóp. Hulda Dóra: Nú verð ég að mótmæla. Eg hef aldrei nokkurn tímann upplifað mig í minnihluta- hóp af því að ég sé kona. Sigríður: Hvað ertu að segja! Eg bara trúi því ekki að nokkur kona hafi getað komist hjá því að taka eftir mismununinni í garð kvenna í þjóðfélaginu. Bryndís: Eg held að reynsla kvenna geti verið æði mismun- andi. Nú er stundum talað um að konur þurfi þéttriðnara samskipta- net til að þlotta sína á milli. Hvern- ig er plottað á þingi, plotta konur saman eða kynin í kross? Bryndís: Já - ég býst við því, inni á þingi.Annars er alltaf hægt að velta því fyrir sér hvort plott- ið fari aðallega fram utan eða innan þings. Rétt eins og karlar geta konur verið ansi öflugar í plottinu. Konur ræða stundum algjörlega þverpólitískt um sína hlið á málunum inni á þingi. Slík kvennasamstaða á þingi er sjaldnast áberandi og felst yfir- leitt ekki í því að konur flytji mál saman. Hvaða breytingar hafa orðið á stöðu kvenna á alþjóðlega vísu á öldinni.Jóhanna? Jóhanna: Nú, staða kvenna hefur auðvitað gjörbreyst á öld- inni. Engir alþjóðlegir samningar; hvorki um mannréttindi né sér- stök réttindi kvenna, voru til um síðustu aldamót. Fyrstu skrefin voru stigin með stofnun Samein- uðu þjóðanna uppúr seinni heimstyrjöldinni. Eleanor Roos- evelt veitti mannréttindanefnd- inni formennsku og leiddi vinnu við stóru mannréttindasáttmál- ana tvo. Mannréttindasáttmál- arnir ganga yfir alla og sérstak- lega er kveðið á um að mismun- un á grundvelli kyns, aldurs eða uppruna sé ólögleg. Nokkrar n1<- isstjórnir hirtu ekki um megin- hugsunina og og skilgreindu samningana með sérstöku tilliti til karla. Smám saman varð því Ijóst að ítreka þyrfti réttindi kvenna með sérstökum Kvenna- sáttmála. Kæruleið til Sameinuðu þjóðanna vegna Kvennasáttmál- ans var opnuð á síðasta ári. Alls hafa 165 af 188 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna skrifað undir Kvennasáttmálann. Aftur á móti segja tölurnar ekki allt því að stórar þjóðir eins og Banda- ríkin hafa ekki skrifað undir sátt- málann. Aðrar þjóðir eins og Bangladesh og Saudí-Arabía hafa gert talsverða fyrirvara við sam- þykkt sáttmálans. Flestir eru fyrir- vararnir gerðir í því skyni að halda konum niðri á grundvelli menningar og trúarbragða. Eins er athyglisvert að konur hafa víða í órólegum samfélögum verið gerðar ábyrgar fyrir því að ná fram ákveðnum stöðugleika. Konum hefur löngum verið ætlað að vera boðberar menn- ingarinnar. Ihaldssömum gildum er sáð í þjóðfélaginu og konum ýtt inn á heimilin eins og hræði- legt dæmi er um í Afganistan. Hafa kvennahreyfmgar á Vestur- löndum gert nógu mikið af því að vekja athygli á þvi hvað konur standa höllum fæti víða um heim? Jóhanna: Nú ættum við að staldra við og hugsa um hvemig við lítum á konur í fátækari lönd- um. Okkur hættir til að sjá aðeins fyrir okkur aðgerðarlaus fórnarlömb. Þvert á móti get ég nefnt að kvennahreyfingin í Afr- íku er mjög sterk. Konurnar eiga ekki í vandræðum með að skil- greina vandann heima fyrir. Við megum ekki þykjast vita betur og grípa fram fyrir hendurnar á konunum í þeirra eigin samfélagi. Eðlilegra er að konur á Vestur- löndum veiti kynsystrum sínum í öðrum heimshlutum stuðning með því að vekja athygli á fram- lagi kvennasamtaka í hverju landi fyrir sig. Bryndís: Já - en við erum svo- lítið föst í okkar eigin veruleika. Konur á Vesturlöndum ættu að standa fyrir því að opna umræðu og vekja athygli á bágum kjörum kvenna út um allan heim. Ekki alls fýrir löngu stóðu Emma Bonini og fleiri konur fyrir átakinu Blóm handa konum í Afganistan. Með því myndaðist ákveðinn þrýsting- ur áTalebanana fráVesturlöndum. Okkur er hollt að rifja upp hvernig kvennabaráttan hefur verið að þróast hér og á hinum Norðurlöndunum. Konur byrj- uðu á því að berjast fyrir sjálf- sögðum mannréttindum eins og kosningarétti og kjörgengi. Smám saman var farið að tala meira um félagslegt réttlæti. Nú er helsta vopnið talið vera hversu þjóð- hagslega hagkvæmt sé að nýta hæfileika kvenna, við nekstur fyrir- tækja, stjórnun landsins og áfram væri hægt að telja. Hvernig meta ungir feministar ástandið? Brynhildur: Eg verð að viður- kenna að ég öfunda dálítið fem- inistana hér áður fyrr. Markmiðin voru miklu sýnilegri. Núna er því haldið á lofti að samkvæmt lögum hafi konur fullt jafnrétti á við karla. Að konur séu klárar og geti allt. Að hvorki sé þörf né sérstök ástæða til að berjast frekar fyrir réttindum kvenna. Bríet - félag ungra feminista, hefur ekki farið varhluta af því og jafnvel vakið upp hatur fyrir að ► Víða var komið við, (f.v.) Hulda Dóra, Sigríður, Bryndís, Brynhildur og Jóhanna. 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.